Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Qupperneq 15

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Qupperneq 15
ÁGRIP ERINDA / XIV. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA ÁGRIP ERINDA E 01 Reynsla af notkun hálfsjálfvirks rafstuðstækis við endurlífgun eftir hjartastopp utan sjúkrahúss á Akureyri og nágrenni 1997-1999 Jón Þór Sverrisson’, Hildigunnur Svavarsdóttir2 Frá 'lyflækninga- og -’slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri Netfang: jonthor@fsa.is Markmið: Á miðju ári 1997 var tekið í notkun hálfsjálfvirkt raf- stuðstæki í tveimur sjúkrabifreiðum Slökkviliðs Akureyrar til endurlífgunar utan sjúkrahúss. Áður höfðu 10 starfsmenn lokið ítarlegu námskeiði í notkun tækisins. Tilgangur þessarar rann- sóknar var að meta árangur af endurlífgun utan sjúkrahúss, þar sem hálfsjálfvirkt rafstuðstæki var notað frá miðju ári 1997 til ársloka 1999. Efniviður og aðferðir: Safnað var upplýsingum af sérstökum eyðu- blöðum, sem sjúkraflutningsmenn fylla út eftir hvert útkall vegna hjarta- og öndunarstöðvunar í samræmi við alþjóðlegar leiðbeining- ar. Farið var yfir sjúkraskýrslur þeirra sem lögðust inn á FSA og af- drif þeirra könnuð. Útkallstími var skilgreindur sem sá tími, sem líður frá því að boð berast Slökkvistöð Akureyrar, þar til neyðarbíll kemur á staðinn. Niðurstöður: Á þessu tímabili voru alls 25 útköll vegna hjarta- og öndunarstopps. Endurlífgun var reynd hjá 22 sjúklingum, allt karl- mönnum á aldrinum 27-88 ára, meðalaldur 68 ár. Átta sjúklinga (36%) tókst að endurlífga voru þeir lagðir inn á gjörgæsludeild. Sex sjúklingar (27%) lifðu áfallið af og voru útskrifaðir. Fjórtán sjúk- lingar (64%) voru í sleglatifi (ventricular fibrillation), sjö sjúklingar (32%) í rafleysu (asystole) og einn sjúklingur í samdráttarleysu (electromechanical dissociation). Af þeim sem lifðu af voru fimm í sleglatifi, en einn í rafleysu. í 16 tilfellum (73%) voru vitni að hjarta- stoppi. Meðalútkallstími var 4,5 mínútur. ÁlyktanÍK Árangur verður að teljast góður með 27% útskrifuð, þar sem í þessari rannsókn var aðeins um að ræða grunnendurlífgun og rafstuð. Úrtakið er hins vegar lítið og verður að hafa það í huga við túlkun á niðurstöðum. Stefnt er að því að bæta árangur frekar með komu læknis með þjálfun í sérhæfðri endurlífgun á vettvang. E 02 HLA-B27 vefjaflokkurinn er ekki tengdur gangráðskrefj- andi hjartsláttartruflunum á íslandi Hallgrímur Hreiðarsson', Jón ÞórSverrisson', Ina Björg Hjálmarsdóttir3, Kristjana Bjarnadóttir3, Pedro Riba Ólafsson3, Sveinn Guðmundsson3, Björn Guðbjörnsson1' * Frá 'lyflækningadeild og :myndgreiningardeild FSA, 'Blóðbankanum, 4rannsókna- stofu í gigtarsjúkdómum Landspítala Hringbraut Netfang: bjorng@fsa.is Tilgangur: Þekkt eru tengsl vefjaflokksins HLA-B27 við ýmsa hjartasjúkdóma, til dæmis ósæðarleka og leiðnitruflanir í hjarta. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tíðni HLA-B27 vefja- flokksins hjá einstaklingum með ígræddan gangráð og athuga hvort tengja mætti vefjaflokkinn við ákveðnar gangráðskrefjandi hjart- sláttartruflanir. Efniviður og aðferðir: Sjúklingum sem höfðu fengið ígræddan gangráð við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri var boðin þátttaka í rannsókninni. Kannað var hvaða hjartsláttartruflun og/eða ein- kenni höfðu leitt til ígræðslu gangráðsins. Ennfremur voru þeir at- hugaðir með tilliti til sjúkdómseinkenna sem tengja má HLA-B27 vefjaflokknum. Spjaldliðir voru röntgenmyndaðir