Listin að lifa - 01.03.2004, Síða 37

Listin að lifa - 01.03.2004, Síða 37
Greiðslur frá T.R. og skattamál frá 1. janúar 2004 Upphæð greiðsluflokka almannatrygginga, skattleysismörk og persónuafsláttur Elli/örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) 21.249 1/2 hjónalífeyrir 21.249 Full tekjutrygging ellilífeyrisþega 41.655 Full tekjutrygging örorkulífeyrisþega 42.678 Heimilisuppbót, óskert 17.469 Sérstök heimilisuppbót, óskert 0 Tekjutryggingarauki einstaklings 20.540 Tekjutryggingarauki sambýlings 16.488 Örorkustyrkur 15.937 Vasapeningar 21.249 Bensínstyrkur 7.968 Allar tryggingagreiðslur hækkuðu um 3% frá 1. janúar 2004. Til viðbótar því hækkuðu tekjutrygging og tekjutryggingarauki um 2.000 kr. á mánuði samkvæmt samkomulagi frá 19. nóvember 2002. Frítekjumörk og fleira frá 1. janúar 2004 Óskertur grunnlífeyrir með tekjum að................143.002 Niðurfelling grunnlífeyris við......................213.832 Tekjutrygging byrjar að skerðast við tekjur..........45.888 Niðurfelling tekjutryggingar við tekjur.............138.455 Niðurfelling tekjutr. ef maki er ekki á lífeyri við.170.042 Óskert heimilisuppbót v/tekna að.....................45.888 Niðurfelling heimilisuppbótar við tekjur............138.455 Vasapeningar skerðast um 65% við tekjur ..............6.843 Vasapeningar falla niður við tekjur..................39.534 Persónuafsláttur á mán...............................27.496 Skattleysismörk á mán................................71.270 Skattprósenta....................................... 38,58% Frítekjumörk hækkuðu frá 1. janúar 2004 um 14,7% nema frí- tekjumark vasapeninga, sem hækkaði um 50%. Gleymið ekki afsláttarkortinu! Þjónustubókin á heima í innkaupatöskunni. Til athugunar varðandi tekjuáætlun frá T.R. sem var send út til ellilífeyrisþega í nóvember 2003 Tekjur úr almennum lífeyrissjóðum voru í áætlun T.R. hækkaðar um 10% frá tekjuárinu 2002, en samkvæmt upplýsingum frá Landssamtökum líf- eyrissjóða ætti hækkunin að vera um 5%. T.R. hefur ekki ákveðið, þrátt fyrir ábendingu frá fé- laginu, að leiðrétta þetta, nema til komi skrifleg beiðni frá ykkur. Við hvetjum því alla, sem fá greiðslur úr almennu lífeyrissjóðunum, til að senda inn beiðni um slíka leiðréttingu. Hægt er að taka síðasta ársyfírlit frá lífeyrissjóðnum og margfalda með 1,025 og þá kemur út sú upphæð sem miða á við. Upplýsingar frá Tryggingastofnun ríkisins: Tekjutryggingarauki skerðist ekki vegna búsetu erlendis Þann 17. desember sl. kvað úrskurðamefnd al- mannatrygginga upp tvo úrskurði sem varða skerðingu bóta vegna búsetu erlendis. Athyglivert í þessum úrskurðum er það sem snýr að greiðslu tekjutryggingarauka, en í úrskurðarorði segir m.a.: „Réttur til tekjutryggingarauka skal ekki skerðast vegna búsetu erlendis." í úrskurðinum kemur fram að mat úrskurðar- nefndar sé, að ekki sé heimilt að skerða tekju- tryggingarauka vegna búsetu erlendis nema með skýrri lagaheimild. Þá lagaheimild sé ekki að finna í almannatryggingalögunum og því skuli greiða tekjutryggingarauka án tillits til búsetu- tíma hér á landi. í kjölfar þessa úrskurðar hófst Tryggingastofnun handa við að leiðrétta greiðsl- ur til þeirra lífeyrisþega sem fengið hafa skertan tekjutryggingarauka. Inneignin (eingreiðsla) var greidd út með febrúargreiðslu Tryggingastofnun- ar og hlutaðeigandi sent bréf með tilkynningu þess efnis. Upplýsingar frá Reykjavíkurfélaginu: Heilsa og hamingja á laugardögum í Asgarði, kl. 13.30. Neysla og hreyfing, 27. mars. Aftur kemur vor í dal, 15. maí. Silfurlínan opin mánudaga og miðvikudaga kl. 10-12. Ókeypis ráðgjöf fyrir félagsfólk í lögfræðimál- um, fjármálum og almannatryggingum. Aðstoð við skattframtal þriðjudaginn 16. mars. Pantið tíma á skrifstofunni í síma 588-2111. Munið að minningarkort fást á skrifstofunni. 37

x

Listin að lifa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.