Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Qupperneq 17

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Qupperneq 17
ÁGRIP ERINDA / XIV. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA Inngangur: Erlendar rannsóknir hafa bent til tengsla milli stærðar við fæðingu og efnaskiptavillu (ESV eða Metabolic Syndrome X). Markmið okkar var að rannsaka þessi tengsl hér á landi en tíðni efnaskiptavillu var einnig könnuð. Efniviður og aðferðir: Úrtakið var 2.423 karlar og 2.405 konur sem fædd voru í Reykjavík og nágrenni 1914-1935 og tóku þátt í hóp- rannsókn Hjartaverndar 1967-1997. Upplýsingum um þyngd og lengd við fæðingu var safnað úr skýrslum ljósmæðra á Þjóðminja- safni. Blóðsykur var mældur 90 mínútum eftir inntöku 50g af glúkósa. Hæð og þyngd voru mæld auk blóðþrýstings og blóðfitu. Öðrum upplýsingum var safnað með aðstoð spurningalista. Efna- skiptavilla var skilgreind sem skert sykurþol (90 mínútna sykur >7,8 mmól/L) eða sykursýki (fastandi sykur >7,0 eða 90 mínútna sykur- þolspróf >11,1 eða áður greind sykursýki af gerð 2 samkvæmt spurningalista) ásamt tvennu af eftirfarandi: Blóðþrýstingur >140/90 mmHg, þríglýseríð >1,7 mmól/1 eða líkamsþyngdarstuðull (kg/m2) >30. Einstaklingar með sykursýki af gerð 1 og tvíburar voru undanskildir. Niðurstöður: Tafla I sýnir tíðni efnaskiptavillu íslandi eftir kyni og aldri. Tafla I. Tíðni efnaskiptavillu. 33-46 ára 46-55 ára 56-65 ára Karlar 1,0% 4,9% 6,3% Konur 0,8% 1,7% 3,0% í heild var ekki marktækur munur á líkamsvísum við fæðingu (þyngd, lengd eða ponderal index) þeirra einstaklinga sem skil- greindir voru með efnaskiptavillu og annarra, utan lengd karla (ESV 51,9 sm ± 2,1 (meðaltal ± staðalfrávik) og samanburðarhópur 52,7 sm ± 2,5; p<0,003). I áðurnefndum aldurshópum sést einungis marktækur munur á lengd við fæðingu hjá körlum 46-55 ára (ESV 52,0 sm ± 2,0 og samanburðarhópur 52,6 sm ± 2,5; p<0,02). Alyktanir: Efnaskiptavilla verður algengari með hækkandi aldri á Islandi og er algengari hjá körlum. Líkamsvísar við fæðingu virðast tengjast efnaskiptavillu að einhverju leyti. E 08 Horfur sjúklinga sem gengust undir hjartaþræðingu á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1991-1997 Jón Magnús Kristjánsson', Karl Andersen2, Kristbjörn Reynisson3, Jón Guðmundsson3, Guðmundur Oddsson2 Frá 'læknadeild HÍ, :hjartadeild og 'röntgendeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Netfang: andersen@shr.is Inngangur: Hjartaþræðingar eru notaðar til að greina umfang kransæðasjúkdóms og meta horfur kransæðasjúklinga. Við könn- uðum breytingu á útbreiðslu kransæðasjúkdóms meðal sjúklinga sem gengust undir hjartaþræðingu á Borgarspítala/Sjúkrahúsi Reykjavíkur frá 1991-1997 og athuguðum hvernig útbreiðsla krans- æðasjúkdóms hafði áhrif á eins árs dánartíðni. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin nær til allra sjúklinga sem geng- ust undir hjartaþræðingu á árunum 1991 til og með 1997. Upplýs- ingar um dauðsföll á fýrsta ári eftir hjartaþræðingu fengust frá dán- armeinaskrá Hagstofu íslands. Niðurstöður: Á árunum 1991-1997 voru framkvæmdar 2.003 hjarta- þræðingar á Borgarspítala /Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Konur voru 594 (29,7%) en karlar 1.409 (70,3%). Meðalaldur sjúklinga var 60,6±10,0 ár. Alls voru 385 (19,2%) með eðlilegar kransæðar og auk