Listin að lifa - 01.03.2004, Síða 22

Listin að lifa - 01.03.2004, Síða 22
„Maður stóð oft frammi fyrir ögrandi verkefnum sem einhver þurfti að leysa. Og þegar búið var að flækja mér í þau, var ekki um annað að ræða en vinna þau eins vel og ég hafði vit á. Þegar á leið fór samt að sækja á mig félags- leg þreyta og mér fannst ég geta dregið mig í hlé með góðri samvisku, búin með minn kvóta í félagsmálavafstri. Ég er líka þeirrar skoðunar að eldra fólk eigi að draga sig í hlé, heldur fyrr en seinna, og treysta þeim yngri fyrir stjómartaumunum. Gamla fólkið er um langan aldur búið að leiðbeina þeim yngri, miðla þeim af reynslu sinni og reyna að vara þá við því varhugaverðasta, en búið er að sannreyna að yngri kynslóðin hlustar ekki á nema að tak- mörkuðu leyti. Við getum ekki forðað henni frá mistökum, hve fegin sem við viljum. Sorglegt, en þeir ungu verða að reka sig á. Þeirra er framtíðin, ekki okkar sem hverfum brátt af sjónarsviðinu." Frumherji í umhverfismálum: Þórunn var í stjórn Kvenfélagasambands íslands og sótti stjórnarfundi út fyrir landsteinana til Noregs og Danmerkur. Eitt af því sem heillaði hana þar var endurnýting á ýmsum hlutum. „Norsku og dönsku konumar voru komnar þó nokkuð lengra en við íslendingar. Við sáum bara eitt - að henda og henda! Ég var svo hrifin af þessu, að ég hélt erindi um end- urnýtingu á stjórnarfundi hjá K.í. Þetta vakti svo mikla at- hygli að kvenfélögin fóru að panta mig til að kynna málið. Og ég fór að flytja erindi úti um allt land, hvemig við gætum endurnýtt allt sem við hendum. Ég byrjaði yfirleitt mál mitt með að segja: Stelpur mínar! Mitt vopn gegn... Eitt snjallræðið var að hola að innan fjall og koma bfla- draslinu þar fyrir - búa til málmnámu sem bændur gætu sótt í. Nú er Sorpa komin og grænar hreyfingar í Hvítár- síðu, en þá var ekkert slíkt fyrir hendi.“ Þú komst líka nálægt pólitík, Þórunn. „Já, Jónas Ámason narraði mig á framboðslistann 1978. Ég sá strax að þetta hentaði mér ekki, en það var lífsreynsla að kynna stefnumál og kynnast fólki. Alþýðubandalagið féll best að mínum sjónarmiðum, ég barðist fyrir þeirra málstað.“ Hún var meb króníska hræöslu vi& ræ&ustólinn, eins og margar af hennar kynslób, en komst samt yfir þetta allt. „Ég var& a& hafa allt skrifab fyrir framan mig. Þa& þý&ir ekki a& láta undan sjálfri sér! " Lítum aðeins á bernskuár Þórunnar til að skilja lífshlaup hennar og mótun. Hún er fædd 1928 í afskekktri sveit efst í Norðurárdal. Á hennar uppvaxtarárum voru hvorki vegir né brýr og yfir tvær óbrúaðar ár frá Glitstöðum. Þórunni dreymdi um að komast á ungmennafélagsfundi í sveitinni, en lokaðist oft innan fljótanna. „Ég var elst af 5 systrum og þótti svo óþekk og uppátektarsöm að samanburður var mér óhagstæður. Guðrún næstelsta systir mín var svo ljúf og þæg, að ég fékk oft að heyra: „Heldur vildi ég eiga þrjár Rúnur en eina Tótu... vertu nú ljúf og góð eins og Rúna.“ Ég var afbrýðisöm og alveg rúin sjálfstrausti þegar ég kom úr foreldrahúsum. Stráka- og stelpustörf: „Þar sem ég var elst var ég látin gera mikið af strákaverkum, sem mér fannst meira gaman Ingibjörg Bergþórsdóttir og Þórunn með gestgjafa sínum, Barbro Svenson, á vinabæjarmóti í Svíþjóð 2003. en vera í uppvaski, barnapössun og þvottum innandyra. Þetta tímabil frá því að vinnukonur hættu að vera á sveita- bæjum og þar til heimilisvélar komu var gegndarlaus þræl- dómur fyrir sveitakonur. Mamma var líka á sprettinum all- an daginn og vann iðulega fram á nótt. Óskadraumur æði margra húsmæðra var að dæturnar ættu kost á kvennaskóladvöl. Mamma og fleiri konur í hér- aðinu voru búnar að vinna að stofnun Varmalandsskóla - og þangað vildi hún endilega að ég færi. Mæðurnar vildu veita dætrunum þá menntun sem þær höfðu þráð sjálfar. En mig dreymdi um að komast í lýðháskóla til Norðurland- anna. Tíu íslenskir nemendur fengu ókeypis skólavist og ég átti góða möguleika, en þá var ég trúlofuð Ólafi sem átti heima í nágrenni Varmalands. Svo að ég lét undan þrýst- ingi frá mömmu og settist í Varmalandsskóla eftir skólavist á Reykholti. Ég var óhneigð fyrir innanhússtörf, en þarna lærði ég manneldisfræði. Líka ágætt að læra heilsufræði, en uppeld- isfræðin var verri en ekkert. Þú áttir að vera svo ströng við börnin, allt svo harðneskjulegt, gefa þeim á ákveðnum tíma. Þetta gafst illa hjá nýbakaðri móður sem ætlaði að verða fyrirmyndarmóðir og húsmóðir. Viðhorfin hafa breyst mikið.“ I hópi æskufólks: „Áður var ég í Reykholtsskóla frá 1944-’47. Það voru geysileg viðbrigði að koma úr fásinn- inu og verða allt í einu hluti af hópi æskufólks. I fyrstu voru mörg okkar feimin og heimóttarleg, en hvað sjálfa mig snertir tel ég að hið nána sambýli í þrjá vetur hafi gefið mér lífsreynslu og þroska sem ég hef búið að síðan. Eftir skólavist í Reykholti urðu nokkrir strákar eftir í sveitinni, en allar stelpumar fóru til Reykjavíkur. Það var ekkert skrítið þótt þær færu allar í borgina og fengju sér launuð störf. í sveitinni var ekkert borgað.“ Ferðalög og skógrækt: „Við Óli ferðuðumst mikið um eigið land til að byrja með, kannski í tvo daga eða yfir helgi, vildum sjá eitthvað sem við höfðum ekki séð áður. Fyrsta utanlandsferð mín var skógræktarferð til Noregs sumarið 1964. Sú ferð er allra besta ferðalag sem ég hef farið í. Við vorum 36 saman frá ýmsum skógræktarfélögum undir stjóm Sigurðar Blöndal. Hvflfldr dýrðardagar úti í norskum skógi í frábærum félagsskap. Island sýndist bert við heimkomuna 22

x

Listin að lifa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.