Listin að lifa - 01.03.2004, Side 34

Listin að lifa - 01.03.2004, Side 34
snwr*"n Þribja grein Skýrsla stýrihóps um stefnumótun í málefnum aldrabra til ársins 2015 kom út í mars 2003 á vegum heilbrigðisráðuneytisins. Hér er haldið áfram að kynna skýrsluna sem er bæði fróðleg og yfirgripsmikil. Með skýrslunni eru ýmis fylgirit sem eru mjög áhugaverð, þar á meðal svæðaáætlun Sameinuðu þjóðanna í málefnum aldraðra, en í eftirfarandi verður fjallað um nokkur atriði sem þar koma fram. Efnahags- og félagsmálanefnd Sam- einuðu þjóðanna fyrir Evrópu, (UNECE) hélt ráðstefnu um málefni aldraðra í Berlín 11.-13. september 2002 þar sem fjallað var um svæða- áætlun í málefnum aldraðra sem að- ildarríki SÞ hafa skuldbundið sig til að hafa að leiðarljósi og fara eftir. Alls eru þessar skuldbindingar flokkaðar í 10 kafla sem hver um sig er yfirgrips- mikill. I þessari grein verða kynnt örfá atriði úr tveimur fyrstu köflunum. 1. Skuldbinding. Gera þarf um- fjöllun um öldrunarmál að lið í allri stefnumótun til að þjóðfélög og efna- hagslíf aðlagist breytingum á fólks- fjölda og þjóðfélag allra aldurshópa verði að veruleika. Öll stefnumótun ætti að taka mið af þeim breytingum sem eiga sér stað á aðstæðum fólks á hverju æviskeiði. Hún ætti að miða að því að gera þátt- töku í samfélagslegri þróun sem auð- veldasta og vinna gegn félagslegri einangrun vegna minnkandi starfsgetu af völdum aldurs og fötlunar. Mikl- vægt er að efla og vemda almenn mannréttindi og grundvallarfrelsi til að hægt sé að skapa þjóðfélag allra aldurshópa, þar sem eldri borgarar taka virkan þátt í samfélaginu án mis- mununar og á jafnréttisgrundvelli. 2. Skuldbinding. Tryggja verður fulla aðild og þátttöku aldraðra í sam- félaginu. Hlutverk aldraðra innan fjölskyld- unnar og í samfélaginu er afar mikil- vægt, enda þótt framlag þeirra sé oft ekki metið að verðleikum og hinn fé- lagslegi auður sem í þeim býr sé gjaman vannýttur. Sú þekking sem aldraðir hafa aflað sér með langri lífs- reynslu er mikilvægt framlag til fé- lagslegrar og efnahagslegrar þróunar. Aldraðir em sjálfir bestu talsmenn- irnir í málefnum sem að þeim snúa. Eins og mælt er með í alþjóðlegu Vín- ar-framkvæmdaáætluninni (Vienna Intemational Plan of Action on Ageing) hafa í mörgum löndum verið settar á stofn landsnefndir aldraðra í þeim tilgangi að tryggja á landsvísu öflug og samræmd viðbrögð gagnvart hækkandi meðalaldri íbúa, m.a. að rétt- ar þeirra sé gætt. Þessar landsnefndir hafa reynst vera mjög góður vettvangur til að koma viðhorfum aldraðra á fram- færi við ákvarðanatökur. Til að efla jákvæða ímynd eldri borgara er hlutverk fjölmiðla mjög mikilvægt og' stjórnvöld ættu í sam- ráði við frjáls félagasamtök að vinna með fjölmiðlum að því að tryggja að slíkt sé gert á viðeigandi og skilvirkan hátt. Aðgerðir, sem aldraðir standa sjálf- ir að, kunna vel að stuðla að jákvæð- um, virkum og framsýnum sjónarmið- um varðandi öldrun. Mikilvægt er að hvetja aldraða til að gera almenningi betur ljósa kosti þess að eldast með því að skapa raunsæa mynd af efri árum. Fjölmiðlar gætu, með aðstoð eldri borgara, átt stóran þátt í að varpa ljósi á visku, krafta, framlag og útsjónarsemi aldraðra. Margrét Margeirsdóttir tók saman 34

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.