Listin að lifa - 01.03.2004, Qupperneq 25

Listin að lifa - 01.03.2004, Qupperneq 25
Geirshlíðarkot í Flókadal árið 1939. Teitur Sveinbjörnsson bóndi með hrífu í hönd. Á bæjarþekju orf, hrífur, skóflur og torfljár. Hestvagninn er með léttri mjólkurbrúsagrind. Vagnkassinn, fyrir húsdýraáburð og möl, hallast upp að bæjarveggnum. Til hægri eldiviðarhlaði til vetrarins, tyrfður til að verjast vætu. Unnur vinnustúlka er að hengja upp þvott. Mjólkurbrúsar bíða næsta máls. Steinolíutunna með olíu á lampana sést einnig. Síðan brugðum við okkur í duggarapeysur, þríhyrnur, skinnskó, skotthúfur eða skuplur og lásum saman vel valda kafla úr góðu, gömlu leikritunum. Sumir fengu hlutverk sem þeir höfðu skilað með sóma á árum áður og höfðu engu gleymt. Þetta fékk býsna góðar undirtektir. í lokin sungum við nokkur lög við ljóð látins félaga okk- ar, Jónasar Ámasonar, sem endaði með því að salurinn tók undir í allsherjar „Ari dúara dúra dei... “ Síðan var drukkið meira kaffi, skoðað og spjallað og horft á litskyggnur. Svo gengu gestir um og skoðuðu sýningarbásana. Áhöld og verkfæri til nota utanhúss. Ahöld og verkfæri til nota innanhúss. Islenski hesturinn. Ullarvinnsla ogfleira. Skóg- arnytjar og munir úr viði. Gamlar myndir, veggteppi og fleira. Að taka á móti gestum og sýna þeim hvað við höfð- um fram að færa var rúsínan í pylsuendanum, því að þeir voru undantekningarlaust mjög hrifnir. Eg hef ekki frétt um neinn sem ekki skemmti sér og held bara að við höfum verið nokkuð stolt af því að vera í Félagi aldraðra í Borgarfjarðardölum. Punturinn yfir i-ið var að við stórgræddum á fyrirtækinu, fengum á þriðja hundrað þúsund krónur í tekjuafgang og höfum aldrei verið svona rík. Flestir sem vettlingi gátu valdið í félaginu voru meira og minna í Reykholti alla sýningardagana, spjölluðu saman, tóku á móti gestum og vöktuðu sýninguna. Fólkið í félag- inu kynntist hvert öðru betur með öllum þessum samgangi. Mér finnst sýningin með því allra besta sem félagið hefur ráðist í, og seint munum við geta fullþakkað Eddu. Þegar ég lít tilbaka finnst mér sýningin í Reykholti hafa verið eitt samfellt ævintýri. Mér fínnst alltaf hafa verið bjart og gott veður þessa vordaga, og það var með ólíkind- um hvað allt gekk vel og snurðulaust. Frábært hvað við fengum marga gesti - á annað þúsund manns. Fólk kom í rútum frá Akranesi, Snæfellsnesi og Kópavogi, aðrir komu á einkabílum lengra að. Aðsókn var góð alla dagana, stundum troðfullt. Ekki er nóg að eiga góða foringja, ef liðsmenn reynast ónýtir þegar til kastanna kemur. En þama upplifði maður einstakan samhug allra og sá hvers félagið okkar er megn- ugt, ef allir leggjast á eitt. Ég held að þetta tilstand okkar hafi verkað eins og vítamínsprauta, og vona bara að áhrifin lifi sem lengst. &ámiuvc&iúli&dáUvi/ Örnefnaskráning - nýjung í félagsstarfi: Vegavillt börn og ferðamenn Skyggnst ofan í barnauppeldi, leibsögn ferbamanna, örnefnaskráningu og gamlar Ijósmyndir á Brennistöbum í Flókadal. Margt er sýslað á Brennistöðum. Hjónin Árni Theódórsson og Vigdís Sigvaldadóttir hafa stundað ferðaþjónustu um áratugaskeið. Sumarhús standa niðri við ána og stór garðskáli við húsið þjónar sem veitingasalur. Fleiri en ferðamenn hafa sótt hingað. Fjöldi villtra barna á vegum Félagsþjónustunnar í Reykjavík hefur ýmist sest hér að eða snúið aftur heim með gott veganesti. Vigdís var nýlega heiðruð fyrir sitt merka lífsstarf. Endurskoðun ör- nefna er stunduð hér á vegum félagsins. Árni lumar einnig á gömlum Ijósmyndum. Hvað orsakir liggja að baki því að fólk getur ekki alið upp börnin sín, Vigdís? „Ofdrykkja, geðveiki og skilnað- ir. Ég hef fengið börn sem talin voru vangefin og komið þeim prýðilega til manns. Einnig hef ég glímt við geysilega 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.