Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Blaðsíða 34

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Blaðsíða 34
ÁGRIP ERINDA / XIV. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA E 44 Lifrarbólga C meðal sprautufíkla á íslandi Þórarinn Tyrfingsson1, Arthúr Löve2, Bjarni Þjóðleifsson3, Sigurður Ólafsson4 Frá 'Sjúkrahúsinu Vogi, 2rannsóknastofu HÍ í veirufræði, Myflækningadeild Land- spítala Hringbraut, 4smitsjúkdómadeild Landspítala Fossvogi Netfang: sigurdol@shr.is Inngangur: Lifrarbólga C (LC) er ein algengasta orsök langvinnrar lifrarbólgu og skorpulifrar á Vesturlöndum. Sjúkdómurinn er al- gengur meðal sprautufíkla og tilheyra flestir greindra hér á landi þessum áhættuhópi. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga al- gengi lifrarbólgu C meðal sprautufíkla á Islandi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin tók til allra sprautufíkla á Vogi 1991-1997. Sjúklingar voru flokkaðir eftir neyslumynstri. Á öllum voru gerð lifrarbólgu C veiru mótefnapróf (ELISA/RIBA). Ef mót- efni voru staðfest var gert kjarnamögnunarpróf (PCR) til athugun- ar á veirudreyra (viremia). Niðurstöður: Af 753 sprautufíklum voru 299 (40%) með mótefni, þar af77 af 196 (39%) konum og 222 af557 (40%) körlum. Mótefni voru algengari meðal reglulegra neytenda sem höfðu verið í neyslu lengur en eitl ár (198 af 304 (65%) á móti 12 af 51(24%) (p<0,0001)). Tilhneiging var til hærri tíðni mótefna meðal nýrra neytenda sem sprautuðu sig oft (12 af 51; 24%) en þeirra sem sprautuðu sig sjaldan (12 af 102; 12%) en munurinn var ekki mark- tækur (p=0,l). Á árunum 1996 og 1997 var kjarnamögnunarpróf gert hjá 95% þeirra sem höfðu lifrarbólgu C mótefni og var það jákvætt hjá 168 af 179 (77% alls; 79% karla, 70% kvenna). Algengi mótefna eftir aldri 1997. Aldur Fjöldi fíkla JákvaBÖ mótefni Jákvæó mótefni (%) <20 32 0 (0) 20-29 117 43 (37) 30-39 100 59 (59) 40+ 38 22 (58) Alls 287 124 (43) Ályktanir: 1) Lifrarbólga C er algeng meðal sprautufíkla á íslandi en tíðnin er lægri en víða annars staðar á Vesturlöndum. 2) Flestir sjúklinganna eru með veirudreyra. 3) Tíðnin hækkar með aldri og hættan á smiti eykst með lengd sprautunotkunar. E 45 Interferonmeðferð við lifrarbólgu C Halldór Skúlason', Sigurður Ólafsson2, Már Kristjánsson2, Gunnar Gunnarsson3, Hugrún Ríkarðsdóttir2 Frá ‘lyflækningadeild og 2smitsjúkdómadeild Landspítala Fossvogi, ’smitsjúkdómadeild Landspítala Hringbraut Netfang: halldor@vortex.is Inngangur: Lifrarbólga C er ein algengasta orsök langvinnrar lifrar- bólgu og skorpulifrar á Vesturlöndum. Hún er vaxandi vandamál á íslandi, einkum meðal sprautufíkla. Lyf í flokki interferona hafa til skamms tíma verið einu lyfin í al- mennri notkun við sjúkdómnum. Aukaverkanir eru tíðar og með- ferðin ber árangur hjá aðeins 10-30% sjúklinga. Tilgangur rann- sóknarinnar var að athuga árangur interferonmeðferðar á íslandi. