Listin að lifa - 01.03.2004, Blaðsíða 48
KYNNING:
íbúdir fyrir
50 ára og eldri
Nýjung á íslenskum markaði
Svalagangur
íslenskir abalverktakar eru ab byggja fjölbýlis-
hús fyrir 50 ára og eldri viö Klapparhlíö 5 í
Mosfellsbæ. Knútur Bjarnason, löggiltur fast-
eignasali hjá ÍAV, situr fyrir svörum um íbúö-
irnar - og segir aö þegar sé búiö aö selja og
afhenda á annaö hundraö íbúöir í Klapparhlíb
fyrir almennan markaö.
Yfirleitt hafa séríbúðir eldra fólks miðast við 60 ára og
eldri, Knútur. „Já, íbúðir fyrir 50 ára og eldri eru nýjung á
markaðnum. Við greindum þörf fyrir íbúðir með hátt gæða-
stig sem væru sérhannaðar fyrir þennan aldurshóp, en sí-
fellt verður algengara að fólk fari fyrr á æviskeiðinu úr sér-
býlishúsum í fjölbýlishús.“
Þið greinduð þörf fyrir slíkar íbúðir,
en hvað með hönnunina? „Löngu áður
en fyrsta skóflustungan var tekin, stofn-
uðum við rýnihópa með þessum aldurs-
hópi. Við vildum ná fram óskum um
stærð, lögun, herbergjafjölda, hönnun
hússins og umhverfis. Dæmi um ávinning
af þessum rýnihópafundum eru: Hærra
gæðastig íbúðanna, öll rými eru stærri en
gerist á almennum markaði, lyftuhús með
bílageymsluhúsi þar sem lyfta gengur nið-
ur í kjallara með sérgeymslum fyrir hveija
íbúð, sérinngangur, mikil áhersla á góða
hljóðeingrun og fleira.“
Þið talið um viðhaldsfrí hús - að
hvaða leyti? „Fleiri og fleiri vilja flytja í
viðhaldslítil fjölbýli, nota tímann í annað
en viðhald eigna og garðvinnu. Utanhúss
var lögð áhersla á að viðhald verði í lág-
marki. Húsið er einangrað að utan og
klætt litaðri bárumálmklæðningu og
harðviði að hluta. Auk þess eru gluggam-
ir álklæddir timburgluggar.“
Gefðu okkur betri lýsingu á íbúðun-
um? „íbúðirnar í Klapparhlíð eru lang-
flestar í lágreistum fjölbýlishúsum,
12-15 íbúða húsum á þremur hæðum, en
L
Dæmi um þriggja
herbergja íbúð.
að auki em einnar hæðar raðhús að fara í byggingu. í hús-
inu við Klapparhlíð 5 eru þrjár stærðir af skemmtilega
hönnuðum íbúðum: 90 fm., 110 fm. og 120 fm. Lyfta er í
húsinu sem er á fjórum hæðum með tuttugu íbúðum. Af
svalagangi með glerskermun er sérinngangur í hverja íbúð.
Sérbílastæði fylgir flestum íbúðum í bilageymsluhúsi.
Sjónvarpsloftnets- og símatenglar verða í stofu og svefn-
herbergjum. Allar svalir snúa í suður, en íbúar á jarðhæð
hafa sérafnotarétt af hluta lóðar.“
Hvað með öryggisbúnað og hljóðeinangrun? „I ör-
yggisskyni er mynddyrasími tengdur myndavél í anddyr-
inu. Sérstök áhersla er lögð á hljóðeinangrun, m.a. með
tvöföldum gólfum. Svo að hljóðeingrun spillist ekki, er
íbúum skylt að leggja gólfefni þannig að þau snerti ekki
veggi eða lagnir á milli hæða. Kaupendur fá skýringarblað
hjá söludeild ÍAV um hvernig standa eigi að gólflögn eða
einfaldlega láta ÍAV um þetta.“
Geta kaupendur ráðið einhverju um
innréttingar? „Vissulega. Þeir geta valið
á milli þriggja viðartegunda í hurðum og
innréttingum. í eldhúsi verða keramik-
helluborð, blástursofn og gufugleypir
með kolasíu. Vel er tekið í óskir kaup-
anda um breytingar, en algengt er að
kaupendur setji sinn svip á íbúðimar, t.d.
með breytingum á eldhúsinnréttingum.“
Staðsetning húsanna, nálægð við úti-
vistarsvæði, golfvöll, gönguleiðir?
„Húsið ns á framtíðarbyggingarsvæði
Mosfellsbæjar á skjólgóðum stað. Stutt er
í alla útivist, t.d. á golfvöllinn sem stend-
ur til að stækka í 18 holu völl. Hesthúsa-
hverfið er steinsnar frá með fallegum
reiðleiðum. Stutt í Skálafellið á skíði.
Eins eru fjölmargar fallegar gönguleiðir í
næsta nágrenni.“
A hvaða stigi eru íbúðirnar afhentar?
„Ibúðimar em afhentar fullbúnar án gólf-
efna að undanskildu þvottaherbergi og
baðherbergjum sem verða flísalögð. Verð-
ið er frá 13,3 milljónum upp í tæpar 20
milljónir, allt eftir stærð íbúðar og á hvaða
hæð hún er. Afhending verður næstkom-
andi haust eða 25. september 2004. Nánari
upplýsingar hjá söludeild IAV.“
48