Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Blaðsíða 16

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Blaðsíða 16
ÁGRIP ERINDA / XIV. ÞING FÉLAGS (SLENSKRA LYFLÆKNA Ályktanir: ísetning gangráðsvírs af misgáningi í vinstri slegil eykur hættu á segamyndun og mögulega segareki. Fjarlæging vírsins með aðgerð er líklega besti meðferðarkosturinn þó blóðþynningarmeð- ferð með warfaríni geti verið nægileg í sumum tilfellum. E 04 Notkun blóðþynningarlyfja hjá sjúklingum með gáttatif Ingibjörg J. Guðmundsdóttir', Kristján O. Helgason2, Emil L. Sigurðsson2, Davíð O. Arnar' Frá 'lyflækningadeild Landspítalans, 'Heilsugæslustöðinni Sólvangi Hafnarfirði Netfang: ingijona@rsp.is Inngangur: Gáttatif er algengasta viðvarandi hjartsláttartruflunin. Sjúklingar með gáttatif eru í verulega aukinni hættu á að fá segarek en sýnt hefur verið fram á að blóðþynning með warfaríni geti dregið úr þeirri áhættu. Magnýl dregur lítillega úr hættu á segareki en er engan veginn eins öflugt í því skyni og warfarín. Áhættuþættir fyrir segareki hjá sjúklingum með gáttatif eru: aldur yfir 65 ára, háþrýst- ingur, sykursýki, fyrri saga um heilaáfall auk stækkaðrar vinstri gáttar og skerts vinstri slegils metið með ómskoðun. Blóðþynning- armeðferð gagnast sérstaklega sjúklingum með einn eða fleiri ofan- talinna áhættuþátta. Efniviður og aðferðir: Nú fer fram könnun á notkun warfaríns og magnýls hjá sjúklingum með þekkt gáttatif sem leituðu á bráðamót- töku Landspítalans eða var fylgt eftir á Heilsugæslustöðinni Sól- vangi Hafnarfirði. Auk lyfjanotkunar voru kannaðir áhættuþættir fyrir segareki og frábendingar fyrir notkun blóðþynningarlyfja. Niðurstöður: Frumniðurstöður fyrstu 35 sjúklinganna (19 karla og 16 kvenna, meðalaldur 75 ár) af bráðamóttöku Landspítalans sýndu að 22 voru í langvinnu gáttatifi en 13 höfðu gáttatif í köstum. Alls voru 20 sjúklinganna (57%) á warfarínblóðþynningu og höfðu allir að minnsta kosti einn áhættuþátt fyrir segareki. Af 15 sjúkling- um sem voru ekki á warfarínblóðþynningu höfðu 13 áhættuþætti fyrir segareki, fimm þeirra höfðu klára frábendingu fyrir blóðþynn- ingu. Átta þeirra sjúklinga sem ekki tóku warfarín tóku magnýl. Frekari niðurstöður verða kynntar á lyflæknaþingi. Ályktanir: Þessar frumniðurstöður benda til að nokkuð vanti á að sjúklingar með gáttatif og áhættuþætti fyrir segareki séu á fullnægj- andi blóðþynningu. E 05 Purkinje kerfið og sleglatakttruflanir tengdar blóðþurrð og endurflæði í tilraunamódeli Davíð O. Arnar, James B. Martins Frá Landspítala Hringbraut og University of Iowa Hospitals and Clinics, Iowa City, USA Netfang: davidar@rsp.is Inngangur: Sleglahrina (VT) sést gjarnan við blóðþurrð í hjarta- vöðva og eftir endurflæði (reperfusion) í kjölfar blóðþurrðar. Til- gangur þessarar rannsóknar var að kanna hlutverk Purkinje kerfis- ins í myndun sleglatakttruflana með því að nota sérhannaðan út- búnað til kortlagningar á uppruna og tegund sleglahrinu. Efniviður og aðferðir: Framveggsæð hjartans (LAD) var lokað með lykkju í fullvöxnum hundum eftir að nálum með elektróðum hafði verið komið fyrir á áhættusvæðinu fyrir blóðþurrð. Alls var 21 nál sett í hjartavöðvann og skráði hver nál sex tvískauta hjartarit. Þessi 126 hjartarit voru síðan notuð til að kortleggja uppruna og orsök sleglatakttruflana með aðstoð tölvuforrits. Eftir lokun á framveggsæð hjartans voru allar sleglahrinur á 