Listin að lifa - 01.03.2004, Qupperneq 46

Listin að lifa - 01.03.2004, Qupperneq 46
F j á r m á I á eftirlaunaárum Segja má ab ein af mikilvægustu ákvörbunum sé, hvernig haga skuli fjármálum sínum á eftir- launaárunum, þegar kemur aö töku lífeyris. Hvaða réttindi á eftirlaunaþegi? Hver veröa eftir- launin? Hvernig er hægt aö nýta betur þær eignir sem maður á o.s.frv. Hér er farið yfir nokkur atriði sem er gagnlegt að skoða þegar kemur að töku lífeyris. Fyrst er að sækja um ellilífeyri hjá lífeyrissjóðnum sínum. Flestir lífeyrissjóðir eru aðilar að samkomulagi um sam- skipti lífeyrissjóða, en samkvæmt því er nóg fyrir sjóðfélaga að sækja um ellilífeyri hjá einum lífeyrissjóði. Yfirleitt er sótt um lífeyri hjá þeim sjóði sem sjóðfélagi greiddi síðast til og kannar sjóðurinn þá hvort sjóðfélaginn eigi réttindi í öðrum sjóðum og sækir um lífeyrisgreiðslur þaðan. Ef um lítil réttindi er að ræða, þá flytjast þau til þess sjóðs sem síð- ast var greitt til. Góð regla er að kanna í leiðinni hvaða reglur gilda um makalífeyri ef sjóðfélagi fellur frá. Næsta skref er síðan að sækja um greiðslur frá Trygg- ingastofnun ríkisins (TR). Grunnlífeyrir er sá lífeyrir sem flestir eiga rétt á og í dag er hann kr. 21.249. Lífeyris- greiðslur frá lífeyrissjóðum hafa ekki áhrif til skerðingar grunnlífeyrisins, en launatekjur yfir 1,7 millj. króna á ári og fjármagnstekjur yfir 3,4 millj. króna skerða hann aftur á móti. Þeir sem eiga lítinn ellilífeyrisrétt frá lífeyrissjóðunum eiga síðan rétt á að sækja um tekjutryggingu og tekjutrygg- ingarauka og til viðbótar geta þeir sem búa einir sótt um heimilisuppbót. Launatekjur, lífeyristekjur og fjármagns- tekjur hafa áhrif til lækkunar á þessar bætur. Ég hef bent þeim á, sem eru með viðbótarlífeyrissparnað, að hægt er að taka út inneign í séreignarsjóði að fullu við 67 ára aldur. Það getur verið hagstætt fyrir þá sem eiga rétt á lágum elli- lífeyri að gera það áður en sótt er um greiðslu tekjutrygg- ingar frá TR. Hins vegar verður að hafa í huga, ef sjóðfé- lagi á háa inneign í séreignarsjóði, þá gæti eingreiðsla leitt til þess að að greiða þurfi svokallaðan hátekjuskatt. í því tilviki getur verið hagstæðara að taka út inneignina sína á nokkrum árum. Einnig er gott að athuga að helmingur allra fjármagnstekna skerðir grunnlífeyrinn og tekjutryggingu yfir ákveðnum mörkum og því getur verið hagstæðara að vera búin að selja hlutabréf eða skuldabréf með miklum söluhagnaði áður en greiðslur frá TR hefjast. Flestir lækka í tekjum þegar þeir hætta að vinna og ger- ast lífeyrisþegar. Þess vegna er líklegt að margir þurfi að nota sparifé sitt til þess að halda óbreyttum lífstíl eftir að þeir hætta að vinna. Það er mjög misjafnt hvernig sparifé fólks er uppbyggt, en hjá sumum er sparnaðurinn bundinn í fasteign á meðan aðrir eiga jafnframt einhverjar peninga- legar eignir. Eignasamsetning peningalegra eigna er lykil- orð þegar rætt er um ávöxtun. Framan af ævinni er óhætt að hafa hátt hlutfall hlutabréfa sem gefa háa ávöxtun en sveiflast mikið í verði. Þegar eftirlaunaaldurinn nálgast er ráðlegt að auka vægi spamaðarforma sem gefa lægri ávöxt- un, en tiltölulega jafna og stöðuga ávöxtun. Á eftirlaunaár- unum er ráðlegt að hafa a.m.k. 80% af sparifé í skuldabréf- um, peningamarkaðssjóðum eða á bankareikningum. Eins og ég sagði hér að framan, þá geta fjármagnstekjur haft áhrif til skerðingar á grunnlífeyri og tekjutryggingu og getur borgað sig að gera ráðstafanir og breyta eignasam- setningu fyrir töku lífeyris sérstaklega ef það á að nota hluta af eignum sem ráðstöfunartekjur. Þeir sem eru byrjað- ir að fá greiddan út lífeyri frá TR og þurfa að gera eigna- breytingar ættu að hafa samband við TR og kanna hvaða á- hrif það mun hafa á tekjumar. Einnig má benda á ágæta reiknivél á heimasíðunni TR, www.tr.is, þar sem hægt er að reikna út lífeyri. Þeir sem eiga fasteign þurfa að íhuga hvort þeir þurfi að skipta um fasteign innan nokkurra ára. Til þess að meta það er m.a. gott að spyrja tveggja spuminga. Eru einhverjar meiriháttar viðgerðir framundan? Hef ég efni á að reka fasteignina á lægri tekjum? Það er erfið ákvörðun fyrir marga að skipta um fasteign. Því getur það verið lausn fyrir þá sem ekki vilja minnka við sig, en þurfa að losa pening, að taka lán út á fasteignina. Flestir lífeyrissjóðir lána til líf- eyrisþega, einnig er hægt að sækja um lán til endurbóta og endurnýjunar hjá Ibúðalánasjóði. Að lokum þá er það sem mér finnst skipta mestu máli, að fólk njóti lífsins og noti þá fjármuni sem búið er að safna um ævina sér til gagns og gleði. ráðgjafi í lífeyrismálum hjá íslandsbanka 46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.