Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Blaðsíða 25

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Blaðsíða 25
AGRIP ERINDA / XIV. ÞING FELAGS ISLENSKRA LYFLÆKNA Niðurstöður: Skyldleiki sjúklinga var kannaður með samkeyrslu dulkóðaðra kennitalna við dulkóðaðan ættfræðigrunn (íslendinga- bók). Reyndust 1.185 sjúklingar tilheyra 409 ættum (clusters), þar sem tveir eða fleiri sjúklingar með ofnæmi og/eða astma voru skyld- ir að minnsta kosti einum öðrum sjúklingi innan fjögurra meiósa. Hjá átta ættum fundust 10 eða fleiri sjúklingar sem voru skyldir inn- an fjögurra ættliða og í einni þeirra fundust 24 sjúklingar sem þann- ig voru skyldir. Mestur skyldleiki var hjá þeim sjúklingum sem höfðu bæði ofnæmi og astma. Þar áttu 71% skyldmenni innan fjög- urra ættliða sem einnig var með astma og ofnæmi, miðað við 40% hjá þeim sem höfðu bara astma eða ofnæmi. Þegar skoðaðir voru sjúklingar með astma og ofnæmi reyndist meðal IgE 62 kU/L, með- al FEV, 101% af spáðu gildi og meðal FEV,/FVC 87,5%; 22,3% voru með PCai< 1,0 mg/ml og 49,4% með PC2o<2,0 mg/ml. Erfðaefni var skoðað hjá 400 sjúklingum með ofnæmi og astma og nánustu ættingjum þeirra og fundust engin tengsl við litning llql3 eða 16pl2. Alyktanir: Þessar niðurstöður benda til að 1) mismunandi erfða- þættir stjórni tilhneigingu til myndunar ofnæmis og astma og að of- næmis- og astmagen geti erfst saman, 2) erfðaþættir sem stjóma myndun IgE virðast hafa minni áhrif á myndun ofnæmis eða astma hjá íslendingum og 3) skortur á erfðaþáttum sem tengjast alvarleg- um astma gæti verið ein þeirra skýringa hvers vegna ofnæmisastmi á Islandi er vægari sjúkdómur en í öðrum vestrænum ríkjum. E 22 Bandvefsmyndandi berkjungateppa með lungnabólgu á íslandi 1983-1998 Halla Fróðadóttir', Gunnar Guðmundsson2, Helgi ísaksson3, Steinn Jónsson''2 Frá ‘læknadeild HÍ, 2Landspítala Hringbraut, ’Rannsóknastofu HÍ í meinafræði Netfang: ggudmund@rsp.is Inngangur: Bronchiolitis obliterans organizing pneumonia (BOOP) er lungnasjúkdómur sem greinist æ oftar en lítið er vitað um faraldsfræði hans. Efniviður og aðferðir: Gerð var afturskyggn rannsókn á öllum vefjafræðilega staðfestum tilfellum á íslandi frá 1983 til 1998. Endurskoðuð var vefjafræði 57 tilfella og klínískra upplýsinga var aflað úr sjúkraskýrslum, göngudeildarnótum og dánarvottorðum. Niðurstöður: Nýgengi BOOP jókst frá 3,7 tilfellum á 100.000 frá 1984-1988 í 11,1 tilfelli á 100.000 á tímabilinu 1994-1998. Karlmenn voru 29 og konur 28. Meðalaldur var 63 ár og aldursbil var 26-83 ára. Sautján prósent höfðu aldrei reykt, 28% voru reykingamenn og 49% voru hættir að reykja. I 80% tilvika var sjúkdómsgreiningin fengin með sýnistöku framkvæmdri með berkjuspeglun. I yfir helm- ingi tilfellanna var hægt að benda á líklega orsök. Var sýking þar algengust en einnig giktarsjúkdómar, illkynja sjúkdómar, geislun og aðrir orsakaþættir. Tæpur helmingur var af óþekktri orsök. Þrír af hverjum fjórum voru meðhöndlaðir með sterum en 23% hlutu enga stera- eða ónæmisbælandi meðferð. Flestir sjúklinganna svöruðu meðferðinni vel en nokkrir fengu sjúkdóminn aftur. Nítján sjúkling- ar létust. Af þeim létust aðeins tveir úr sjúkdómnum sjálfum en einn vegna fylgikvilla meðferðarinnar. Ályktanir: Við ályktum að BOOP sé greint æ oftar og að í stórum hluta tilfella er hægt að komast að orsök. Lungnasýni tekið í berkju- speglun