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn sem náði til þeirra sem fengið hafa meðferð með interferoni við lifrarbólgu C. Upplýs- inga um meðferðarlengd, meðferðarheldni og niðurstöður lifrar- sýna og blóðprófa var aflað úr sjúkraskrám. Árangur meðferðar var metinn eftir því hvort veiran fannst við kjarnefnismögnun (PCR) í lok meðferðar (svörun við meðferðarlok) og sex mánuðum eða lengur eftir meðferðarlok (varanleg svörun). Niðurstöður: Upplýsingar fengust um 26 sjúklinga, 13 konur og 13 karla. Tuttugu og einn sjúklingur var sprautufíkill, tveir smituðust við blóðgjafir og um þrjá skorti upplýsingar um smit. Fjórir luku ekki meðferð vegna lakrar meðferðarheldni. Af 26 svöruðu átta (31%) meðferð við meðferðarlok (fimm konur og þrír karlar), þar af sýndu sex (23%) varanlega svörun (fjórar konur og tveir karlar). Ekki var munur á aldri, lifrarsýnum eða lifrarprófum milli hópa. Þeir sem sýndu varanlega svörun höfðu að meðaltali verið sýktir nokkrum árum skemur en aðrir í hópnum. Ályktanir: Interferonmeðferð við lifrarbólgu C ber árangur hjá hluta sjúklinga. Árangur meðferðarinnar á Islandi er sambærilegur við það sem þekkist annars staðar. E 46 Faraldsfræði blóð- og miðtaugakerfissýkinga með pneumókokkum á íslandi. Yfirlit 20 ára Magnús Gottfreðsson, Helga Erlendsdóttir, Már Kristjánsson, Sigurður Guðmundsson, Karl G. Kristinsson Frá Landspftala Hringbraut, landlæknisembættinu, læknadeild HI Netfang: helgaerl@rsp.is Inngangur: Pneumókokkar (Streptococcus pneumoniae) eru al- gengasta orsök lungnabólgu og önnur algengasta orsök heila- himnubólgu á íslandi. Faraldsfræði þessara sýkinga hérlendis hefur ekki verið könnuð fyrr á landinu öllu meðal allra aldurshópa. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir skrár á sýklarannsóknadeildum Landspítala Hringbraut og Fossvogi, frá 1980 til ársloka 1999. Safn- að var upplýsingum um jákvæðar blóð- og mænuvökvaræktanir fyrir S. pneumoniae á þessu 20 ára tímabili. Dagsetning sýkingar og aldur sjúklinga voru skráð. Dánardagur var fundinn samkvæmt upplýsingum í þjóðskrá. Dauðsföll er áttu sér stað innan sjö daga frá greiningu voru skráð og notuð við útreikninga á dánartíðni. Niðurstöður: Á tímabilinu greindist 651 blóð- og miðtaugakerfis- sýking á landinu (utan FSA). Nýburar voru fimm, önnur böm undir 16 ára voru 184 og fullorðnir 462. Nýgengi reiknaðist 9,4 á 100.000 á ári fyrri 10 árin, en jókst í 16 á 100.000 á ári seinni 10 árin. Sýkingar greindust tvöfalt oftar um jól og áramót en á öðrum árstímum. Dánartíðni nýbura var há, þrír af fimm létust, en önnur böm höfðu góðar horfur (eitt lést af 192). Meðal fullorðinna undir 65 ára aldri létust 5,6% innan viku, en meðal þeirra sem voru yfir 65 ára létust 14,7%. Dánartíðni var hæst fyrsta sólarhringinn frá greiningu. Ekki var marktækur munur á dánartíðni þeirra sem voru með blóð- sýkingu eingöngu eða heilahimnubólgu (10,8% á móti 12%). Dán- artíðni á fyrri hluta tímabilsins (1980-1989) var 11,3% en 10,6% á því seinna (1990-1999). Umræða: Nýgengi alvarlegra sýkinga af völdum pneumókokka virðist fara vaxandi. Ekki er unnt að sjá lækkun á nýgengi innan hópsins frá því að bólusetning var tekin upp fyrir tæpum áratug. At- hygli vekur að horfur þessara sjúklinga virðast ekkert hafa batnað síðastliðna tvo áratugi. E 47 Tækifærissýkingar í kjölfar hratt lækkandi ANCA títers meðal sjúklinga með ANCA-jákvæða æðabólgu Runólfur Pálsson’'2, Hyon K. Choi3, John L. Niles24 Frá 'nýrnadeild Landspítala Hringbraut, 2nýrnadeild, ’gigtardeild, lyflækningadeild og 4meinafræðideild Massachusetts General Hospital, Boston, Bandankjunum Netfang: runolfur@rsp.is 34 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.