Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Blaðsíða 49

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Blaðsíða 49
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XIV. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA ÁGRIP VEGGSPJALDA V 01 Hjartabilun og endurhæfing Sólrún Jónsdóttir', Karl Andersen2, Axel Sigurðsson3, Stefán B. Sigurðsson’, Hans Jakob Beck3, Marta Guðjónsdóttir3 Frá 'læknadeild HÍ, 2hjartadeild Landspítala Fossvogi, 'hjartadcild Landspítala Hringbraut, 'Reykjalundi endurhæfingarstöð Netfang: andersen@shr.is Inngangur: Endurhæfing er mikilvægur þáttur í meðferð sjúklinga með kransæðasjúkdóm. Áhrif markvissrar endurhæfingar meðal þeirra sem hafa hjartabilun eru minna þekkt. Efniviður og aðferðir: Við könnuðum áhrif hjartaendurhæfingar meðal 43 sjúklinga með greininguna hjartabilun. Eftir grunnmæl- ingar var hópnum slembiraðað í tvo jafn stóra undirhópa, þjálfunar- hóp og viðmiðunarhóp. Þjálfunarhópurinn fékk markvissa endur- hæfingu tvisvar í viku undir leiðsögn sjúkraþjálfara ásamt fræðslu. Viðmiðunarhópurinn fékk enga sérstaka meðferð, en fylgst var með þeim símleiðis. I upphafi og við lok sex mánaða rannsóknar- tímabils voru meðal annars gerðar mælingar á súrefnisupptöku við stigvaxandi álag, útfallsbroti vinstri slegils við hjartaómun, sex mín- útna gönguþolspróf, öndunarmælingar, vöðvastyrksmælingar, blóð- rannsóknir og mat á heilsutengdum lífsgæðum með stöðluðum spurningalista. Niðurstöður: Enginn hefur hætt þjálfun vegna aukaverkana. Niður- stöður grunnmælinga liggja fyrir og verða kynntar á lyflæknaþingi. Útfallsbrot fyrir þjálfun mældist að meðaltali 41±13,4%. Þrektala fyrir þjálfun var 15,3+3,3 ml/kg/mín. Ályktanir: Á þinginu verða kynntar niðurstöður grunnmælinga og mismunandi mælikvarðar á starfsþreki hjartabilunarsjúklinga bornir saman. V 02 Rannsókn á skyldleika sjúklinga með þarmabólgu- sjúkdóm á íslandi Inga Reynisdóttir', Daníel F. Guöbjartsson', Jóhann Heiöar Jóhannsson2, Kristleifur Kristjánsson', Sigurður Björnsson3 Frá 'íslenskri erfðagreiningu, 'Landspítala Hringbraut, 3Landspítala Fossvogi Netfang: johannjh@rsp.is Inngangun Sáraristilbólga (colitis ulcerosa, UC) og svæðisgamabólga (Crohns sjúkdómur, CD) eru alvarlegir bólgusjúkdómar í þörmum, sem oft ganga undir samheitinu þarmabólgusjúkdómur (inflamma- tory bowel disease, IBD). Erlendar rannsóknir benda til þess að erfðir og umhverfi eigi þátt í myndun þessara sjúkdóma. Markmiðið var að finna skyldleika íslenskra sjúklinga með þarmabólgusjúkdóm og bera saman með tölfræðilegum aðferðum við viðmiðunarhópa. Efniviður og aðferðir: Niðurstöður rannsókna á nýgengi þarma- bólgusjúkdóms á íslandi á 47 ára tímabilinu 1950-1996 hafa verið birtar. Þá greindust 1.163 einstaklingar með þarmabólgusjúkdóm. í ætlfræðigagnagrunni Islenskrar erfðagreiningar eru skráðir rúmlega 600.000 íslendingar og ættartengsl þeirra. Gagnagrunnurinn var notaður til þess að kanna skyldleika sjúklinganna, annars vegar fyrir hópinn í heild og hins vegar fyrir undirhópana tvo (UC og CD), sem síðan var borinn saman við skyldleika innan viðmiðunarhópa. Niðurstöðun Skyldleikarannsóknin bendir til þess að ættartengsl séu meiri meðal sjúklinganna en meðal einstaklinga í viðmiðunarhópum. Einnig eru meiri líkur á að sjúkdómurinn finnist hjá nánu skyldfólki sjúklings heldur en hjá nánu skyldfólki einstaklings í viðmiðunarhópi. Áhættustuðullinn /, er 5,6; 6,6 og 4,3 fyrir systkini sjúklinga með þarmabólgusjúkdóm, sáraristilbólgu