Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Side 38

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Side 38
ÁGRIP ERINDA / XIV. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA tilfelli af C. trachomatis sýkingum og eru þær sennilega ein algeng- asta orsök ófrjósemi hjá íslenskum konum. Sýkingar í kynfærum eru oft einkennalausar og því reynist erfitt að uppræta smit. For- sendur fyrirbyggjandi starfs eru staðgóð þekking á faraldsfræði sýk- ilsins. Yfir 90% tilfella eru greind á sýklafræðideild Landspítala og þar eru því góðar aðstæður til að kortleggja faraldsfræðina en það má gera á grundvelli erfðabreytileika ompA gensins sem skráir fyrir aðalmótefnavaka bakteríunnar. Rannsókn þessi kannar faraldsfræði klamydíusýkinga með tilliti til breytinga á stofngerð eins og hún birtist í geninu ompA. Ætlunin er að meta fjölda stofna í samfélaginu á hverjum tíma, hvort breyt- ingar verði í ompA geninu og verði svo með hvaða hraða það gerist. Efniviður og aðferðir: Pvagsýni frá húð- og kynsjúkdómadeild Rík- isspítala sem greindust með C. trachomatis á sýklafræðideild Land- spítalans á tímabilinu 1.1.99-31.12.99 verða notuð. Erfðaefni er einangrað úr sýnunum og ompA genið magnað með nested PCR hvarfi. PCR afurðin er raðgreind og basaraðir stofna bornar saman. Niðursföður: Alls bárust 4.157 sýni og voru 715 þeirra jákvæð (17,2%). Af þeim hafa 99 stofnar frá janúar og febrúar verið rað- greindir. I janúar fundust 10 stofngerðir en 13 í febrúar. Ein stofn- gerð af serotýpu E var ráðandi (52%). Ályktanir: Fyrstu niðurstöður sýna að í janúar og febrúar er stofn E1 allsráðandi á meðan aðrar stofngerðir koma mun sjaldnar fyrir. Þetta bendir til að á hverjum tíma sé einn ráðandi stofn í samfélaginu. E 51 Verkun penicillíns ín vitro á mismunandi næma pneumókokkastofna Helga Erlendsdóttir', Magnús Gottfreðsson'2, Karl G. Kristinsson’, Sigurður Guðmundsson3 Frá 'sýklafræöideild og 2lyflækningadeild Landspítala Hringbraut, Mandlæknis- embættinu Netfang: helgaerl@rsp.is Inngangur: Fjölgun penicillínónæmra pneumókokka hefur leitt til aukinna rannsókna á verkun lyfja gegn þeim. Pekkt er, að verkun B- laktamlyfja er háð tímalengd lyfs yfir hammörkum en ekki þéttni. Þannig fæst sama verkun in vitro við 2xMIC og lOOxMIC þéttni (MIC=hammörk). Þær tilgátur eru uppi að fjölgun á penicillín- ónæmum pneumókokkum verði vegna „úrvals“, það er að ónæmir stofnar komist undan ef lyfjaþéttnin sem þeir komast í snertingu við sé undir hammörkum þeirra. Ákveðið var að kanna in vitro verkun penicillíns á þrjá misnæma pneumókokkastofna, bæði sitt i hvoru lagi og í blöndu af öllum stofnunum. Efniviður og aðferðir: Notaðir voru þrír pneumókokkastofnar, mis- munandi næmir fyrir penicillíni. Stofnarnir voru allir af hjúpgerð 6B, en af þeirri hjúpgerð eru flestir penicillínónæmir stofnar á Is- landi. Hammörk penicillíns voru: 0,016,0,125 og 4 pg/ml. Penicillín í þéttninni 4xMIC hvers stofns og þéttninni 16 pg/ml (4xMIC ónæmasta stofnsins) var látið verka á pneumókokkana sitt í hvoru lagi. Hjá næmasta stofninum var um að ræða þéttnina 4x- og lOOOxMIC, hjá miðstofninum var þéttnin 4x- og 128xMIC, en hjá ónæma stofninum var bara um eina þéttni að ræða, eða 4xMIC. Við sýklablönduna var notuð þéttnin 16 pg/nil. Tekin voru sýni í upphafi og eftir eina, tvær, fjórar og sex klukkustundir. Reiknuð var verkun lyfsins miðað við sýklamagn (CFU/ml) í upphafi. Niðurstöður: Eins og við fyrri rannsóknir er ekki marktækur munur á verkun penicillíns við mismunandi þéttni. Það sem kom á óvart var stigminnkandi dráp penicillíns