er oftast fullnægjandi greiningarmeðferð. Flestir sjúklingar ná sér vel með sterameðferð og nokkrir án meðferðar. Dauðsföll af völdum BOOP eru fátíð og eru flest af öðrum orsökum. E 23 Áhrif lungnasmækkana á íslandi á þol og öndun til skemmri og lengri tíma Björn Magnússon', Kristinn B. Jóhannsson2, Marta Guðjónsdóttir3, Tryggvi Ásmundsson2 Frá ‘Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað, “Landspitalanum, 'Reykjalundi Netfang: bjom@fsn.is Frá 1996 hafa verið gerðar lungnasmækkunaraðgerðir hérlendis hjá níu sjúklingum (aldur 59±4 ) með langvinna lungnateppu. Skilyrði aðgerðar var misdreifður sjúkdómur á röntgen- og sneiðmyndum, FEVi 30-40% af áætluðu, Paco2 <50 mm Hg, andlegt jafnvægi og reykleysi auk endurhæfingar í að minnsta kosti mánuð fyrir og eftir aðgerð. Við greinum frá skammtíma- og langtímaáhrifum aðgerðar á niðurstöður öndunar og þolprófa. Eftirtaldar mælingar voru gerðar að lokinni endurhæfingu fyrir og eftir aðgerð og við langtímaeftirlit: blásturspróf og rúmmálsmæl- ingar auk hjarta- og lungnaþolprófa að hámarkssúrefnisupptöku. Skammtíma áhrif aðgeröar á niðurstöður öndunar- og þolmælinga. Fyrir Eftir p-gildi FEVi (L) 0,9 ± 0,1 1,2 ± 0,3 0,0004 FVC (L) 2,9 ±0,8 3,3 ± 0,9 0,0138 RV/TLC 0,52 ± 0,04 0,48 ± 0,67 0,0329 VO2 hámark ml/mín 1031± 256 1062 ± 294 0,6153 VE/MVV 0,98 ± 0,2 0,76 ± 0,19 0,0589 FEVi gildi hækkuðu um 280±150 ml eftir aðgerð en hafa lækkað um 112±135 ml á ári hjá þeim sem fylgt hefur verið eftir til lengri tíma. Niðurstöður: Lungnasmækkanir hérlendis hafa haft jákvæð áhril' með því að auka útöndunargetu og minnka loftleif. Þol breytist ekki en VE/MW lækkar lítillega eftir aðgerð. Við langtímaeftirlit fellur FEVi í fyrra gildi á um þremur árum. E 24 Er samband milli sýrubakflæðis í vélinda og öndunar- færaeinkenna í vöku og svefni? Þórarinn Gíslason', Davíð Gíslason', Christer Janson2, Sören Berg3 Frá 'Landspítala Vífilsstöðum, ‘lungnadcild Háskólasjúkrahússins í Uppsölum, Svíþjóð, “háls-, nef- og eyrnadeild Háskólasjúkrahússins í Lundi, Svíþjóð Netfang: thorarig@rsp.is Inngangur: Meðal sjúklinga með astma og/eða langvinnan hósta hefur því verið lýst að margir séu með sýrubakflæði (SBF) frá maga til vélinda. I fyrri rannsókn höfum við lýst sterkum tengslum sýru- bakflæðis og svefntruflana (1) og einnig astma og svefntruflana (2) en tengslum öndunarfæraeinkenna og sýrubakflæðis hefur ekki verið lýst áður. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin tók til þeirra 2.202 einstaklinga á aldrinum 20-45 ára, sem tóku þátt í Evrópukönnuninni lungu og heilsa í Reykjavík, Svíþjóð (Uppsölum og Gautaborg) og Belgíu (Antwerpen). Spurt var hvort þátttakendur hefðu tekið eftir brjóst- sviða eftir að hafa lagt sig. Svarað var á 5 stiga skala og voru þeir sem tjáðu slíkt gerast einu sinni í viku eða oftar taldir hafa sýrubakflæði. Niðurstöður: Alls var 101 með sýrubakflæði (4,6%). Ekki var mun- ur á aldri eða kynferði þeirra og hinna sem ekki lýstu sýrubakflæði, en þeir voru hlutfallslega þyngri (þyngdarstuðull (kg/m2) 25,1±3,6 á móti 23,3±3,4; p<0,001). Þeir sem lýstu sýrubakflæði höfðu oftar tekið eftir ýli, pípi eða surgi síðastliðna 12 mánuði (47% á móti 24%; p<0,001), höfðu oftar fundið fyrir mæði í hvfld (14% á móti 5%; p<0,001) og næturmæði (13% á móti 4%; p<0,001). Hjá 11% Læknablaðið 2000/86 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.