Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Side 44

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Side 44
ÁGRIP ERINDA / XIV. ÞING FÉLAGS (SLENSKRA LYFLÆKNA gefur uppælýsingar um vatns- og saltmagn það sem inn er tekið og loks fæðumagn það sem neytl er. Niðurstöður: Niðurstöður okkar benda til þess að langreyðurin láti frá sér um 1.020 lítra af þvagi og éti 1.250 lítra af krilli á sólarhring og sandreyðurin á sama hátt 660 og 815 lítra. E 68 Líkamsvísar við fæðingu og blóðsykurgildi síðar á ævinni Bryndís E. Birgisdóttir1, Ingibjörg Gunnarsdóttir', Helgi Sigvaldason2, Gunnar Sigurðsson2,3, Guðmundur Þorgeirsson24, Inga Þórsdóttir1, Vilmundur Guðnason2, Rafn Benediktsson23 Frá 'rannsóknastofu í næringarfræði við Landspítala og matvælafræðiskor HÍ, 'Hjartavernd, 'Landspítala Fossvogi, 4Landspítala Hringbraut Netfang: beb@hi.is Inngangur: Fjöldi erlendra rannsókna hafa bent lil tengsla milli fósturþroska og algengra sjúkdóma á miðjum aldri, til dæmis sykur- sýki af gerð 2. Markmið okkar var að kanna þessi tengsl hér á landi. Efniviður og aðferðir: Urtak var 2.423 karlar og 2.405 konur fædd í Reykjavík og nágrenni 1914-1935 og tóku þátt í hóprannsókn Hjartaverndar 1967-1997. Upplýsingar um þyngd og lengd við fæð- ingu fengust úr skýrslum ljósmæðra á Þjóðminjasafni. Blóðsykur var mældur 90 mínútum eftir inntöku 50g af glúkósa. Hæð og þyngd var einnig mæld. Einstaklingar með sykursýki af gerð 1 og tvíburar voru undanskildir í úrvinnslu. I þessari frumúrvinnslu var beitt svip- uðum tölfræðiaðferðum og aðrir hafa notað. Niðursföður: Hópnum var skipt í fjögur aldursbil. þrjá hefðbundna flokka líkamsþyngdarstuðuls (LÞS eða Body Mass Index) og sex fæðingarþyngdarflokka. Tafla I sýnir meðal 90 mínútna sykurgildi í mmól/1 og leitni hjá körlum og konum á aldrinum 46-55 ára en tafla II er samantekt á marktækri leitni í öllum aldurshópum. Tafla I. Fæðingarþyngd <2500g 3000g 3500g 4000g 4500g >4500g P fyrir leitni Karlar LÞS* <25 5,5 5,6 5,4 5,3 5,4 5,2 NS** LÞS -30 5,6 6,0 6,1 5,7 5,5 5,0 <0,001 LÞS >30 7,4 6,0 7,4 6,6 5,8 5,4 <0,03 Konur LÞS <25 5,8 5,6 5,6 5,5 5,6 5,5 NS LÞS -30 6,5 5,4 5,6 5,6 5,4 5,7 NS LÞS >30 5,8 5,6 6,5 6,3 6,2 Á6 NS * LÞS = líkamsþyngdarstuöull (Body Mass Index); ** NS = non significant Tafla II. Aldur Karlar/konur <46 46-55 56-65 >65 LÞS <25 *-------------------2------------ LÞS -30 * LÞS >30** * marktæk leitni hjá körlum: ° marktæk leitni hjá konum; ** LÞS = líkamsþyngdarstuöull (Body Mass Index) Marktæk fylgni var milli fæðingarþyngdar og fastandi sykurs hjá körlum 46-55 ára (r=-0,041: P<0,05) en ekki öðrum aldurshópum. Á sama hátt reyndist einungis marktæk fylgni milli fæðingarlengdar og fastandi sykurs hjá körlum 46-55 ára (r=-0,051: p<0,02) en ekki öurum. Álykfanir: Tengsl grófra vísa um fósturvöxt við blóðsykurgildi síðar á ævinni virðast veik og ósjálfkvæm á Islandi. E 69 Breytingar á insúlínþörf og blóðsykurstjórnun sykur- sjúkra kvenna á meðgöngu Þóra Jónsdóttir1, Ástráður B. Hreiðarsson12, ReynirT. Geirsson3 Frá ‘lyfjafræðideild HÍ, 2göngudeild