Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Qupperneq 32

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Qupperneq 32
ÁGRIP ERINDA / XIV. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA ana voru uppmagálsverkir (405), brjóstsviði (324) og nábítur (162). Alyktanir: 1) Frekar lítið samræmi er milli ástæðna holsjárskoðana og niðurstaðna þeirra. 2) Einkenni um vélindabakflæði eru önnur algengasta ástæðan fyrir holsjárskoðun á efri hluta meltingarvegar. E 39 Holsjárskoðanir á efri meltingarvegi. Hver er þáttur vélindabakflæðis? Bergþór Björnsson'2, Kjartan B. Örvar’, Ásgeir Böðvarsson3, Ásgeir Theodórs' Frá 'meltingarsjúkdómadeild St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, 2læknadeild HÍ, ’Heilbrigðisstofnun Pingeyinga, Húsavfk Netfang: bergthb@hi.is Inngangur: Einkenni um bakflæðissjúkdóm í vélinda (GORD) eru algeng vandamál. Niðurstöður nýlegrar íslenskrar könnunar benda til þess að um 22% Islendinga hafi bakflæðiseinkenni. Líklegt er tal- ið að stórum hluta sýruhemjandi lyfja sé ávísað á sjúklinga sem hafa slík einkenni. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hversu stór hluti sjúklinga, sem vísað er til holsjárrannsókna, hefur bak- flæðissjúkdóm eða einkenni um bakflæði. Efniviður og aðferðir: Gerð var framskyggn skráning á holsjárskoð- unum á meltingarsjúkdómadeild St. Jósefsspítala, Hafnarfirði og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík frá júlí 1998 til mars 2000. Upplýsingum var safnað um einkenni og sjúkdómsgreiningu fyrir rannsókn (vinnugreiningu). Gerð var holsjárskoðun á sjúklingum og vélindabólgur greindar sjónrænt (gráða 1-4). Sýni voru aðeins tekin ef grunur var um vaxtarvillu (dysplasia) í vélindaslímhúð. Niðurstöður: Af 1.160 skráðum rannsóknum voru 960 gerðar á St. Jósefsspítala en 200 á Húsavík. A tímabilinu voru 1.423 holsjár- skoðanir gerðar á St. Jósefsspítala en 261 á Húsavík. Einkenni voru skráð í 897 tilfellum (77,3%), þar af voru karlar 384 (42,8%) en konur 513 (57,2%). Sjúklingarnir voru á aldrinum 5-98 ára og með- alaldur var 51,7 ár. Einkenni um vélindabakflæði höfðu 394 (43,9%), (232 brjóstsviða, 70 nábít og 92 bæði brjóstsviða og nábít). Vinnu- greining var skráð í 821 tilfelli, þar af vélindabólgur (reflux eso- phagitis) í 346. Vinnugreining var staðfest með holsjárskoðun í 145 (41,9%) þeirra. Ályktanir: 1) Liðlega 40% sjúklinga, sem vísað er til holsjárskoðun- ar hafa einkenni um vélindabakflæði. 2) Vélindabólgur eru stað- festar með holsjárskoðun hjá undir helmingi sjúklinga með ein- kenni. 3) Bakflæðislík meltingarónot og/eða vélindabakflæði sem ekki er staðfest með holsjárskoðun eru algeng vandamál. E 40 Holsjárómskoðun. Til sóknar á nýrri öld Ásgeir Theodórs Frá meltingarsjúkdómadeild St Jósefsspítala, Hafnarfiröi, speglanaeiningu lyflækningardeildar Landspítala Fossvogi Netfang: asgeir@stjo.is Inngangur: Holsjárómskoðun (endosopic ultrasonography, EUS) hefur verið í þróun síðustu 20 ár. Um er að ræða tvö tæknisvið, ann- ars vegar holsjárskoðun á meltingarvegi (speglun) og hins vegar ómskoðun, sem eru tengd saman í einn tækjabúnað. Undanfarin ár hefur verið lögð lokahöndin á tæknilegar útfærslur, sem gera það kleift að beita þessum tækjum í greiningu og meðferð sjúkdóma. Þessi tækni hefur nú haslað sér völl í læknisfræði með skýrar ábend- ingar, en ennþá er verið að athuga nýja notkunarmöguleika. Tæknin: Omkanna er komið fyrir í enda holsjárinnar. Með því að staðsetja ómkannann mjög nærri því sem skoða skal (til dæmis í vélinda, maga, skeifugörn eða