Listin að lifa - 01.03.2004, Síða 3

Listin að lifa - 01.03.2004, Síða 3
Ennþá líf að loknu starfi Með stöðugt bættu heilsufari og framförum í læknisþjónustu hefur meðal- lífaldur hækkað verulega. í Ijósi þessa er Ijóst, að þegar fólk lætur af störf- um og fer að taka eftirlaun getur það vænst þess að eiga a.m.k. 15 - 20 ár ólifuð. Því er mjög mikilvægt að njóta þessarra ára sem best. Bæta árum við lífið, árum sem geta verið gjöful og góð. Nokkur verkalýðsfélög, örfá sveitarfélög og stór fyrirtæki hafa efnt til stuttra námskeiða um starfslok. Landssamband eldri borgara hefur átt þess kost að koma að þessum nám- skeiðum og kynna þar starfsemi sína og aðildarfélaga sinna. Eitt af veigamestu verkefnum félaga eldri borgara vítt og breitt um landið hefur verið fólgið í margskonar tómstundaiðju fyrir félaga sína, bæði til afþreyingar, en ekki síður til uppbyggingar líkama og sálar. Verkefni félaganna eru mjög fjölbreytileg, allt frá því að vera hagsmunagæsla fyrir félagsmenn til þess að sjá um og skipuleggja menningar-, fræðslu-, ferða- og tómstunda- störf. Þá reka sum félögin ráðgjafar- og þjónustustarfsemi, t.d. um lögfræðileg efni og tryggingamál, önnur annast af- þreyingarþjónustu í umboði sveitarfélaganna. Augljóst er að flest aðildarfélög Landssambandsins inna af hendi mjög mikilvæga þjónustu og störf innan sveitarfélaganna. Stefna Landssambandsins er að leitast við að fá sem flesta aðila til jákvæðs samstarfs, ekki síst stjómvöld. Sam- starf við stjórnvöld og sveitarfélög tekur mið af því að bæta kjör og líðan félaga okkar. Snar þáttur í góðri líðan er að geta lifað í góðu velferðarkerfi, sem veitir gott fjárhagslegt og umönnunarlegt öryggi. Því mótmælum við harðlega, ef hið opinbera gefur svo naumt á garðann að fjöldi fólks þarf að búa við raunverulega fátækt, þó að ráðamenn okkar vilji ekki viðurkenna það. Enn verra er þó, hve erfítt er að hrista af sér fátækt- arokið fyrir fólk með sjálfsbjargarviðleitni - vegna fá- tækragildru í formi óhóflegra tekjutenginga. Hér eru mestu tekjutengingar sem um getur á byggðu bóli! Það er staðreynd að lífeyrissjóðakerfíð okkar er skyn- samlega uppbyggt og verður mjög gott, þegar það hefur náð að þróast. Samt er það ekki enn þess umkomið að yfir- taka opinbera eftirlaunakerfið, þótt stjórnvöld telji að svo sé. í raun er það skammarlegt að yfirvöld skuli búa svo um hnútana, að jafnvel grunnlífeyrir, sem allir eiga rétt á, skuli vera tekjutengdur, svo að stór hópur eftirlaunaþega fær hann ekki (sjá bls. 37). Grunnlífeyri má líkja við greiðslu úr lífeyrissjóði. Lítum nánar á þennan samanburð. Nú ákveður einhver lífeyrissjóður að hætta greiðslum til einhvers sjóðsfé- laga - af því að hann er með of miklar tekjur! Myndi viðkomandi sætta sig við slíka útreið? Blaðið okkar, Listin að lifa, er núna með Borgarfjarðar- dali í brennidepli. í síðustu blöðum hefur verið varpað ljósi á fjölmarga landshluta og þeir settir í brennidepil. Anægju- legt er að sjá hve fjölbreytt og lifandi starf er unnið um land allt - að skynja hvað eldri borgarar taka sér margt nyt- samlegt fyrir hendur - í þágu samfélagsins. Höfum það hugfast að aldrei er of seint að læra eitthvað nýtt og taka að sér verkefni sem hverjum og einum hæfír. Sníða sér stakk eftir vexti. Reynurn að njóta eftirlaunaáranna eins vel og kostur er. Verum virk og skapandi. c)Cel/jl 9C. 9('/átmssan, viðskiptafrœðingur og varaformaður Landssambands eldri borgara RITSTJÓRAPISTILL: Félag aldraðra í Borgarfjarðardöl- rzsf. um er fámennt félag, en starfsemi þess er mjög til fyrirmyndar. Undir stjórn Þórunnar Eiríksdóttur, fyrr- ^.0 verandi formanns, hefur félagið ^ bryddað upp á ýmsum nýjungum, v ' eins og fram kemur í viðtölum hér á eftir. Stórkostlegt að ná tali af Þórunni áður en hún hvarf. Andinn var skýr, þótt líkam- inn væri veikur. Þessi merka forystukona vildi að þið fréttuð af hugsjónastarfinu í þágu aldraðra áður en hún yf- irgæfi Móður jörð. Ekki er öllum gefið að hafa svo eld- heita starfsorku. Borgarbúar sækja mikið í náttúrufegurð Borgarfjarðar- dala, koma og fara líkt og farfuglarnir. En fólkið sem býr hér allt árið er hluti af hinu fagra umhverfi. Á vetuma er gott að heimsækja fólk í sveitum. Stundum var sem tím- inn stæði kyrr - og nánd mannlífsins slík að enginn sýnd- ist einmana. Borgarfjarðarheimsóknin er ógleymanleg, eins og fólkið sem heilsar ykkur núna á síðurn blaðsins. Ágætu gestgjafar - starfið áfram í anda Þórunnar! Eldheit barátta hennar fyrir fegrun umhverfís, réttindum kvenna og velferð barna - hvatningin til ykkar mun marka samfé- lag Borgarfjarðardala um ókomna tíð. Með góðri h’eðju lil ykkar allra Sir. cf&jmqvirtS' 3

x

Listin að lifa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.