sykursjúkra og ’kvennadeild Landspítala Hringbraut Netfang: astradur@rsp.is Markmið: Á íslandi eru að meðaltali sex til átta þungaðar konur með tegund 1 sykursýki á hverju ári. Þær koma langflestar til eftir- lits á göngudeild sykursjúkra og í mæðravemd á kvennadeild Land- spítala Hringbraut. Sannað þykir að hár blóðsykur á meðgöngu tengist hærri dánar- tíðni og verri útkomu hjá börnum og jafnvel mæðrum víða um heim. Hætta er á fósturgöllum, að börn verði mjög stór eða fæðist fyrir tímann. Því er mjög mikilvægt að sykursjúkar konur hafi góða stjórn á blóðsykri áður en þungun verður og í meðgöngunni sjálfri. Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvemig insúlínþörf og blóðsykurstjórnun kvenna með tegund 1 sykursýki breyttist yfir meðgöngu. Efniviður og aðferðir: Urtakið var valið þannig að skoðaðar vom all- ar sykursjúkar konur sem vom í eftirliti á göngudeild sykursjúkra og í mæðravernd á kvennadeild Landspítalans á tímabilinu 1987-1999. Alls voru 28 konur í lokaúrtakinu. Aðeins var litið á síðustu meðgöngu þeirra kvenna sem áttu fleiri en eitt barn á tímabilinu til að forðast skekkju af því að meta sömu konuna tvisvar. Konumar mældu sjálfar hjá sér blóðsykur, oftast fjómm sinnum á dag, og breyttu insúlínskammti í samræmi við þær mælingar. Niðursföður og ályktanir: Hægt var að skipta rannsóknarhópnum í tvennt: konur sem lítið þurftu að breyta insúlínskammti yfir með- gönguna (n=7; 25%) og þær sem þurftu að auka insúlínskammt (n=21; 75%). Einkennandi ferill hjá þeim konum sem breyting varð hjá á insúlínskammti lýsti sér með minnkaðri insúlínþörf í byrjun meðgöngu, síðan kom stöðugt tímabil en undir lok meðgöngunnar jókst insúlínskammturinn (Z=-4,374; p<0,001). Meðalinsúlín- skammtur jókst úr 45,3 einingum ±15,0 (SD) fyrir meðgöngu, í 61,3 einingar ±20,0 (p<0,01) á síðasta þriðjungi meðgöngunnar. Alls sýndu 10 konur fall í insúlínþörf undir lok meðgöngu. Sautján börn (60%) voru stór og feit (Ponderal index>2,75 g/cm') og 70% barnanna voru tekin með keisaraskurði. Flestar konurnar höfðu nokkuð góða blóðsykurstjómun fyrir meðgönguna, meðal HbAic var 7,4±1,9% (viðmiðunargildi 4,9%- 5,9%) og lækkaði HbAk í 6,1±1,1% að meðaltali á meðgöngu. E 70 Fastandi blóðsykur í háræðaheilblóði sem áhættuþáttur kransæðadauða og dauða af öllum orsökum Sigurjón Vilbergsson1'2, Helgi Sigvaldason1, Vilmundur Guðnason', Gunnar Sigurösson1-3, Rafn Benediktsson13 Frá 'Rannsóknarstöð Hjartaverndar, "Sentralsjúkrahúsinu í Austur-Agder fylki, Noregi, ’Landspítala Fossvogi Netfang: svilberg@c2i.net Inngangur: Samkvæmt hóprannsókn Hjartaverndar er sykursýki mikilvægur áhættuþáttur kransæðadauða. Sykurþolspróf hefur ver- ið helsta greiningaraðferðin en framkvæmd þess er erfið og mark- vísi slök. Erlend samtök (ADA/WHO) leggja til ný skilmerki grein- ingar sykursýki, sem leggja meiri áherslu á fastandi blóðsykur. Til- gangur þessarar rannsóknar var að skoða sérstaklega fastandi blóð- sykur Islendinga með tilliti til dánartíðni. 42 Læknablaðið 2000/86

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.