endaþarmi) verður ómmyndin mjög skörp og færri þættir, svo sem loft trufla myndgæðin. Ómtæknin byggir á tvenns konar útfærslum. Annars vegar er um að ræða línu- lega ómun, þar sem ómmyndin er í sama fleti og lengdarás holsjár- innar, en hins vegar „radial“ ómun, sem gefur 360° flatarmynd, þvert á lengdarás holsjárinnar. Þannig sést í vélinda þvert á vélindavegg- inn og nærliggjandi líffæri. Hefðbundinn tækjabúnaður hefur hljóð- bylgjutíðnina 7,5,12 og 20MHz., en með sérstökum ómkanna (mini- probe) er mögulegt að beita ómun með tíðninni 12,20 og 30MHz. Sjúkdómsgreining: Auðvelt er að koma ómkannanum nálægt vegg líffærisins og aðgreina fimm vefjalög. Þetta gerir kleift að greina og stiga djúpvöxt æxlis inn í vegginn, en það hefur áhrif á frekari með- ferð. I vélinda er því auðvelt að greina æxlisvöxt, útbreiðslu í nær- liggjandi eitla og innvöxt í nálæg líffæri (til dæmis æðar). Rannsókn- in er nákvæmari en tölvusneiðmynd í að meta staðbundna út- breiðslu æxlisins. Sömu upplýsinga má jafnframt afla um æxli í maga, ristli og endaþarmi. Um holu líffærin má skoða briskirtil, gallganga og lifur með meiri nákvæmni en hingað til hefur verið mögulegt. Ómstýrt vefjasog með nál (fine needle aspiration, FNA) er mikilvæg viðbót við hefðbundna holsjárómun og reynist vel við greiningu á æxli í briskirtli og grunsamlegum eitlum fyrir og eftir lyfja- og/eða geislameðferð. Meðferð: Ómstýrt vökvasog með nál úr blöðruæxlum og sýndar- blöðru (pancreatic pseudocyst), er auðveld aðgerð með þessari tækni. Inndæling efna í taugar (rætur) til að framkvæma taugalýsu (neurolysis) er framkvæmd á mun auðveldari hátt en áður, með færri fylgikvillum og með betri árangri í verkjameðferð til dæmis vegna briskirtilskrabbameins. Með „lita Doppler" tækni má auð- veldlega greina æðar og forðast þær þegar ástunga er framkvæmd. Nýjungar: Með 30MHz. tíðni er mögulegt að sjá meiri lagskiptingu í þarmaveggnum (11 talsins) og greina með meiri nákvæmni inn- vöxt æxla, sem síðan má eyða með leysi eða slímhúðarskurði (endo- scopic mucosal resection, EMR). Þrívíddarómskoðun er á næsta leiti og gefur nákvæmari mynd af gallvega- og briskirtilæxlum (IDUS). Ómstýrð inndæling í briskirtilæxli með T-eitilfrumum (cytoimplant), adenóveiruferjum (vectors) og hátíðni eyðing (RFA) beinist að meðferð á staðbundnu krabbameini í briskirtli. Niðurlag: Holsjárómskoðun bætir til muna möguleikana á að greina og meðhöndla illkynja sjúkdóma í meltingarvegi. Hér skiptir máli að greina sjúkdóminn á byrjunarstigi. Betri stigun sjúkdómsins gerir meðferðina markvissari og vonandi árangursríkari. E 41 Mergskipti og eigin stofnfrumuflutningur. Árangur meðferðar íslenskra sjúklinga 1981-1999 Margrét Jensdóttir', Vilhelmína Haraldsdóttir2, Jóhanna Björnsdóttir3, Guömundur K. Jónmundsson4, Sigrún Reykdal3 Frá ‘læknadeild HÍ, 2blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítala Fossvogi, ’blóðfræðideild og 4barnadeild Landspítala Hringbraut Netfang: margjens@rsp.is Inngangur: Stofnfrumuflutningar hófust fyrst upp úr 1960 og hafa framfarir verið örar síðustu áratugi. Meðferðinni má skipta í tvo þætti: annars vegar beinmergskipti (BMT), þar sem stofnfrumur úr gjafa eru græddar í sjúkling eða eigin stofnfrumuígræðsla (SFI), þar sem stofnfrumur einstaklings sjálfs eru notaðar við meðferðina. Markmið rannsóknar var að kanna árangur meðferðar íslenskra sjúklinga sem farið hafa í beinmergskipti og eigin stofnfrumu- ígræðslu frá upphafi til ársloka 1999. 32 Læknablaðið 2000/86

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.