Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Blaðsíða 42

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Blaðsíða 42
ÁGRIP ERINDA / XIV. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA 122 einstaklinga. Vefjasýni þeirra voru endurskoðuð og metin með tilliti til sjúkdómsgreininga. Niðurstöður: Alls reyndust sýni frá 83 einstaklingum uppfylla grein- ingarskilmerki. Þannig greindust 43 tilfelli af collagenous colitis og 40 tilfelli af lymphocytic colitis. Meðalnýgengi collagenous colitis var 5,2/100.000 á tímabilinu og fyrir konur sérstaklega 9,1/100.000. Meðalaldur við greiningu var 66,9 ár, yngsti einstaklingur var 34 ára en sá elsti 89 ára. Meðalnýgengi lymphocytic colitis var 4,9/100.000 og fyrir konur sérstaklega 8,2/100.000. Meðalaldur við greiningu var 71,1 ár, yngsti einstaklingur var 39 ára en sá elsti 91 árs. Alyktanir: Rannsóknin staðfestir að nýgengi þessara sjúkdóma er mjög hátt hér á landi, mun hærra en áður hefur verið lýst í erlendum rannsóknum. Orsök þess er óþekkt. E 62 Framskyggn rannsókn á bráðri briskirtilsbólgu á Land- spítalanum Ásgeir Thoroddsen’, Páll Helgi Möller', Helgl Birgisson', Sigurður V. Sigurjónsson2, Sigurbjörn Birgisson3, Jón Jóhannes Jónsson4, Jónas Magnússon' Frá 'handlækninga-, 'niyndgrciningar- og ’lyflækningadeild og ’rannsóknastofu f meinefnafræði Landspítalanum Netfang: asgeirth@rsp.is Tilgangur: Að meta orsakir, alvarleika, stigun og horfur sjúklinga með bráða briskirlilsbólgu (BB) á Landspítalanum. Efniviður og aðferðir: Allir sjúklingar sem greindust með bráða bris- kirtilsbólgu á Landspítalanum frá 1.10.1998 til 30.9.1999 voru tcknir inn í rannsóknina. Við greiningu var tekin saga og sjúklingur skoð- aður. Fengnar voru blóðprufur, ómskoðun af lifur, gallvegum og brisi og tölvusneiðmynd (TS) af kviði hjá öllum sjúklingum. Sjúklingar voru stigaðir að hætti Ranson, Imrie og APACHE II. Balthazar- Ranson stigunarkerfi var notað við úrlestur tölvusneiðmynda. Niðurstöður: Fimmtíu sjúklingar (27 karlar), meðalaldur 60 ár (19- 85 ára) greindust með bráða briskirtilsbólgu. Orsakir voru gallstein- ar hjá 21 (42%), áfengi hjá 16 (32%), aðrar orsakir hjá 12 (24%) og hjá einum sjúklingi (2%) var orsökin óþekkt. Tólf sjúklingar (24%) höfðu áður fengið bráða briskirtilsbólgu og átta sjúklingar lögðust inn með endurtekna bráða briskirtilsbólgu. Fjórir (8%) sjúklingar fengu alvarlega bráða briskirtilsbólgu, fjórir (8%) fengu sýndar- belgi og tveir (4%) létust. Miðgildistími legu var átta dagar (1-125). Meðalgildi stigunar var samkvæmt. Ranson 2 (0-6), APACHE 7,7 (0-25), Imrie 2,5 (0-6) og Balthazar-Ranson 1,8 (0-8). Alyktunir: Orsakir bráðrar briskirtilsbólgu eru í samræmi við er- lendar rannsóknir en færri sjúklingar voru með óútskýrðar orsakir, sem skýrist líklega af því að um framskyggna rannsókn er að ræða. Góð fylgni var með hækkandi APACHEII, Imrie og Ranson stigun og lengri legutíma. APACHE II stigunin hafði mest forspárgildi fyrir horfur og alvarleika bráðrar briskirtilsbólgu, en hins vegar hafði Balthazar Ranson TS stigunin lítið-forspárgildi sem gæti skýrst af því hve tölvusneiðmynd er tekin snemma í sjúkdómsferl- inu. Dánartíðni var lág samanborið við aðrar rannsóknir. E 63 Hepatocellular carcinoma á íslandi Brynja Ragnarsdóttir, Sigurður Ólafsson, Jón Gunnlaugur Jónasson Frá læknadeild HÍ, lyflækningadeild Landspítala Fossvogi, Rannsóknastofu HÍ í