Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Blaðsíða 20

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Blaðsíða 20
ÁGRIP ERINDA / XIV. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA skammtímahorfur en karlar með sambærilegan sjúkdóm. Niður- stöður þessarar rannsóknar benda því til þess að hjartaþræðing sé góð rannsókn til þess að meta horfur kvenna með einkenni um kransæðasjúkdóm. E 13 Áhrif áreynslu og íþrótta á dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma og heildardánartíðni. Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar Uggi Agnarsson, Guðmundur Björnsson, Guðmundur Þorgeirsson, Helgi Sigvaldason, Nikulás Sigfusson, Vilmundur Guðnason Frá Rannsóknarstöð Hjartaverndar Netfang: u.agnarsson@hjarta.is Inngangur: Frítímaíþróttaiðkun er talin bæta heilsu og lengja líf. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl hreyfingarleysis við aukna áhættu á kransæðasjúkdómum. Reykjavíkurrannsókn Hjarta- verndar hefur reynt að meta sérstaklega áhrif frítímahreyfingar á lifun með tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma og meta einnig heildar- áhrif. Við höfum þegar sýnt fram á að reglubundin frítímahreyfing dregur úr líkum á heilaáföllum. Efniviður og aðferðir: Meðal 7.179 karla og 7.660 kvenna var þáttur reglubundinnar hreyfingar eða íþrótta metinn með tilliti til teg- undar áreynslu A (léttari) og B (þyngri). Meðal karla töldu 28% að þeir hefðu stundað reglubundna líkamshreyfingu, A 13,6% og B 17% en meðal kvenna var þátttaka um 23%, A 18,5 og B 6,2% . Niðurstöður: A tæplega 30 árum reyndist sá hópur sem stundaði reglulega létta líkamshreyfingu (A) lækka dánartíðni karla um 12% og kvenna um 30%. Þyngri áreynsla (B) hafði meiri áhrif meðal karla og lækkaði dánartíðni þeirra um 23% en kvenna um 14%. Við fjölþáttagreiningu með helstu áhættuþáttum hjarta- og æða- sjúkdóma lækkaði reglubundin frítímahreyfing fyrir aldurshópa yfir 40 ár dánartíðni hjarta- og æðasjúkdóma meðal karla og kvenna um 16 og 17% hjá hvoru kyni fyrir sig. Alyktanir: Reglubundin líkamleg frítímahreyfing hefur í för með sér mælanlega lækkun á dánartíðni bæði vegna hjarta- og æðasjúk- dóma og yfirleitt. E 14 Segaleysandi meðferð við bráða kransæðastíflu og greiningaraðferðir á endurflæði Hilmar Kjartansson', Karl Andersen', Jón Guðmundsson2, Kristbjörn Reynisson2, Axel F. Sigurðsson3 Frá 'lyflækningadeild og 'röntgendeild Landspítala Fossvogi, 'lyflækningadeild Landspítala Hringbraut Netfang: andersen@shr.is Inngangur: Segaleysandi meðferð við bráðri kransæðastíllu leiðir til enduropnunar kransæðar í 60-70% tilfella samkvæmt erlendum rannsóknum. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvorl hægt væri að spá fyrir um enduropnun kransæðar með einföldum og aðgengilegum hætti. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra sjúklinga með greininguna brátt hjartadrep yfir árstímabil á Sjúkra- húsi Reykjavíkur. Þeir sem ekki fengu segaleysandi meðferð eða voru yfir 80 ára voru útilokaðir frá rannsókninni. Eftirfarandi þættir voru kannaðir: Afturhvarf ST breytinga á EKG, tímasetning hæsta CK-MB gildis og hjartsláttartruflanir meðan á segaleysingu stóð. Forspárgildi þessara þátta um útkomu hjartaþræðingar voru metin. Niðurstöður: Af 34 sjúklingum sem fengu segaleysandi meðferð á tímabilinu voru 29 hjartaþræddir í legunni. Meðalaldur var 60,6±10,4 ár. Karlar voru 