Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Blaðsíða 30

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Blaðsíða 30
ÁGRIP ERINDA / XIV. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA Ályktanir: Rannsóknin staðfestir tengsl milli mígrens og óhvattra stað- og alfloga hjá börnum. Sýnt er fram á að tengslin eru bundin við mígren með fyrirboða. Niðurstöður benda til orsakasamhengis og styðja að mígren með fyrirboða hafi aðra grundvallarmeingerð en mígren án fyrirboða. E 36 Hlutverk anterograd axoplasmic transport í myndun rangra taugaboða í kjölfar þverskurðar á skyntaugum Aðalsteinn Arnarson, M. Michaelis, W. Janig Frá Physiologie der Christian-Albrechts-Universitát zu Kiel, 24098 Kiel, Þýskalandi Netfang: aarnarson@hotmail.com Markmið: Þverskurður á taugaþráðum úttaugar truflar anterograd axoplasmic transport á þann veg að prótín frumuhimnunnar hlaðast upp við nærliggjandi enda sundurskorna taugaþráðarins. Upp- hleðsla slíkra prótína í frumuhimnuna gæti átt þátt í myndun rangs næmis í sundurskornum skyntaugum. Efniviður og aðferðir: Til að rannsaka hlutverk axoplasmic trans- port framkvæmdum við tilraunir á tveimur hópum af karlkyns Wistar rottum. í hópi I var bundið um vinstri N. suralis og hún þá skorin í sundur rétt við ökkla. Á þennan veg gátu prótínin hlaðist upp við nærliggjandi hluta sundurskorna taugaendans. Taugaboð voru mæld í sem minnstum taugaknippum, 3-16,44-62,73,5-85 eða 306-316 klukkustundum eftir þverskurð taugar. Niðurstöður: Mekanískt áreiti við nærliggjandi taugaendann örvaði vaxandi hlutfall Aþ-taugaþráða því lengra sem leið frá þverskurði (23/202 [11%], 86/250 [34%], 58/209 [28%] og 69/267 [26%] og í *2- prófi er p<0,001, ef fyrstu tveir flokkarnir eru bornir saman); ekki var hægt að örva neinn Aþ-taugaþráð með hita- eða kuldaáreiti. Á meðal sundurskorinna C-taugaþráða voru 3-13% sem svöruðu mekanísku áreiti og 1-5% voru næmir fyrir hita- eða kuldaáreiti; ekki var tölfræðilega marktækur munur á fjölda örvaðra tauga- þráða í þessum flokkum. I hópi II var N. ischiadicus skorinn í sund- ur og fjærliggjandi endi sundurskornu taugarinnar örvaður 17-25 stundum síðar. Þar sem skorið var á anterograd axoplasmic trans- port mátti gera ráð fyrir að engin prótín hefðu náð frá frumukjarna til taugaskaðans. Nú voru 1/260 (0,4%) Aþ- og 1/252 (0,4%) C- taugaþræðir örvaðir með mekanísku áreiti. Þetta er tölfræðilega marktækur munur frá hóp I (p<0,001, x2-próf). Hita- eða kulda- næmi var til staðar í 8/187 (4,3%) C-taugaþráðum, sem ekki er marktækur munur frá hópi I. Ályktanir: Út frá þessum rannsóknum ályktum við að upphleðsla prótína, sem flutt eru með anterograd axoplasmic transport sé sér- staklega mikilvæg í myndun rangs næmis fyrir mekanískt áreiti, en síður mikilvæg fyrir myndun rangs næmis fyrir hita- eða kuldaáreiti. (Stutt af Deutsche Forschungsgemeinschaft [DMG], Mi 457/2-1). E 37 Magatæmingarannsókn með ísótópatækni, stöðlun og ákvörðun viðmiðunargilda Sigurbjörn Birgisson, Eysteinn Pétursson Frá rannsóknarstofu í meltingarsjúkdómum og ísótóparannsóknum Landspítala Hringbraut Netfang: sigurbjb@rsp.is Inngangur: Magatæmingarannsókn með ísótópatækni (gastric emptying scintigraphy) telst besta aðferðin til að meta sjúklinga með einkenni um skerta magatæmingu og áhrif lyfja á tæmingu magans. Staðla þarf aðferðina á hverri stofnun áður en hún er notuð til rannsókna eða í læknisfræðilegum tilgangi. Aðferðin hefur ekki verið stöðluð á Islandi. Tilgangur