meinafræði Netfang: sigurdol@shr.is Inngangur: Nýgengi hepatocellular carcinoma (HCC) er mjög mis- munandi eftir landsvæðum. I Norður-Evrópu er nýgengið lágt (um það bil fimm af 100.000) og hefur stærsti hluti sjúklinganna skorpu- lifur. Á íslandi er tíðni aðaláhættuþátta HCC, lifrarbólgu og skorpulifrar, með því lægsta sem þekkist í heiminum. Markmið rannsóknarinnar var að athuga nýgengi hepatocellular carcinoma á Islandi og áhættuþætti. Efniviður og aöferðir: Allir sem greindust með HCC á tímabilinu 1984-1998 voru með í rannsókninni. Leitað var í tölvuskrám Rann- sóknarstofu HI í meinafræði, meinafræðideild FSA og krabba- meinsskránni. Skilmerki þátttöku var greining staðfest með vefja- sýni. Upplýsingar voru unnar úr vefjagreiningarsvörum, krufninga- skýrslum og sjúkraskrám sjúkrahúsa. Niðurstöður: Alls greindist 71 einstaklingur með hepatocellular carcinoma, 51 karl (71,8%) og 20 konur (28,2%). Meðalaldur karla við greiningu var 69,3 ár (18-95) og kvenna 72,9 ár (52-89). Aldurs- staðlað nýgengi á tímabilinu var 1,08/100.000 (nýgengi karla 2,10, kvenna 0,67). Nýgengi hækkaði ekki á tímabilinu. Af þeim 53 til- vikum þar sem upplýsingar voru til um lifrarvef utan æxlis reyndust 27 hafa lifrarsjúkdóm, þar af 23 (43,4%) skorpulifur. Algengustu orsakir skorpulifrar hjá þessum sjúklingum voru áfengismisnotkun (30,4%) og hemochromatosis (26,1%). Ályktanir: 1) Nýgengi hepatocellular carcinoma er mun lægra á ís- landi en í nágrannalöndum. 2) Skorpulifur er sjaldgæfari meðal ís- lenskra sjúklinga. 3) Áfengismisnotkun og hemochromatosis eru al- gengustu orsakir skorpulifrar í þessum hópi sjúklinga. E 64 Nephrocare - gæðaþróunarverkefni í nýrnalækningum Páll Ásmundsson’, Magnús Böövarsson12 Frá 'nýrnadeild Landspítala Hringbraut, 2Læknasetrinu Mjódd Netfang: pallas@rsp.is Inngangur: Meðferð lokastigsnýrnabilunar (LSNB) er hverju þjóð- félagi afar dýr og sjúklingum fjölgar hvarvetna. Kannanir hafa verið gerðar á meðferðarþáttum sem mestu ráða um árangur. Lögð er æ meiri áhersla á að seinka þróun langvinnra nýrnasjúkdóma. Þá hef- ur skipulagning meðferðar lokastigsnýrnabilunar með góðum fyrir- vara veruleg áhrif á lifun sjúklinganna. Gæðamat meðferðar hefur verið þróað á ýmsum lækningasviðum, til dæmis sykursýki. Efniviður og aðferðir: Að frumkvæði norrænu nýrnalæknafélag- anna og Evrópuskrifstofu WHO var þróaður gagnagrunnur fyrir gæðamat í nýrnalækningum. Þar eru 90 atriði er varða meðferð langvinnra nýrnasjúkdóma, jafnt hefðbundna fyrir lokastigsnýrna- bilun sem skilun og ígræðslu. Verkefnið hófst 1998 með þáttöku 19 nýrnadeilda. Safnað var gögnum um 1.672 dulkóðaða sjúklinga og endurspeglar val sjúklinga fjölda þeirra í hverjum meðferðarhópi. Eftir úrvinnslu funduðu fulltrúar þátttakenda vorið 1999. Voru nið- urstöður metnar og gagnasettið endurskoðað. Ákveðið var að halda starfinu áfram og verður næsta könnun gerð á þessu ári. WHO hefur sýnt áhuga á að innleiða þetta kerfi í fleiri löndum. Af íslands hálfu tóku nýrnadeild Landspítalans og lækninga- stofa Magnúsar Böðvarssonar þátt í verkefninu. Þátttakendur njóta nafnleyndar. Gagnagrunnurinn gerir þeim kleift að bera sig saman við árangur og aðferðir annarra (bench- marking) sem gerir þeim léttara að meta gæði eigin meðferðar og ákvarða úrbætur. Niðurstöður: Af 1.672 sjúklingum var 931 í hefðbundinni meðferð, 40 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.