Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Blaðsíða 27

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Blaðsíða 27
ÁGRIP ERINDA / XIV. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA og hins vegar að meta einkenni frá meltingarvegi og almenna and- lega líðan þátttakenda. Efniviður og aðferðir: Mældur var magatæmingarhraði, flæðishraði í gegnum smáþarma og flæðishraði í gegnum ristil hjá 14 heilbrigð- um konum á aldrinum 20-35 ára. Engin þeirrra notaði getnaðarvörn sem byggir á hormónum, hafði þekktan sjúkdóm í meltingarvegi eða notaði önnur lyf að staðaldri. Auk þess voru lagðir spurninga- listar fyrir konurnar, annars vegar varðandi einkenni frá meltingar- vegi og hins vegar varðandi almenna andlega líðan. Pá var styrkur prógesteróns og östrógens mældur einu sinni í hvorum fasa tíða- hingsins. Mælingar í follicular fasa voru gerðar á sjötta til áttunda degi tíðahings (fyrsti dagur var settur sem fyrsti dagur blæðinga) en mælingar í luteal fasa voru gerðar á 20. að 22. degi. Magatæmingar- hraði var mældur með ísótópaaðferðum sem mæla l3C í útöndunar- lofti, mælingar á flæðishraða gegnum smáþarm voru gerðar með aðferð sem mælir H2 í útöndunarlofti og mælingar á flæði gegnum ristil voru gerðar með röntgenmyndatöku eftir að þátttakendur höfðu neytt röntgenþéttra hringja. Niðurstöður og ályktunir: Niðurstöður og ályktanir verða kynntar á þinginu. E 28 Eitranir á bráðamóttöku Landspítalans á árunum 1996- 1998 Guðrún Björg Elíasdóttir', Ástráður B. Hreiðarsson1-2, Gyða Baldursdóttir3, Guðmundur Þorgeirsson23 Frá 'lyfjafræðideild HÍ, 2lyflækningadeild og 'bráðamóttöku Landspítala Hringbraut Netfang: astradur@rsp.is Inngangur: Eitranir eru algeng vandamál á bráðamóttöku sjúkra- húsa víða um heim. Hér á landi hafa verið gerðar rannsóknir á tíðni lyfjaeitrana á bráðamóttöku og lyflækningadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur og var síðasta rannsóknin gerð árið 1987-1988. Á Landspítal- anum hefur aðeins verið gerð ein slík rannsókn og er hún frá 1968. Er því orðið löngu tímabært að kanna þessi mál á bráðamóttöku Landspítalans. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til allra þeirrar sem komið höfðu á bráðamóttöku Landspítalans á tímabilinu 1996-1998 og fengið höfðu sjúkdómsgreininguna samkvæmt ICD-9 og 10: eitrun af lyfjum, meðulum og lífrænum efnum (960-979, T35-T50, X61) og eituráhrif efna sem að mestu koma ekki úr lyfjum (980-989, T51- T65). Sjúkraskrár voru yfirfarnar og voru allar upplýsingar skráðar í Spss sem notað var til að vinna úr niðurstöðum. Niðurstöður: Könnunin náði til 607 innlagna og voru 500 einstak- lingar á bak við þær. Kynjahlutfall var 385 konur á móti 222 körlum. Aldurshópurinn 21-30 ára átti flestar innlagnir, alls 170. Benzódía- zepín voru algengasti eitrunarvaldurinn (27%), þar á eftir komu verkja- (16%) og geðdeyfarlyf (15%). Eitranir af völdum annarra efna en lyfja voru sjaldgæfar (4%). í um 55% tilvika var tekið inn eitt lyf eða annað efni og í 36% tilvika var áfengi einnig til staðar. Algengasta ástæða eitrunar var tilraun til sjálfsvígs (48%) en flestir voru með litla eða enga meðvitundarskerðingu við komu (81%). Algengasta meðferðin var magaskolun og gjöf lyfjakola. Geðráð- gjöf var notuð í 57% tilvika. Flestir útskrifuðust heim eftir innlögn á bráðamóttöku (44%) og í 24% var þörf innlagnar á geðdeild. Á rannsóknartímabilinu létust þrír af