þess var 201 (10,1%) með ómarkverð þrengsli. Að auki voru 500 (25,0%) með einnar æðar sjúkdóm, 388 (19,4%) með tveggja æða sjúkdóm, 414 (20,7%) með þriggja æða sjúkdóm og 115 (5,7%) með þrengsli í vinstri höfuðstofni. Eins árs dánarhlutfall sjúklinga var 2,3% á rannsóknartímabilinu. Dánarhlutfall jókst með vaxandi kransæðasjúkdómi (p<0,001) og minnkandi útfallsbroti vinstri sleg- ils (p<0,01). Útbreiðsla kransæðasjúkdóms minnkaði marktækt eft- ir því sem leið á rannsóknartímabilið (p<0,001) jafnframt því sem meðalútfallsbrot vinstri slegils jókst (p<0,05). Eins árs dánarhlutfall breyttist ekki marktækt á rannsóknartímabilinu. Ályktanir: Dánarlíðni sjúklinga jókst með vaxandi útbreiðslu kransæðasjúkdóms og versnandi starfsemi vinstri slegils. Umfang kransæðasjúkdóms minnkaði frá 1991-1997 hjá þeim sem komu til hjartaþræðingar. Þetta endurspeglar að okkar mati aukna notkun hjartaþræðinga til sjúkdómsgreiningar. E 09 Samanburður á meðferð og horfum sjúklinga eftir bráða kransæðastíflu á Landspítalanum og Sjúkrahúsi Reykjavíkur árið 1996 Jón Magnús Kristjánsson', Karl Andersen2 Frá 'læknadeild HÍ, 'hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Netfang: andersen@shr.is Inngangur: Horfur sjúklinga eftir bráða kransæðaslíflu fara að hluta eftir þeirri meðferð sem þeim er veitt annars vegar með lyfjum og hins vegar með íhlutandi aðgerðum. Á íslandi eru kransæðavíkkan- ir og hjáveituaðgerðir aðeins framkvæmdar á Landspítalanum. Við bárum saman meðferð og horfur sjúklinga með brátt hjartadrep ár- ið 1996 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur (SHR) annars vegar og Landspít- alanum (LSP) hins vegar. Efniviður og aðferðin Upplýsingum var safnað afturskyggnt um alla sjúklinga sem fengu greininguna brátt hjartadrep á Landspítal- anum og Sjúkrahúsi Reykjavíkur árið 1996. Dánartíðni, fjöldi end- urinnlagna vegna hjartasjúkdóma og notkun kransæðavíkkana eða hjáveituaðgerða á fyrsta ári eftir innlögn var borin saman milli sjúkrahúsanna. Niðurstöður: Eins árs dánarhlutfall á Landspítalanum var 17,7% en 20,8% meðal sjúklinga á Sjúkrahúsi Reykjavíkur (p=0,55). Sjúk- lingar á Landspítalanum útskrifuðust í 82% tilvika á asetýlsalisýl- sýru og í 68% tilvika á þ-hemli á móti 71 % og 57% tilvika á Sjúkra- húsi Reykjavíkur (p=0,021 og p=0,028). Hins vegar útskrifuðust sjúklingar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í 29% tilvika á kalsíumhemli og í 76% tilvika á nítrötum borið saman við 16% og 51% á Land- spítalanum (p=0,004 og p<0,001). Ekki reyndist munur á notkun segaleysandi lyfja, angíótensín converting ensímhemla, dígoxíns, þvagræsilyfja eða lyfja við hjartsláttartruflunum. Sjúklingar á Land- spítalanum fóru í 37,3% tilvika í kransæðavíkkun innan árs frá kransæðastíflu á móti 11,7% tilvika á Sjúkrahúsi Reykjavíkur (p<0,001). Ekki reyndist munur á tíðni kransæðahjáveituaðgerða innan eins árs. Umræða: Ekki reyndist tölfræðilega marktækur munur á eins árs dánartíðni sjúklinga á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og á Landspítalanum árið 1996 þrátt fyrir meiri notkun kransæðavíkkana, asetýlsalisýl- sýru og þ-hemla á Landspítalanum. Þessi munur kallar á aukna samhæfingu í starfsemi hjartadeilda sjúkrahúsanna og gerð klín- ískra leiðbeininga. Læknablaðið 2000/86 17

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.