við hækkun á hammörkum, eða 4,4; 2,6 og 1,4 log CFU/ml á sex tímum. í rannsókninni sást ekki munur á verkun stofnanna sitt í hvoru lagi og í blöndu. Ályktanir: Niðurstöðurnar geta bent til þess, að hægara dráp ónæmra stofna geti skýrt yfirvöxt og úrval þeirra í blönduðum vexti. Penicillínónæmi pneumókokka stafar af breytingum á penicillín bindiprótínum. Skýringin á minnkuðu drápi er mögulega sú, að við stighækkandi MIC penicillíns eru fleiri bindiprótín stökkbreytt, þannig að penicillínið binst verr og verkunin verður minni. ítarlegri rannsókna er þörf í dýramódelum. E 52 N. meningitidis W135 faraldur í Saudi Arabíu. Skilvirkt alþjóðlegt samstarf í sóttvörnum og viðbrögð hérlendis Sigurður B. Þorsteinsson', Hjördís Harðardóttir2, Már Kristjánsson', Sigfús Karlsson2, Haraldur Briem3 Frá 'smitsjúkdómadeildum og ’sýklatræöidcild Landspítala Hringbraut, 'sóttvarnalækni landlæknisembættinu Netfang: sigbthor@rsp.is Inngangur: Meningókokkasjúkdómur hefur verið heilsufarslegt vandamál undanfarin ár í tengslum við ferðalög pílagríma til Saudi Arabíu. Á þessu ári bar meir en áður á þessum sjúkdómi meðal pflagríma og fólks sem umgekkst þá náið. Fyrsta tilkynningin um sjúkdóminn barst frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni þann 11. aprfl síðastliðinn. Greinst höfðu í mörgum löndum meningókokkatilfelli, í flestum tilfellum af völdum hjúpgerð W135, meðal pflagríma og fólki þeim tengdu eftir heimkomu frá Saudi Arabíu. Vegna aukinn- ar hættu á meningókokkasjúkdómi í tengslum við pflagrímaferðir hafa þeir sem sækja til Saudi Arabíu verið bólusettir gegn hjúpgerð- um A og C. Bóluefnið sem notað hefur verið á íslandi og í öðrum Evrópulöndum er án mótefnavaka gegn hjúpgerð W135 enda hefur sá stofn verið talinn afar sjaldgæfur. Faraldsfræði: Pflagrímaferðir þessa árs stóðu yfir á tímabilinu frá 8. febrúar til 17. aprfl. Þessi stofn bakteríunnar (W135) hefur greinst í að minnsta kosti 12 löndum á seinni hluta þessa tímabils, þar af í fimm Evrópulöndum. Heildarfjöldi sjúklinga sem vitað var um þann 12. maí síðastliðinn var 330 en af þeim hafði 71 látist (18,5%). Sóttvarnin Fyrsta aðvörun barst sóttvamalækni 13. aprfl síðastliðinn sem leiddi til að kannað var hve margir Islendingar höfðu starfað við þjónustu við pílagríma á umræddu tímabili. Reyndust alls 130 manns hafa haft þann starfa. Píagnmaferðum ársins 2000 var að ljúka og nokkrir starfsmenn þegar komnir til landsins. Ákvörðun var tekin um að taka hálsstrok úr sem flestum við heimkomu en jafnframt að gefa T. ciprofloxacin 500 mg í einum skammti til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu baktenunnar N. meningiddis W135. Jafnframt var tekin ákvörðun um það að kanna ekki frekar smit hjá þeim sem höfðu komið til landsins meir en 10 dögum áður en rannsókn hófst. Niðurstöður: Alls voru rannsökuð hálsstrok frá 120 starfsmönnum. Tveir starfsmenn reyndust bera N. meningitidis eða 1,7% (CI: 0,2- 5,9). Var annar með hjúpgerð W135 (0,8%; CI: 0,02-4,2) og hinn með hjúpgerð B (0,8; 0:0,02-4,2). Við endurræktun viku eftir með- ferð fundust engir meningókokkar í hálsstroki hjá þeim sem var með gerð W135. Einnig var fjölskylda viðkomandi rannsökuð þar sem starfsmaðurinn hafði verið á heimili sínu þrjá daga áður en meðferð var gefin. Reyndist enginn bera bakteríuna. Ályktanir: Þörf á skilvirkri upplýsingamiðlun, í heimi sívaxandi al- þjóðlegra ferðalaga, um alvarleg vandamál tengdum smitnænum sjúkdómum er mikil. Viðbrögð við slíkum upplýsingum þurfa að 36 Læknablaðið 2000/86

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.