Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Blaðsíða 45

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Blaðsíða 45
ÁGRIP ERINDA / XIV. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA Efniviður og aðferðir: Rannsóknarþýði var þeir sem nrættu að minnsta kosti einu sinni í hóprannsókn Hjartaverndar í fyrsta til fimmta áfanga frá 1967-1991,9.045 karlar og 9.713 konur. Karlarnir voru 33-79 ára en konurnar 34-81 árs. Dánarorsakir og dánardægur fram til ársloka 1992 voru fengin frá Hagstofu íslands. Fastandi blóðsykri (háræðaheilblóð) var skipt í þrjá flokka: 1. <6,5 mmól/1,2. 6,5-8,0 mmól/1 og 3. >8,0 mmól/1. Reiknuð var hlutfallsleg áhætta kransæðadauða og dauða af öllum orsökum eftir leiðréttingu fyrir þekktum áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Niðurstöður: Áttatíu karlar og 52 konur höfðu fastandi blóðsykur 6,5-8,0 mmól/1 (flokkur 2) og 70 og 34 yfir 8 mmól/1 (flokkur 3). Hlutfallsleg áhætta fyrir kransæðadauða var 1,5 (p=0,l) fyrir karla og 4,3 (p<0,001) fyrir konur í flokki 2 og 2,7 (p<0,001) fyrir karla og 2,0 (p=0,17) fyrir konur í flokki 3. Hlutfallslega áhætta fyrir heildar- dánartíðni var 1,6 (p=0,005) fyrir karla og 1,8 (p=0,04) fyrir konur í flokki 2 og 2,5 (p<0,001) fyrir karla og 1,2 (p=0,65) fyrir konur í flokki 3. Ályktanir: Eftir að hafa tekið tillit til hefðbundinna áhættuþátta, hef- ur fastandi blóðsykur >6,5 mmól/1 í för með sér tvöföldun á dánar- tíðni. Áætla má að fastandi blóðsykur (háræðaheilblóð) >6,5 mmól/1 stytti ævilengd 55 ára einstaklings um 5,5 ár umfram það sem orsakast af hefðbundnum áhættuþáttum. Þetta hefur þýðingu varðandi skim- un en frekari úrvinnslu er þörf með tilliti til nákvæms greinimarks og þess hvort blóðsykur eftir álag gefi frekari upplýsingar. E 71 Gegnflæði og efnaskipti prostaglandín E2 í mannafylgju A.P.N. Greystoke', R.W. Kelly2, S.C. Riley', Rafn Benediktsson3 Frá 'Dpt of Obstetrics and Gynaecology and :MRC Reproductive Biology Unit, Centre for Reproductive Biology, University of Edinburgh, Edinburgh, Scotland, ’Landspítala Fossvogi Netfang: rafnbe@shr.is Inngangur: Prostaglandín eru lykilhormón í lífeðlisfræði fæðingar og fósturþroska. Pau hafa áhrif á blóðrás fósturs, samdrátt legvöðva og æðar fósturs. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna efna- skipti og gegnflæði prostaglandín E2 í heilbrigðum mannafylgjum. Efniviður og aðferðir: Sex fylgjur frá eðlilegum fæðingum um leg- göng voru fluttar með hraði á rannsóknastofu þar sem heillegur fósturskúfur var einangraður. Stungið var á æðabelgsæðar fylgjunn- ar annars vegar og samsvarandi svæði móðurmegin og komið af stað tvíhliða gerviblóðrás innan 10 mínútna frá fæðingu. Eftir 40 mínútna aðlögunartíma var PGE2 bætt í móðurblóðrás eingöngu. Sýni voru síðan tekin úr útflæði bæði móður- og fósturblóðrásar. Magn PGE2, PGFí,, og umbrotsefnanna PGEM og PGFM var mælt með ELISA. Lífvænleiki vefjanna var metinn með hefðbundnum aðferðum. Tjáning ensímsins 15-hydroxyprostaglandin dehydro- genase (PGDH, tegund 1) var metin með sértækum mótefnum. Niðurstöður: PGE: og PGF:a var hvort tveggja seytt í móður- og fósturblóðrás en þó í ríkari mæli í fósturblóðrás. Þó PGE2, væri bætt í móðurblóðrásinni varð engin aukning á PGE2 í fósturblóðrás en hins vegar jókst styrkur PGEM, sérstaklega í móðurhluta en einnig í fósturblóðrás. Engin umbreyting varð á PGE2 í PGFjc. Tjáning PGDH var takmörkuð við samfrymisnæriþekju. Ályktanir: Staðsetning PGDH er ákjósanleg til þess að