völdum eitrunar. Ályktanir: Eitranir sem koma inn á bráðamóttöku sjúkrahúsa eru í flestum tilvikum vægar. Sú meðferð sem notuð hefur verið við með- höndlun á eitrunum hefur reynst vel og voru dauðsföll fá. Upplýs- ingar um tíðni, tegund og ástæðu eitrana eru mikilvægar þegar huga ber að meðferð og forvarnarstarfi gegn eitrunum. Þegar um er ræða eitranir af völdum sjálfsvígstilraunar þá skiptir aðgengi fólks að lyfj- um og öðrum efnum miklu máli þar sem í flestum tilvikum er það lyf eða efni tekið, sem hendi er næst. E 29 Rannsókn á algengi þunglyndis og notkun þunglyndis- lyfja meðal ungs fólks á íslandi Tinna Traustadóttir Frá lyfjafræðideild HÍ Netfang: tinnat@hi.is Inngangur: Þunglyndi er með algengustu sjúkdómum ungs fólks. Fjöldi sérfræðinga telur þunglyndi vaxandi vandamál, sérstaklega meðal kvenna og þeirra sem yngri eru. Rannsóknum ber saman um að þunglyndi sé vanmeðhöndlað og aðeins þriðjungur fái meðferð. I þessari rannsókn er algengi þunglyndis og notkun þunglyndislyfja meðal ungs fólks á Islandi, 18-25 ára, kannað. Efniviður og aðferðir: Urtakið var valið af handahófi úr þjóðskrá og náði til 2.000 (5,89%) íslendinga fæddra á árunum 1973-1980. Þátt- takendum var sendur spurningalisti í pósti sem innihélt meðal ann- ars General Health Questionnaire sem skimar eftir þunglyndis- og kvíðaröskunum, DIA-X-SSQ þunglyndisspurningarnar og CAGE sem skimar eftir áfengissýki. Svarhlutfallið var 62,2%. Niðurstöður: Algengi þunglyndisraskana hjá ungu fólki á Islandi virtist 17,2%. Konur (19,4%) þjáðust oftar af slíkum röskunum en karlmenn (14,2%). Notkun þunglyndislyfja í þessum aldurshópi var að minnsta kosti 4% árið 1999. Helmingur þátttakendanna hafði neytt ólöglegra vímuefna og 17,1% ungs fólks á Islandi var með tilhneigingu til þess að misnota áfengi. Karlar (24,6%) voru mun oftar með tilhneigingu til þess að misnota áfengi en konur (11,52%). Sjálfsvígshugsanir voru algengar (47%) hjá ungu fólki og 5,4% þátt- takendanna höfðu reynt að stytta sér aldur. Samband var á milli þunglyndisraskana og áfengis- og vímuefnaneyslu. Umræða og ályktun: í rannsókn sem framkvæmd var hér á landi var algengi þunglyndis- og kvíðaraskana 21% hjá ungu fólki, 20-29 ára. Notkun þunglyndislyfja í þeim aldurshópi var hins vegar mjög fátíð (0,3%) (1). Notkun þunglyndislyfja hefur aukist mjög mikið í þess- um aldurshópi og raunar tífaldast samanborið við rannsóknina frá árinu 1984. Þeim sem misnota áfengi (17,2%) hefur fjölgað mjög borið saman við sjö ára gamla rannsókn þar sem algengið var 11,7% meðal þeirra sem voru 20-29 ára (2). Heimildir 1. Helgason T, Björnsson J. Algengi minniháttar geðkvilla og ávísana á geðdeyfð- arlyf og róandi lyf í Reykjavík 1984. Læknablaðið 1989; 78: 389-95. 2. Gíslason Þ, Tómasson K, Reynisdóttir H, Björnsson JK, Kristbjarnarson H. Heilsufarslegir áhættuþættir umferðarslysa. Læknablaðið 1994; 80:193-200. E 30 Samband skólagöngu, líkamshreyfingar og lífslíkna Einar Þór Þórarinsson1, Þóröur Harðarson12, Helgi Sigvaldason3, Nikulás Sigfússon3 Frá ‘læknadeild HÍ, 2lyflækningadeild Landspítalans, ’Rannsóknarstöð Hjartaverndar Netfang: ethth@hi.is Inngangur: Vel þekkt er sambandið á milli lengdar skólagöngu og lífslíkna. Við höfum sýnt fram á þetta samband í hóprannsókn Hjartaverndar og einnig að þetta samband skýrist aðeins að hluta til Læknablaðið 2000/86 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.