20 (69%). Að meðaltali liðu 3,3 klukku- stundir frá upphafi brjóstverkja að segaleysingu. Á fyrstu 90 mínút- um frá upphafi segaleysingar fengu 37,9% VES, 13,8% VT, 20,7% RIR og 6,9% fengu hægatakt (bradycardia). Á 90 mínútna EKG voru 58,6% með yfir 50% afturhvarf ST-breytinga. Hjartaþræðing var gerð hjá 75% sjúklinga innan átta daga frá innlögn. Eðlilegt flæði (TIMI 3) höfðu 20 (69%) og var útfallsbrot að meðaltali 62,5%. Afturhvarf ST breytinga á EKG sagði fyrir um útfallsbrot yfir 65% í 80% tilfella (p=0,034). Veikara samband sást við snemm- kominn CK-MB topp en ekkert milli EF>65% og takttruflana. Breytur þessar reyndust ekki nothæfar til að spá fyrir um flæði í kransæð. Ályktanir: I rannsókninni var sýnt fram á samband afturhvarfs ST- breytinga á EKG og betra útfallsbrots við hjartaþræðingu. Ekki var hægt að sýna fram á marktækt samband milli snemmkomins CK- MB topps og takttruflana þó tilhneiging væri í þá átt. Við ályktum því að mikilvægt sé að skoða 90 mínútna rit eftir segaleysingu með tilliti til þess hvort enduropnun kransæðar hafi orðið eður ei og taka ákvörðun um frekari meðferð ef merki um enduropnun eru ekki til staðar. E 15 Þarmabólgur og forstigsbreytingar í spjaldliðum aðstandenda hryggiktarsjúklinga Kristján Orri Helgason’, Árni Jón Geirsson’, Ólafur Kjartansson2, Einar H. Jónmundsson2, Kristín Haraldsdóttir2, Steinunn Lindbergsdóttir2, Ragna Ragnarsdóttir2, Helga Norðland', Aðalbjörg Gunnarsdóttir', Matthías Kjeld3, Ingvar Bjarnason4, Bjarni Þjóðleifsson' Frá 'lyflækningadeild, 'röntgendeild og ’Rannsóknastofu HÍ í meinefnafræði Landspítala Hringbraut, 'Kings College Hospital, London Netfang: bjarnit@rsp.is Inngangur: Hryggikt er ættlægur bólgusjúkdómur sem leggst á hryggjar- og spjaldliði þannig að liðirnir stirðna og beingerast. Þekkt eru tengsl milli þarmabólgu og hryggiktar. Þarmabólgur eru algengari bæði hjá hryggiktarsjúklingum og nánustu aðstandendum þeirra en hjá sambærilegum viðmiðunarhópi. Ónæmisfræðilegt samræmi (antigenic interrelatedness) er milli ákveðinna þarma- baktería og HLA B27 vefjaflokksins sem er til staðar hjá yfir 90% hryggiktarsjúklinga en um 50% aðstandenda. Bólgur í þörmum eru taldar auðvelda inngöngu þessara baktería í líkamann. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort forstigsbreytingar sjúkdómsins væru til staðar hjá aðstandendum hryggiktarsjúklinga og hvort tengsl væru við þarmabólgur. Efniviður og aðferðin Forstigsbreytingar í spjaldliðum voru metnar með tölvusneiðmynd sem er næmasta aðferðin til að greina byrj- andi hryggikt. Einnig voru teknar blóðprufur (blóðstatus, CRP, sökk), framkvæmd klínísk skoðun og spurningalisti lagður fyrir. Þarmabólgur voru metnar með mælingum á kalprótektíni í saur. Niðurstöður: Áttatíu og fimm nánum aðstandendur hryggiktarsjúk- linga var skipt í tvo hópa eftir því hvort þarmabólgur voru til staðar eða ekki. Af 44 aðstandendum með hækkað kalprótektín (>0 mg/L) reyndist samanlagður fjöldi forstigsbreytinga vera 137 (3,1 á ein- stakling) en af 41 aðstandanda með eðlilegt kalprótektín (<10 mg/L) reyndist fjöldi forstigsbreytinga vera 82 (2,0 á einstakling). Meginmunurinn lá í osteophytum (73% á móti 37%) og subcortical cystum (59% á móti 37%) við spjaldliðina. Schöbers próf (sem mæl- ir hreyfanleika hryggs) var jákvætt hjá 52,3 % af hópnum með bólg- 20 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.