og svæðisgarnabólgu. Þegar ættir þarmabólgusjúklinga eru raktar til sameiginlegra forfeðra (min- imum founder test) er fjöldi þeirra minni en meðalfjöldi sameigin- legra forfeðra viðmiðunarhópa (p <106). Skyldleikastuðullinn (kin- ship coefficient) fyrir þarmabólgusjúkdómshópinn er 1,94x10 J sem er 11 staðalfrávikum hærri en skyldleikastuðullinn fyrir viðmiðunar- hópa (p <10*). Sömu niðurstöður fengust hvort sem prófin voru gerð fyrir sjúklingahópinn í heild eða fyrir undirhópana tvo. Ályktanir: Rannsóknin bendir til þess að þarmabólgusjúklingar á Islandi séu mun skyldari en einstaklingar í viðmiðunarhópum og styrkja þá kenningu að erfðir eigi gildan þátt í tilurð sjúkdómanna. V 03 Greining á úrfellingu á C4 geninu með nýrri LR-PCR aðferð. Skimun í íslenskum fjölskyldum með ættlægan SLE sjúkdóm Helga Kristjánsdóttir, Kristján Steinsson Frá rannsóknastofa í gigtsjúkdómum Landspítala Hringbraut Netfang: helgak@rsp.is Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að greina erfðafræðilegan grunn C4A prótínskorts (C4AQ0) í íslenskum fjölskyldum með ætt- lægan SLE sjúkdóm. Að staðfesta C4A prótínskort vegna úrfelling- ar á C4A geninu með því að skima fyrir úrfellingunni með nýrri langdrægri PCR (long range PCR) aðferð. Inngangur: Með prótínrafdrætti höfum við áður greint skort á komplímentþætti 4A (C4AQ0) hjá 50% íslenskra SLE sjúklinga. Það er hins vegar tæknilega erfitt að staðfesta C4AQ0 hjá arfblendn- um einstaklingum, þar sem stuðst er við styrkleika prótínbanda í rafdrætti til að meta hvort einstaklingur er arfblendinn eða eðlilegur með tilliti til C4A prótíns. Fjölskyldurannsókn með greiningu á MHC setröðum í tengslum við C4A er nauðsynleg til að greina arfblendna einstaklinga með góðri vissu. Erfðafræðilegur grunnur C4A skorts er breytilegur, en stór úrfelling sem nær yfir nánast allt C4A genið er grunnur C4AQ0 hjá allt að 2/3 hvítra SLE sjúklinga með C4AQ0. Úrfellingin finnst í tengslum við MHC setröðina HLA-B8-C4AQ0-C4B1-HLA-DR3. Vegna mikillar samsvörunar C4A og C4B genanna (99%) hefur til þessa ekki verið mögulegt að nota venjulegar PCR aðferðir til að greina úrfellingu á C4A geninu. Efniviður og aðferðir: Ný PCR aðferð til greiningar á úrfellingu á C4A geninu var þróuð. Aðferðin byggir á tveimur LR-PCR hvörf- um, einu sértæku fyrir úrfellingu á C4A geninu og einu sértæku C4A án úrfellingar. Staðfesting á úrfellingunni er því möguleg jafnt hjá arfblendum sem arfhreinum einstaklingum. Rannsóknin náði til 156 einstaklinga úr níu íslenskum fjölskyldum með ættlægan SLE sjúkdóm og voru þátttakendur skimaðir fyrir úrfellingu á C4A gen- inu. Úrfelling á C4A geninu var staðfest hjá arfblendnum eða arf- hreinum einstaklingum. Niðurstöður LR-PCR greiningar voru bornar saman við C4A prótfnrafdrátt og MHC setraðagreiningu. Niðurstöður: Með þessari nýju LR-PCR aðferð höfum við staðfest úrfellingu á C4A geninu í íslenskum SLE fjölskyldum. Úrfellingin er til staðar hjá 57% SLE sjúklinga með C4A prótínskort. Úrfellingin fannst í tengslum við 4 MHC setraðir: 1. klassísku C4A úrfellingar setröðina HLA-B8-C4AQ0-C4B1-HLA-DR3 og þrjár afleiður hennar 2. HLA-B8-C4AQ0-C4B1-HLA-DR2,3. HLA-B8-C4AQ0- C4B1-HLA-DR7 og4. HLA-B8-C4AQ0-C4B1-HLA-DR10. Ályktanir: Við höfum þróað nýja LR-PCR aðferð til að greina úr- fellingu á C4A geninu. Aðferðin gerir mögulega hraða og nákvæma greiningu á C4A úrfellingu og greinir á milli arfblendinna og arf- Læknablaðið 2000/86 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.