Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Síða 28

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Síða 28
ÁGRIP ERINDA / XIV. ÞING FÉLAGS [SLENSKRA LYFLÆKNA af mismunandi dreifingu þekktra áhættuþátta eftir skólagöngu. Sýnt hefur verið að regluleg ástundun líkamshreyfingar eykur lífs- líkur. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort ástundun líkamshreyfingar sé misjöfn eftir lengd skólagöngu og hvort slíkur mismunur gæti skýrt frekar samband skólagöngu og dánartíðni. Efniviður og aðferðir: Rannsókn þessi var hluti af hóprannsókn Hjartaverndar. Til grundvallar þessara niðurstaðna liggja 18.912 þátttakendur, skipt í fjóra hópa eftir lengd skólagöngu. Allir þátt- takendur svöruðu spurningalista um eigið heilsufar og fleira, meðal annars ástundun líkamsæfinga. Reiknað var samband skólagöngu og ástundunar líkamsæfinga með aðhvarfsgreiningu (logistic re- gression). Reiknuð var út dánaráhætta með áhættulíkani Cox. Leið- rétt var fyrir aldur, skoðunarár, þekkta áhættuþætti (blóðfitur, blóðþrýsting, hæð, þyngd, reykingar, notkun háþrýstingslyfja og sykurþol) og ástundun líkamsæfinga. Niðurstöður: Sýnt var fram á marktækt jákvætt samband á milli reglulegrar ástundunar líkamsæfinga og menntunar (p<0,001). Þeg- ar leiðréttingu fyrir ástundun líkamsæfinga var bætt við leiðréttingu fyrir þekkta áhættuþætti, aldur og skoðunarár, minnkaði samband skólagöngu og heildardánartíðni hjá báðum kynjum (fyrir karla úr 23% mismun á stystu og lengstu skólagöngu í 19%, fyrir konur voru samsvarandi tölur 18% og 8%). Sama tilhneiging var til staðar varð- andi dauða af völdum krabbameins en leiðréttingin hafði ekki sýni- leg áhrif hvað varðaði kransæðadauða. Ályktanir: Mismunandi ástundun líkamsæfinga eftir lengd skóla- göngu á hlut í að skýra samband dánartíðni og skólagöngu. Þetta virðist þó ekki gilda þegar um er að ræða dauða af völdum krans- æðasjúkdóma. Enn stendur eftir mismunur á dánartíðni eftir lengd skólagöngu sem er óútskýrður. E 31 Leit að þáttum er skýra samband lengdar skólagöngu og dánartíðni Einar Þór Þórarinsson', Þóröur Harðarson1-2, Rúnar Vilhjálmsson3, Helgi Sigvaldason4, Nikulás Sigfússon4 Frá 'læknadeild HÍ, Myflækningadcild Landspítalans, 'námsbraut í hjúkrunarfræði HÍ, ’Rannsóknarstöð Hjarlaverndar Netfang: ethth@hi.is Inngangur: Sambandið milli þjóðfélagsstöðu og dánartíðni er vel þekkt á Vesturlöndum. I rannsóknum síðari ára hefur lengd skóla- göngu oft verið notuð sem mælikvarði á þjóðfélagsstöðu. Nýlega var sýnt fram á öfugt samband lengdar skólagöngu og dánartíðni í hóprannsókn Hjartaverndar. Tilgangur eftirfarandi rannsóknar var að kanna mögulega skýringarþætti þess. Efniviður og aðferðir: Rannsókn þessi var hluti af hóprannsókn Hjartavemdar. Tekið var 400 manna lagskipt úrtak úr einum sex rannsóknarhópa. Urtakið skiptist jafnt milli kynja og fjögurra hópa skilgreindra eftir skólagöngu. Meðalaldur úrtaks var 72,7 ár. Þátt- takendur svöruðu spurningalista sem sneri að þekkingu á áhættu- þáttum kransæðasjúkdóma, væntanlegum viðbrögðum við ein- kennum hjartadreps, félagslegum tengslum og samskiptum við heil- brigðiskerfið. Svarhlutfall var 78,5%. Reiknað var sambandið milli skólagöngu og svara með aðhvarfsgreiningu (logistic regression). Niðurstöður: Við fundum ekki marktækt samband milli lengdar skólagöngu og þekkingar á eigin áhættuþáttum kransæðasjúkdóma (blóðþrýstingur, blóðfitur, líkamsþyngd) eða