Listin að lifa - 01.03.2004, Qupperneq 65
Dundhúsið hans Páls er fullt af trékubbum, hálfgerðum mun-
um og fínslípuðum tréskálum. Hvílík paradís fyrir afabörnin!
húsasmíðameistari og þar sem ég var búinn að taka frá
honum elstu dótturina, varð hann að taka mig sem lærling.
Magnús var einstakt ljúfmenni og aldrei varð okkur sund-
urorða.
Sveitin heillar: Að loknu sveinsprófi fluttum við í
Reykholt og byggðum okkur íbúðarhús og smíðaverkstæði,
Smiðjuholt var fyrsta iðnaðarbýlið í sveitinni. Vinnuflokk-
ur vaskra drengja myndaðist fljótlega. Saman byggðum við
víða um héraðið og bjuggu þeir hjá okkur meira og minna
öll árin. Þetta var samhentur, skemmtilegur hópur, bæði í
vinnu og frístundum, og setti svip á félagslífið í sveitinni
og laðaði marga að svo oft var fjör í kotinu. Allt gekk vel
þar til annar vinnuflokkur yfírtók staðinn og hóf byggingu
á nýjum skóla. í ágúst 1964 yfirgáfum við Smiðjuholt og
fluttum á mölina. Allur vinnuflokkurinn fylgdi okkur og
hafa þeir og fjölskyldur þeirra verið okkar fólk alla tíð.
Úr þorskbeinum skapar Edda fugla og margskonar myndir.
Þarna eru ömmubörn á handverkssýningu sumarsins.
Reykjavíkurárin voru Fóstbræðraárin mín: Fljótlega
eftir komuna suður gekk ég og tveir lærlingamir mínir í
Karlakórinn Fóstbræður. Við tókum drjúgan þátt í kórstarf-
inu, ekki síst innréttingu Fóstbræðraheimilisins, ég var
reyndar byggingarstjóri. Mér er sagt að heimilisfang mitt
hafi verið við Langholtsveginn meðan á framkvæmdum
Skálarnar hans Páls eru skemmtilegar fyrir kökur og snakk.
Prjónastokkurinn þjónar líka sínu hlutverki.
stóð. Við Fóstbræður sungum bæði hér heima, í Rússlandi,
Ameríku og víðar. Allar ferðimir eru ógleymanlegar, ekki
síst vegna góðs félagsanda. Fóstbræðrafélagarnir og konur
þeirra eru okkur afar kærir eftir nær tveggja áratuga sam-
veru.
Nám og störf í höfuðborginni: Við vorum ákveðin í að
gera eins gott úr malardvölinni og við gátum. Eg fór í
meistaraskólann og Edda lærði tækniteiknun. Seinna sótt-
um við réttindanám í Kennaraháskólann. I tuttugu ár var ég
byggingameistari í Reykjavík, sá m. a. um byggingar og
breytingar á Landsbanka og Seðlabanka, Laugalækjarskóla
og víðar. Síðast vann ég sem ráðningastjóri hjá Breiðholti
h.f. en fékk fljótt nóg af þeim rekstri. Þá kom að því að í
fyrsta skipti á æfinni stóð ég uppi atvinnulaus.
Eitt af þessu óskiljanlega í lífinu: Fjölbrautarskólinn í
Breiðholti var þá nýtekinn til starfa og ég rak augun í aug-
lýsingu eftir kennara á tréiðnaðarbraut, sótti um og var ráð-
inn. Kennsla hafði aldrei komið upp í hugann, en þama
kenndi ég í átján ár og barðist fyrir jafnræði á milli bók-
náms og verknáms. Ekki veit ég hvort sú barátta hefur haft
áhrif, en mikil þörf er á að opna augu ráðamanna fyrir því
að allt nám sé jafn mikils metið. Um sjötugt hætti ég
kennslu, veiktist og varð blindur á öðru auga. Þá ákváðum
við að flytja í sveitina okkar.
65