30 mínútna tímabili skráðar. í öðr- um tilraunahópi var framveggsæð hjartans lokuð í 20 mínútur og síðan opnað fyrir flæði aftur og allar takttruflanir skráðar. Sleglahrina af Purkinje uppruna var skilgreindur sem sleglahrina með stað- bundnum endocardial uppruna þar sem Purkinje merki sást fyrir framan vöðva á því hjartariti sem sýndi fyrstu virkni í sleglahrinu. Niðurstöður: Af 48 hundum þar sem sleglahrina við blóðþurrð var könnuð sáust 25 sleglahrinur í 18 dýrum (37,5%). RR bil var 265±17 ms. Hjá 15 (60%) var fyrsta rafvirkni upphafskomplexsins í Purk- inje kerfinu. Aðeins þrjár sleglahrinur fóru yfir í sleglaflökt (VF). Áttatíu og átta af hundraði höfðu staðbundinn uppruna. Við endur- flæði höfðu 19 af 23 dýrum (82,6%) sleglahrinu með RR bil 214±2 ms. Ellefu af 19 urðu að sleglaflökti. Allt sleglaflökt sem sást hafði staðbundinn uppruna þó svo að hringsól sæist í nokkrum viðhalds- komplexum takttruflananna. Ályktanir: Þessar niðurstöður benda til þess að Purkinje kerfið gegni mikilvægu hlutverki við tilurð sleglatakttruflana sem sjást bæði við blóðþurrð og endurflæði eftir að lokuð kransæð hefur opn- ast og að staðbundinn uppruni þessara takttruflana sé algengur. E 06 Þegar frábending verður ábending. Áhrif metaprólóls á dánartíðni hjartabilunarsjúklinga Guðmundur Þorgeirsson1'2, Axel Sigurðsson' 2, Ásgeir Jónsson', Gestur Þorgeirsson', fyrir hönd MERIT-HF rannsóknarhópsins Frá 'lyflækningadeild Landspítalans, 'göngudeikl Landspítalans fyrir blóðþrýsting og blóðfitumælingar Netfang: gudmth@rsp.is Inngangur: Sýnt hefur verið fram á að betablokkarinn metóprólól bætir klínískt ástand sjúklinga með langvinna hjartabilun. Áhrif á lífshorfur hafa ekki verið eins rækilega rannsökuð. Markmið þess- arar rannsóknar var að kanna áhrif metaprólóls á dánartíðni hjarta- bilunarsjúklinga sem fá hefðbundna hjartabilunarmeðferð. Efniviður og aðferðir: Skilyrði til þátttöku var klínísk greining hjartabilunar, NYHA flokkar II-IV og útstreymisbrot 0,40 eða minna. Alls var 3.991 sjúklingur tekinn inn í rannsóknina og voru allir í stöðugu ástandi á hefðbundinni hjartabilunarmeðferð. Þeim var af handahófi skipt í tvo hópa og fékk annar hópurinn (n=1.990) metóprólól CR/XL í vaxandi skömmtm upp í 200 mg/dag, en hinn hópurinn (n=2.001) fékk sýndarlyf (placebo). Niðurstöður: Eftir eins árs meðferð að meðaltali var rannsóknin stoppuð vegna þess hve ávinningur af meðferðinni var afgerandi. Þannig var heildardánartíðni í meðferðarhópnum 7,2% en 11% í sýndarlyfshópnum. Hlutfallsleg áhætta var þannig 66% (95% CI 0,53-0,81; p=0,00009). Tilfellum skyndidauða fækkaði um 41% (p=0,00002) og dauðsföllum af völdum versnandi hjartabilunar um 49% (p=0,0023). Ályktanir: Meðferð með metóprólóli til viðbótar við hefðbundna hjartabilunarmeðferð bætir að marki horfur hjartabilunarsjúklinga með því að lækka heildardánartíðni, dánartíðni úr hjartasjúkdóm- um, skyndidauða og versnandi hjartabilun. E 07 Efnaskiptavilla á íslandi og tengsl við líkamsvísa við fæðingu Bryndís E. Birgisdóttir', Ingibjörg Gunnarsdóttir', Helgi Sigvaldason2, Gunnar Sigurðsson23, Guðmundur Þorgeirsson24, Inga Þórsdóttir', Vilmundur Guðnason2, Rafn Benediktsson23 Frá 'rannsóknastofu í næringarfræði við Landspítala og matvælafræðiskor HI, T ljartavcrnd, 'Landspítala Fossvogi, 'Landspítala Hringbraut Netfang: beb@hi.is 16 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.