Listin að lifa - 01.03.2004, Síða 9
18. september, brottför ki. 13.00
Haustlitir í Skorradal. Ekið um Uxahryggi og Lundar-
reykjadal til Skorradals. Á heimleiðinni ekið um Geldinga-
draga og Hvalfjörð.
Kvöldverður og dans í veitingastaðnum Skessubrunni.
Leiðsögumenn: Tómas Einarsson og Páll Gíslason.
Verð: Félagsmenn kr. 4.000, aðrir kr. 4.200.
Innifalið í verði: Akstur, leiðsögn og matur.
Lengri ferðir
15.-16. júní, 2 dagar, brottför ki. 9.00
Snæfellsnes og Flatey á Breiðafirði.
Ekið í kringum Snæfellsjökul og markverðir staðir skoðað-
ir. Siglt frá Stykkishólmi til Flateyjar og eyjan skoðuð
meðan skipið fer til Brjánslækjar.
Gisting: Hótel Framnesi Grundarfirði.
Leiðsögumaður: Tómas Einarsson.
Verð: Félagsmenn kr. 14.200, aðrir kr. 14.900.
Innifalið í verði: Akstur, leiðsögn, gisting, morgun- og
kvöldverður, sigling.
18.-23. júní, 6 dagar, bottför kr. 8.00
Vestfirðir. Farið um stórbrotna náttúru Vestfjarða.
Rauðisandur, Látrabjarg, Bolafjall, Jökulfirðir, Kaldalón.
Siglt til Hesteyrar og Vigur og að Bæjum á Snæfjalla-
strönd.
Gisting: Stekkabóli Patreksfirði 2 nætur, Hótel ísafirði 2
nætur, Hótel Reykjanes l nótt.
Leiðsögumaður: Marías Þ. Guðmundsson.
Verð: Félagsmenn kr. 56.700, aðrir kr. 59.400.
Innifalið í verði: Akstur, leiðsögn, gisting, morgun- og
kvöldverðir, sigling.
29. júní-3. júlí, 5 dagar, brottför kl. 8.00
Norðurland. Ekið um fagrar sveitir Norðurlands. Akureyri,
Grímsey, Vesturfarasafnið á Hofsósi, Hólar í Hjaltadal,
Þverárfjall, Skagaströnd. Blönduvirkjun, heimleiðis um
Kjöl.
Gisting: Hótel Edda Akureyri 2 nætur, Hótel Varmahlíð l
nótt og Hótel Edda Húnavöllum l nótt.
Leiðsögumaður: Valgarð Runólfsson.
Verð: Félagsmenn kr. 48.600, aðrir kr. 50.900.
Innifalið í verði: Akstur, leiðsögn, gisting, morgun- og
kvöldverðir, sigling, safn.
4.-10. júlí, 7 dagar, brottför kl. 8.00
Austurland. Ekið um Suðurland til Hornafjarðar, um Suð-
urfirðina til Reyðarfjarðar og Neskaupstaðar, skroppið til
Mjóafjarðar, Kárahnjúkasvæðið skoðað. Dettifoss, Mývatn.
Heimleiðis um Sprengisand. Gisting: Hótel Eddu Nesja-
skóla l nótt, Hótel Eddu Neskaupstað I nótt, Hótel Eddu
Eiðum 3 nætur og Hótel Eddu Akureyri l nótt.
Leiðsögumaður: Valgarð Runólfsson.
Verð: Félagsmenn kr. 61.200, aðrir kr. 64.100.
Innifalið í verði: Akstur, leiðsögn, gisting, morgun- og
kvöldverðir.
21. -25. júlí, 5 dagar, brottför kl. 8.00
Laugafell, Flateyjardalur, Askja. Ekið um Sprengisand að
Fjórðungsvatni, þaðan til Laugafells og um Eyjafjarðardali
til Akureyrar. Grenivík, ekið um Dalsmynni og Flateyjardal
út að Brettingsstöðum við Skjálfanda. Mývatn, Herðu-
breiðarlindir, Drekagil, Víti og Askja.
Gisting: Hótel Edda Akureyri 2 nætur og Hótel Edda
Stórutjömum 2 nætur.
Leiðsögumaður: Borgþór Kjærnested.
Verð: Félagsmenn kr. 43.800, aðrir kr. 45.900.
Innifalið í verði: Akstur, leiðsögn, gisting, morgun- og
kvöldverðir.
22. -26. ágúst, 5 dagar, brottför kl. 8.00
Eldgjá, Lakagígar, Ingólfshöfði, Jökulsárlón.
Ekið um Þjórsárdal og Landmannalaugar til Eldgjár og um
Skaftártungu til Kirkjubæjarklausturs. Lakagígar skoðaðir
og gengið á Laka. Fjaðrárgljúfur. Ekið austur að Skaftafelli
og Jökulsárlóni, í bakaleið skroppið út í Ingólfshöfða.
Reynisfjörur, Dyrhólaey, Skógar.
Gisting: Hótel Edda Kirkjubæjarkaustri 2 nætur, Gisti-
heimilinu Hofi Öræfum 1 nótt, Hótel Dyrhólaey 1 nótt.
Leiðsögumaður: Þórunn Þórðardóttir.
Verð: Félagsmenn kr. 43.000, aðrir kr. 47.300.
Innifalið í verði: Akstur, leiðsögn, gisting, morgun- og
kvöldverðir.
26. maí - 4. júní, 10 dagar, brottför kl. 9.00
Ferð til Færeyja. Lagt verður af stað frá Reykjavík og ekið
sem leið liggur til Akureyrar og Mývatns þar sem verður
gist. Næsta morgun er lagt af stað kl. 8.00 ekið til Seyðis-
fjarðar og um borð í Norröna. Til Þórshafnar er komið
eldsnemma næsta morgun. Þar tekur Jóhanna Traustadóttir,
leiðsögumaður, á móti hópnurn og verður með honum allan
tímann í Færeyjum. Næstu daga verður farið í skoðunar-
ferðir m.a. til Kirkjubæjar, Austureyjar og Vogeyjar, siglt
til Klakksvíkur og gengið um gamla bæinn í Þórshöfn, m.a.
um Þinganesið, hinn forna þingstað.
Gist verður á Hótel Föroyar í 5 nætur. Frá Þórshöfn er
siglt síðdegis miðvikud. 2. júní, komið til Seyðisfjarðar
snemma morguns og ekið til Hornafjarðar og Skaftafells,
þar sem verður gist. Síðasta daginn, 4. júní, sem er tíundi
dagur ferðarinnar, er ekið sem leið liggur um Suðurströnd-
ina til Reykjavíkur.
Verð um kr. 90.000 til kr. 100.000. Það fer eftir fjölda þátt-
takenda.
Skráning á skrifstofu félagsins í síma 588 2111
Pcmtið tímanlega í gistiferðirnar, því að staðfesta þarf hót-
el með mánaðarfyriiyara. Athugið! Félagsfólk úr öðrum
félögum á kost á að taka þátt íferðunum.
Geymið blaðið til að minna ykkur á ferðirnar! En
vegna breytinga á dagbók Morgunblaðsins er ekki
hægt að auglýsa eins oft og áður. Staifsfólk á skrifstof-
unni gefur líka upplýsingar. Brottför í allar ferðir er
frá Ásgarði, Glœsibæ, Álfheimum 74. Hafið nesti með í
allar dagsferðir, gleymið ekki kaffbrúsanum!
9