Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Blaðsíða 40

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Blaðsíða 40
ÁGRIP ERINDA / XIV. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA Lanser® eða Lanzo® 30 mg/dag með sjö daga hléi á milli lyfja. Niðurstöður: Bæði lyfin sýndu marktæka sýrubælingu maga (p<0,001). Enginn marktækur munur var á sýrubælingu Lanser® eða Lanzo® (p>0,05). Heildar%pH>3 Heildar%pH>4 Heildar%pH>5 An lyfja 17,5 (±6,3) 9,5 (±5,5) 4,2 (±3,4) Lanser® 69,8 (±12,3) 63,6 (±14,4) 49,1 (±15,6) Lanzo® 72,7 (±11,6) 66,3 (±14,4) 57,8 (±18,2) Miðgildissýrustig í maga hækkaði marktækt á meðferð, var 1,7 (±0,2) án lyfja en 4,9 (±1,0) á Lanser® og 5,2 (±0,9) á Lanzo®. Ályktanir: Virkni Lanser® og Lanzo® er sambærileg og mjög kröftug hvað varðar sýrubælingu í maga. Magn og lengd sýrubæl- ingar lyfjanna hefur klíníska þýðingu í meðferð sýrutengdra kvilla. Niðurstöðumar eru sambærilegar innlendum og erlendum rann- sóknum á prótónpumpublokkandi lyfjum. E 56 Samanburður á áhrifum Lanser® og Lanzo® á sólar- hrings sýrumælingu í vélindi Sigurbjörn Birgisson, Anna Soffía Guðmundsdóttir, Bjarni Þjóðleifsson Frá rannsóknarstofa í meltingarsjúkdómum Landspítala Hringbraut Netfang: sigurbjb@rsp.is Inngangur: Um 15% sjúklinga með bakflæðiseinkenni hafa sýru- næmt vélindi (acid sensitive esophagus), það er að segja engin merki um bakflæði í vélindisspeglun og fýsíólógískt (eðlilegt) magn af sýrubakflæði í sólarhrings sýrumælingu. Einkenni þeirra geta verið jafnslæm og þeirra sem hafa vélindisbólgur. Engar rannsóknir eru fyrirliggjandi um áhrif prótónpumpublokka á fýsíólógískt sýru- bakflæði. Tilgangur rannsóknarinnar var að bera saman áhrif sam- heitalyfsins Lanser® (Omega Farma) og frumlyfsins Lanzo® (Wyeth Lederle) með sýrumælingu í vélindi og meta áhrif þeirra á fýsíólóg- ískt sýrubakflæði. Efniviður og aðferðir: Tólf heilbrigðir sjálfboðaliðar (átta konur), meðalaldur 32 ár (bil 18-47) fóru í þrjár sólarhrings sýrustigsmæl- ingar í maga (sýrunemar staðsettir 5 sm ofan við neðri hringvöðva vélindis, staðsetning ákvörðuð með þrýstingsmælingu í vélindi). Rannsóknin var blinduð slembirannsókn með krossuðu sniði. Fyrst var gerð viðmiðunarmæling án lyfja og mæling endurtekin eftir sjö daga meðferð með Lanser® eða Lanzo® 30 mg/dag með sjö daga hléi á milli lyfja. Niðurstöður: Bæði lyfin sýndu marktæka sýrubælingu í vélindi (p<0,005). Enginn marktækur munur var á sýrubælingu Lanser® eða Lanzo® (p>0,05). Sólarhrings sýrumæling í vélindi (n=12), miðgildi (±SD). Heildar % pH <4 Heildar tími (mín) pH <4 Fjöldi bak- flæöistilvika An lyfja 2,5 (±3,1) 33,0 (±40,0) 74 (±42,7) Lanser® 0,4 (±0,6) 4,0 (±8,3) 8,5 (±15,9) Lanzo® 0,2 (±0,4) 2,5 (±4,9) 8,5 (±12,7) Miðgildissýrustig vélindis breyttist ekki marktækt á meðferð, var 6,5 (±0,6) án lyfja en 6,6 (±0,6) á Lanser® og 6,8 (±0,5) á Lanzo®. Ályktanir: Virkni Lanser® og Lanzo® er sambærileg hvað varðar sýrubælingu í vélindi og hefur klíníska þýðingu í meðferð sjúklinga með sýrunæmt vélindi (acid sensitive esophagus). E 57 Helicobacter pylori og sjúkdómar í efri hluta meltingar- vegar Bergþór Björnsson'-2, Ásgeir Böövarsson3, Kjartan B. Örvar', Ásgeir Theodórs' Frá ‘meltingarsjúkdómadeild St. Jósefsspítala, Hafnarfiröi, :Iæknadeild