rannsóknarinnar var að staðla að- ferðina og ákvarða viðmiðunargildi. Efniviður og aðferðir: Tuttugu og fimm heilbrigðir sjálfboðaliðar (14 karlar), meðalaldur 38 ár (bil 20-62 ár). Magatæmingarannsóknin var framkvæmd á svipaðan hátt og áður hefur verið lýst (Am J Gastroenterol 1995; 90: 869). Máltíð; eggjasamloka (332 kaloríur, 16g fita, 16g prótín og 31g kolvetni), merkt með 0,3mCi WmTc-tin colloid, ásamt 200 ml vatns er snædd innan 10 mínútna. Strax að lok- inni máltíðinni og síðan á 15 mínútna fresti er kviðurinn myndaður í uppréttri stöðu að framan og aftan með gammamyndavél í um fjórar klukkustundir. ísótópavirka svæðið svarandi til magans er afmarkað með aðstoð tölvu og ísótópavirkni magasvæðisins mæld fyrir hverja mynd og virknin leiðrétt fyrir rúmfræðilegum breytingum og eðlis- lægri minnkun á virkni ísótópsins með tímanum. Niðurstöður: Það tók að meðaltali 7,3 mínútur (bil 3-11 mínútur) að Ijúka máltíðinni. Miðgildis helmingartími magatæmingar (tm) var 95 mínútur (21,0), 90 percentíli og 95 percentfli var 120 og 132 mín- útur. Eftir 120 mínútur voru að meðaltali 33,4% (13,7) eftir í mag- anum, 90 percentfli og 95 percentfli var 50% og 56%. Enginn mark- tækur munur var á magatæmingu karla og kvenna. Ályktanir: Rannsókn á magatæmingu fastrar fæðu með ísótópa- tækni hefur verið stöðluð og viðmiðunargildi fyrir bæði kynin feng- in. Niðurstöðurnar eru í samræmi við erlendar rannsóknir þar sem svipuð aðferð er notuð. E 38 Af hverju „speglum" við meltingarveginn? Bergþór Björnsson’ 2, Kristín Ólafsdóttir', Kjartan B. Örvar', Ásgeir Böðvarsson3, Ásgeir Theodórs2 Frá 'meltingarsjúkdómadeild St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, 'læknadeild HÍ. 'Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík Netfang: bergthb@hi.is Inngangur: Það er vel þekkt að sjúkdómar í efri meltingarvegi gefa oft óljós einkenni og klínískar greiningar þeirra eru því erfiðar. Til- gangur þessarar rannsóknar var að kanna samsvörun á milli klín- ískra greininga tilvísandi lækna og þeirra greininga sem fengust með holsjárskoðun. Auk þess var athugað hvaða einkenni voru al- gengust hjá þeim sjúklingum sem gengust undir holsjárskoðanir á efri hluta meltingarvegar. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var framskyggn og náði til 1.160 holsjárskoðana, sjúklingar voru á aldrinum 5-98 ára. Sjúklingar gengust allir undir holsjárskoðun á efri hluta meltingarvegar annað hvort á meltingarsjúkdómadeild St. Jósefsspítala, Hafnarfirði (960) eða á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík (200) frá júlí 1998 til mars 2000. Sjúklingar komu til skoðunar vegna tilvísana frá læknum eða að eigin frumkvæði. Niðurstöður: Unnt var að meta niðurstöður 821 skoðunar (70,8%), karlar voru 374 (45,6%) en konur voru 447 (54,4%), meðalaldur var 54,4 ár. Algengustu ástæður holsjárskoðunar voru vélindabólgur vegna bakflæðis 346 (42,1%), þindarslit 222 (27%) og magabólgur 217 (26,4%). Algengustu niðurstöður holsjárskoðunar voru, þind- arslit 370 (45,1%), magabólgur 197 (24%) og vélindabólgur vegna bakflæðis 201 (24,5%). Eðlilegar skoðanir voru 155 (18,9%). Af klínískt greindum vélindabólgum vegna bakflæðis voru 41,9% stað- fest við holsjárskoðun. Af klínískt greindum þindarslitum voru 67,6% staðfest og af klínískt greindum magabólgum voru 48,4% staðfestar við holsjárskoðun. Algengustu einkenni sem leiddu til holsjárskoð- 30 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.