og sjúklingar gáfu lífsýni til vefjaflokkunar er framkvæmd var við blóðflokkunar- deild Blóðbankans. Niðurstöður: Eitthundrað og tíu sjúklingar höfðu fengið gangráð. Þar af voru 53 sjúklingar á lífi í apríl 1998, og af þeim samþykktu 49 sjúklingar þátttöku í rannsókninni; 24 konur (49%) og 25 karlar (51%). Tuttugu og tveir sjúklingar (45%) höfðu sögu um blóð- þurrðarsjúkdóm í hjarta áður en til gangráðsígræðslunnar kom. Al- gengast var að svimi og/eða yfirlið (65%) leiddu til ísetningar gang- ráðsins. Hjartalínurit fyrir gangráðsísetninguna sýndu oftast hrað- sláttar- / hægsláttarheilkenni eða önnur holæðaskútaheilkenni (sick sinus syndrome) (77,5%). Fáir sjúklingar höfðu HLA-B27 tengd einkenni og enginn greindist með spjaldliðabólgu við myndgrein- ingu. Vefjaflokkun sýndi eingöngu fjóra einstaklinga (8%) með HLA-B27 vefjaflokkinn, þrjá karla og eina konu. Allir sjúklingarnir höfðu sama undirflokkinn; B*2705. Þrír þessara sjúklinga höfðu leiðnitruflun á hjartalínuriti. Ályktanir: Rannsóknin sýnir ekki aukna tíðni af HLA-B27 vefja- flokknum hjá einstaklingum með ígræddan gangráð. Ennfremur var ekki hægt að sýna fram á tengsl ákveðinna hjartsláttartruflana við vefjaflokkinn. Niðurstöður þessarar rannsóknar eru í andstöðu við það sem sýnt hefur verið fram á í nágrannalöndunum. E 03 Heilablóðfall orsakað af segareki frá gangráðsvír sem var settur í vinstri slegil af misgáningi Davíð O. Arnar, Richard E. Kerber Frá Landspítala, Hringbraut og University of Iowa Hospitals and Clinics, Iowa City, USA Netfang: davidar@rsp.is Inngangur: Það kemur fyrir að gangráðsvírar sem ætlunin var að setja í hægri slegil hafni í vinstri slegli af misgáningi. Gangráðsvír í vinstri slegli getur valdið því að blóðsegi myndist og orðið upp- spretta segareks meðal annars til heila. Við lýsum hér tveimur tilfellum þar sem gangráðsvír var óvart settur í vinstri slegil, líklega í gegnum opið foramen ovale, og olli líklega í báðum tilfellum segareki til heila. Sjúkratilfelli 1: Sextíu og tveggja ára karlmaður var lagður inn til rannsóknar eftir heilaáfall. Hann hafði gengist undir kransæðahjá- veituaðgerð, ósæðarlokuskipti og síðan gangráðsísetningu á öðru sjúkrahúsi 18 mánuðum fyrr. Hann hafði tvisvar fundið fyrir stund- arblindu (amaurosis fugax) og síðan fengið heilaáfall. Uppvinnsla vegna mögulegra orsaka heilaáfallsins samanstóð meðal annars af hjartaómun um vélinda (TEE) sem sýndi gangráðsvír sem tók stefnu yfir í vinstri gátt og slegil í gegnum op á gáttaskilvegg. Að öðru leyti voru niðurstöður uppvinnslunnar eðlilegar. Gangráðsvír- inn var talinn líkleg uppspretta fyrir sega og var fjarlægður með op- inni hjartaaðgerð. Sjúklingur tekur nú aðeins magnýl og hefur verið einkennalaus á annað ár eftir aðgerðina. Sjúkratilfelli 2: Sextíu og níu ára karlmaður gekkst undir kransæða- hjáveituaðgerð í annað sinn og þurfti síðan gangráð vegna gátta- slegla (AV) blokks. Sjúklingur fór skömmu síðar að fá endurtekin skammvinn blóðþurrðarköst (TIA). Uppvinnsla, þar á meðal hjartaómun um brjóstvegg sýndi gangráðsvír í vinstri slegli sem lá yfir miðlínu við gáttaskilvegg, líklega í gegnum opið foramen ovale. Skurðaðgerð var hugleidd en sjúklingur þótti ekki líklegur til að þola enn eina hjartaaðgerð vegna slæmrar hjartabilunar og lélegs almenns ástands. Hann var því meðhöndlaður með warfaríni og hefur ekki haft nein miðtaugakerfiseinkenni í yfir sex ár. Læknablaðið 2000/86 15

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.