HÍ, ’Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík Netfang: bergthb@hi.is Inngangur: Nýleg íslensk forrannsókn gaf tilefni til að ætla að H. pylori væri ekki jafn stór orsakavaldur varðandi sjúkdóma í efri hluta meltingarvegar og fyrri rannsóknir benda til. Tilgangur þess- arar rannsóknar var að kanna nánar hvaða sjúkdómum H. pylori tengist helst, árangur upprætingarmeðferðar, samsvörun milli nið- urstaðna CLO rannsókna og vefjagreiningar og hvort munur væri á algengi H. pylori sýkinga í dreifbýli samanborið við þéttbýli. Efniviður og aðferðir: Með framskyggnri skráningu var safnað nið- urstöðum 1.160 holsjárskoðana. Sjúklingar gengust undir holsjár- skoðun á St. Jósefsspítala, Hafnarfirði (960) og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík (200). Tekin voru sýni til CLO rannsókna og einnig til vefjagreiningar þar sem það var talið eiga við. Niðurstöður: Unnt var að meta niðurstöður 1.083 (93,4%) skoðana (199 frá Húsavík og 884 frá St. Jósefsspítala). CLO rannsóknir voru 926 og vefjagreiningar voru 267. Alls voru 345 (31,9%) jákvæðar /7. pylori rannsóknir. Af körlum voru 33,5% H. pylori jákvæðir en af konum 30,6%. Þær sjúkdómsgreiningar sem II. pylori tengdist helst voru skeifugarnarsár (75,8%), magasár (62,3%) og skeifugarnar- bólgur (58,8%). Af jákvæðum CLO rannsóknum voru 13% sem ekki voru staðfestar við vefjagreiningu en af neikvæðum rannsókn- um voru 4,7% falskt neikvæðar. Af sjúklingum rannsökuðum á Húsavík voru 75 (37,7%) H. pylori jákvæðir en á St. Jósefsspítala voru 270 (30,5%) jákvæðir (p>0,05). Af sjúklingum sem fengið höfðu upprætingarmeðferð voru 16% jákvæðir í Hafnarfirði en 25% á Húsavík (p>0,05). Ályktanir: 1) Samband H. pylori og ætisára virðist ekki eins sterkt og fyrri rannsóknir gefa til kynna. 2) Árangur upprætingarmeðferð- ar er ekki eins góður og búast má við. 3) Ekki er marktækur munur á algengi II. pylori sýkinga í dreifbýli og þéttbýli. E 58 Tveggja lyfja meðferð við H. pylori sýkingu. Árangur meðferðar með ómeprazóli og amoxicillíni Kristinn Örn Sverrisson'2, Janus Freyr Guðnason'2, Þorsteinn Jóhannesson3, Ásgeir Theodórs2'' Frá 'læknadeild HÍ, 2meltingasjúkdómadeild St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, ’Heilbrigðisstofnun ísafjarðar, ’lyflækningadeild Landspitala Fossvogi Netfang: kos@mail.rhi.hi.is Inngangur: Ráðlagt er að uppræta Helicobacter pylori hjá öllum sjúklingum, sem greinast með ætisár. Oftast er notuð þriggja eða fjögurra lyfja meðferð og er uppræting möguleg í um 90-96% til- vika. Tveggja lyfja meðferð (til dæmis ómeprazól og amoxicillín) hefur verið beitt en árangur er misjafn. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna árangur meðferðar með amoxicillíni og ómeprazóli hér á landi, fylgikvilla meðferðar og notagildi 13C-UBT (i3C-urea útönd- unarloftsrannsókn) fyrir sjúklinga, sem búsettir eru úti á landi. Efniviður og aðferðir: Á árunum 1995-1996 voru 75 sjúklingar með H. pylori jákvæða magaslímhúð teknir til meðferðar á Heilbrigðis- stofnun Isafjarðar. Þeir voru greindir með holsjárskoðun og gerð CLO rannsókn á vefjasýni úr magahelli. Veitt var lyfjameðferð, ómeprazól 20 mg (Losec®, Astra-Hassle), 1 hylki x 2 á dag í 7-14 38 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.