skilja að efnaskipti PGE2 móður- og fósturblóðrás. Fóstrið hefur því væntan- lega sitt eigið samvægi og breytingar á prostaglandínum í móður- blóðrás hafa lágmarksáhrif á fóstur. E 72 Meðhöndlun þungaðra rottna með sykursterum breytir vefjagerð og lífeðlisfræði æða afkvæmanna þegar við burðarmál Hafsteinn Freyr Hafsteinsson', C.J. Kenyon2, P. Hadoke2, J.R. Seckl2, Rafn Benediktsson'3 Frá ‘læknadeild HÍ, -’Western General Hospital, Edinburgh, Scotland, 'Landspítala Fossvogi Netfang: rafnbe@shr.is Inngangur: Meðhöndlun þungaðra rotta með sykursterum dregur úr vexti fóstranna. Þetta boðritar auk þess háþrýsting í afkvæmun- um en það hefur einungis verið metið á fullorðinsárum. Meinmynd- un boðritunarinnar er óljós en hugsanlega truflast þroski og vöxtur æðakerfisins. Þessi rannsókn miðaði að því að i) kanna vefjagerð æða afkvæmanna um burðarmál og ii) meta starfsemi æða afkvæm- anna um burðarmál með mælingu á blóðflæðihraða og sértækri samdráttarsvörun. Efniviður og aðferðir: Þungaðar rottur voru meðhöndlaðar daglega með dexametasóni lOOpg/kg s.c. Samanburðarhópur var meðhöndl- aður með saltvatni í stað dexametasóns. Á 21. degi þungunar (burð- armál) var gerður lendaskurður eftir svæfingu og blóðflæðihraði í ósæð metinn með ómskoðun (8 MHz doppler nemi). Metin voru eitt til fimm afkvæmi hverrar móður (n=7 í hvorum hópi) og meðal- blóðflæðihraði hvers fósturs tekinn sem meðaltal 20 slagbila. Einn- ig voru afkvæmi úr hvorum hópi vefsteypt með dreypi formalíns í æð. Þversneið úr ósæð var síðan lituð með H&E litun auk Millers sérlitunar fyrir elastín. Magn elastíns í hverri æð var metið með að- stoð tölvuvæddrar smásjár. Samdráttarsvörun ósæðarbúta in vitro (myograph) við noradrenalíni (NA), AVP, angíótensínll (AII) og KCl var einnig metin (n=8-12). Niðurstöður: Blóðflæðihraði í ósæð afkvæma mæðra sem með- höndlaðar voru með dexametasóni var marktækt hærri en í saman- burðarhópi (7,15±0,38 sm/sek og 4,65±0,49 sm/sek; p<0,002). Þykkt elastíns í halaslagæðum afkvæma dexametasón meðhöndlaðra mæðra var marktækt minni en í samanburðarhópi (2,48±0,38 míkróm og 2,87±0,20 míkróm; p=0,04). Samdráttur ósæðarbúta eftir AII og AVP (en ekki e. NA eða KCl) var marktækt meiri í tilraunahópi (p<0,001). Ályktanir: Meðhöndlun þungaðra rottna með dexametasóni veldur breytingum á lífeðlisfræði æða afkvæmanna þegar um burðarmál. Vefjagerð æða afkvæmanna er einnig breytt strax um burðarmál. Líklegt er að þetta hafi þýðingu fyrir meinmyndun háþrýstings. E 73 Lágt dehýdróepiandrósterón (DHEA) í sermi hjá konum með heilkenni Sjögrens Sigríöur Þ. Valtýsdóttir', Björn Guöbjörnsson' 3, Leif Wide2, Roger Hállgren' Frá 'gigtardeild og "rannsóknarstofu í blóðmeinafræöi við Háskólasjúkrahúsið í Uppsölum, Svíþjóð, 'rannsóknastofu í gigtarsjúkdómum Landspítala Hringbraut Netfang: sigridur.valtysdottir@medicin.uu.se Inngangur: Truflun á jafnvægi hormónabúskaps sjúklinga með bólgusjúkdóma er vel þekkt. Ennfremur eru þekkt áhrif kvenhorm- óna á sjúkdómsgang margra sjálfsónæmissjúkdóma. Hver áhrif hormóna á sjúkdómsmynd sjúklinga með heilkenni Sjögrens eru hefur lítið verið rannsakað. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hypothalamic-pituitary-adrenal öxulinn hjá sjúklingum með heilkenni Sjögrens, sérstaklega með tilliti til andrógena. Efniviður og aöferðir: Rannsóknarþýðið voru 10 konur, meðalald- ur 54 ár (44-69 ára), með heilkenni Sjögrens samkvæmt Kaup- Læknablaðið 2000/86 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.