væntanlegra viðbragða við einkennum hjartadreps. Þeir sem höfðu lengri skólagöngu voru líklegri til að þekkja heilbrigðisstarfsfólk persónulega og njóta ráð- legginga þess varðandi heilsufar og meðferð sjúkdóma. Ánægja þátt- takenda með heilbrigðisþjónustuna var almennt mikil og aðgengi að henni virtist lítt takmarkað en ekki var sýnt fram á samband við skólagöngu hvað þetta varðar. Stærra hlutfall þátttakenda með styttri skólagöngu átti regluleg samskipti við heimilislækni. Einnig voru meðal þeirra fleiri sem þótti heilbrigðiskerfið óaðgengilegt. Ályktanir: Niðurstöður okkar vekja þá spurningu hvort viss heil- brigðisþjónusta sé innbyggð í félagsleg tengsl fólks með lengri skólagöngu og stuðli að betri heilsu þeirra. Aðrar tilgátur um hugs- anlega skýringarþætti voru ekki studdar. E 32 Staðreyndamiðuð öldrunarendurhæfing Yngve Gustafson, Marianne Schroll, Ársæll Jónsson, Fínn Rönholt Hansen, Mika Saarela, Pertti Karppi, Jaakko Valvanne, Harold A. Nygaard, Knut Laake, Pálmi V. Jónsson, Ove Dehlin Frá öldrunarsviði Landspítala, vinnuhópi um endurhæfingu aldraðra á Norður- löndum Netfang: arsaellj@shr.is Inngangur: Tilgangur þessa verkefnis er að gera samantektargrein- ingu á vísindagreinum, sem meta aðferðir og árangur við endurhæf- ingu aldraðra. Efniviður og aðferðir: Valdar eru greinar úr Medline, sem fjalla um árangur endurhæfingar fyrir aldraða á vísindalegan hátt. Valdar voru rannsóknir sem notast við samanburð á slembiúrtökum og taka til elstu aldurshópa. Greinunum var skipt niður í fjóra flokka eftir sjúkdómum, færni og staðsetningu: 1. heilablóðfall, 2. mjaðm- arbrot, 3. bráðveikir og hrumir og 4. prógröm á hjúkrunarheimilum, dagspítulum og í heimaþjónustu. Niðurstöður: Alls fundust 27 greinar. Endurhæfing heilablóðfalls- sjúklinga á öldrunarlækningadeild (sex greinar, 1.138 sjúklingar) dró úr dánarlíkum og minnkaði þörf fyrir stofnanavist. Betri árang- ur náðist við endurhæfingu eftir mjaðmarbrot (sex greinar, 2.171 sjúklingur). Átta greinar (4.016 sjúklingar) báru saman árangur öldrunarlækningadeilda við almennar lyflækningadeildir í með- höndlun bráðveikra og hrumra sjúklinga. Samanburður sýndi belri árangur á öldrunarlækningadeildum með: dánartíðni að ári, vistun á hjúkrunarheimili. líkamlega færni, ánægju, endurinnlagnir og meðferðarkostnað. Innbyrðis samanburður á árangri endurhæfing- ar fyrir aldraða á hjúkrunarheimilum, dagspítulum og í heimaþjón- ustu (sjö greinar, 1.261 sjúklingur) sýndu mun á nokkrum viðmið- unum í færniþáttum, ánægju og kostnaði. Ályktanir: Sérhæfð endurhæfing aldraðra er flókin en skilar árangri þegar rétt er á haldið. Bestur árangur næst með fjölfaglegri teymis- vinnu, vali á þeim sjúklingum sem mestu áhættuna hafa, alhliða öldrunarmati, virkri og einstaklingsmiðaðri endurhæfingu. Endur- hæfing á hrumu gömlu fólki er og verður vaxandi viðfangsefni fyrir heilbrigðisþjónustuna og mikilvægt að hún nái því markmiði að auka lífsgæði aldraðs fólks. E 33 Heilsufarsbreytur á vist- og hjúkrunarheimili fyrir aldr- aða 1982-1998 Karin Bernhardsson, Ársæll Jónsson, Ingibjörg Bernhöft, Pálmi V. Jónsson Frá öldrunarsviöi Landspítala Droplaugarstöðum Netfang: arsaellj@shr.is Inngangur: Hjúkrunarheimilið að Droplaugarstöðum hefur verið starfrækt síðan 1982 og hefur læknisfræðileg umsjón þess verið í 28 Læknablaðið 2000/86

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.