Listin að lifa - 01.03.2004, Blaðsíða 68

Listin að lifa - 01.03.2004, Blaðsíða 68
Þær klæða hvor aðra, Sigurborg og Skeifa. Myndin er tekin af þeim vinkonum 1970, sama ár og Sigurborg keppti á lands- mótinu. Þá tíðkaðist að vera með frekar stutt í ístöðunum, en þetta hefur breyst á síðari árum. Haustið áður en hann dó fóruð þið í einskonar kveðjuferð um landið. „Já, við fórum á slóðir ættfólks hans fyrir austan, einnig á slóðir míns fólks norður í Strandasýslu. í kirkjugarðinum á Kollafjarðanesi gengum við að leiði föður míns. Þegar við stóðum þar var eins og hvíslað væri að mér. „Nú ert þú næst. Nú færð þú að vita hvað hún móðir þín þjáðist.“ Eg leit á Óla og hugsaði - nei, ekki þú næst. Mamma missti pabba frá okkur ungum. Þá hvarf allt út úr höndunum á henni, bömin og aleigan. Þetta fór svo illa með hana að hún var veik lengst af í lífinu.“ Ólafur lést á morgni hvítasunnudags. Sigurborg segist hafa setið við rúmið hans fram á síðustu stundu. „Eg var yfirveguð, róleg og í nánu sambandi við hann. Mér fannst ég fylgja honum áleiðis í gegnum einhvem hjúp, þar til sagt var við mig. „Nú kemst þú ekki lengra. Nú snýrð þú við. Dauðinn er aðeins önnur fæðing.“ Sigurborg er hugsi, en segir síðan: „Maður situr við dán- arbeð ástvinar og fær skyndilega ekki lengur svör. Það er eins og allt hafi hrunið í kringum mann og rústir einar standa eftir. Maður tæmist, er sjálft tómið á mörkum hins vitræna, og lengi að verða heill aftur. Ég var hálf lengi á eftir og skil núna vel hugtakið „að vera hálf manneskja." A eftir fylgir vandasöm og erfið uppbygging." Sumir sjá lengra en aðrir, þú ert greinilega ein af þeim. „Ég hef oftar en einu sinni farið yfir,“ segir Sigur- borg rólega. „Ég barðist mikið fyrir því að eignast þessa jörð, Báreksstaði. Sú barátta tók mig sex ár. Stundum var ég að því komin að gefast upp. Þá fór faðir minn að birtast mér í draumi. Mig dreymdi hann aftur og aftur þar til ég lofaði að halda baráttunni áfram - í minningu móður minn- ar, sem missti allt þegar hún varð ekkja. Báreksstaðir voru ríkisjörð. Ég þurfti að glíma við sterk öfl. Þetta gekk svo nærri mér að ég lenti í hjartastoppi með blæðandi nýru. Tengdadóttir mín kom eitt sinn að mér. Þá var ég komin með bláar hendur og illa farin. Á spítalanum fór ég svo yfir - og hitti Óla ungan eins og forðum daga. En mér var kippt til baka, var ekkert sátt við það, en ég á greinilega eftir gera meira hér á jörð. Báreksstaðir er landnámsjörð. Skalla - Grímur Kveldúlfsson átti þræl sem Bárekur hét. Gaf honum frelsi og jörðina Báreksstaði, „kotið.“ Trúlega hefur nafnið ekíd skilist eða linmælgi er um að kenna, að styttingin Bárustaðir kom upp. Nafnið fannst svo í gömlu prestatali frá um 1700. Sigurborg telur skýring- una á heitinu: „Sá sem bágt er að reka.“ Sumum fannst ég leggja of mikið á mig til að eignast jörðina. En, ég var að gera meira. Ég var að berjast gegn óréttlæti og hörku sem einstæðar konur og minnimáttar eru oft beittar. Eitt sinn á erfíðri stundu opnaði ég biblíuna - og við mér blasti þessi tilvitnun: „Fœrð þú eigi úr stað landa- merki ekkjunnar... “ Reyndar voru landamæri ekkjunnar færð. Ég fékk ekki alla jörðina." Þú ferð oft í hestaferðir með dóttur þinni og tengda- syni. „Já, þau eru með hestaferðir frá Oddsstöðum. Svo býð ég hestafólki upp á svefnpokapláss og aðstöðu í eld- húsinu. Heiti potturinn minn er vinsæll og fólk nýtur þess að syngja saman við píanóið. Þetta eru bæði innlendir og erlendir ferðamenn, sumt aldrað fólk sem hefur bara farið á reiðnámskeið. Það sest á bak - og ég dauðhrædd um að það komist ekki langt, en svo ríður það heilu dagleiðimar, yfir sig hamingjusamt. Auðvitað er fólk stirt fyrsta daginn en liðkast. Hesturinn er segull sem dregur fólk til landsins.“ Þú stundar líka jóga, Sigurborg. „Ég var á námskeiði í jóga um tíma og gríp í þetta af og til. Set diska Kristbjargar Kristmundsdóttur á fóninn, ef ég er að stirðna. Öndun í jóga hefur mikið að segja. Ég er sannfærð um að hún bjarg- aði mér eitt sinn frá því að detta af baki og stórslasa mig, þegar hálftamið hross trylltist undir mér. Við eldra fólkið þurfum að hreyfa okkur oft og vel, anda djúpt og rólega. Flest okkar drekka of lítið vatn og borða of þungan mat. Ég stunda leikfimi eftir leiðbeiningum á diski Sigurðar Guð- mundssonar íþróttakennara, sem margir þekkja frá Kanaríferðum. Sigurður er mágur minn. Og göngustafirnir eiga sinn fasta stað við útidyrnar. Þeir verða vinir manns, stafirnir, maður gengur hraðar og er öruggari. Farsíminn er líka mikið öryggistæki.“ Þú segist líka halda dagbók. „Yfírleitt skrifa ég eitt- hvað daglega, er búin að halda dagbók af og til, hún hjálpar minninu. Eins er ég alltaf með blað og penna á náttborðinu. Heilinn starfar best þegar maður liggur - þá koma minn- ingarnar yfir mann. Stundum finnst mér að ég skrifí ekki sjálf, næstum eins og ósjálfráð skrift.“ Þú sýnist mikið sjálfri þér nóg, ertu einfari, Sigur- borg? „Ætli ég sé ekki félagslyndur einfari! Ég þarf einveru, er mikið sjálfri mér nóg, en auðvitað sæki ég líka í félags- skap. Ég gekk í Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum strax og ég hafði aldur til. Bæði vildi ég styðja þann góða félagskap og sækja í samveruna. Þar kynntist ég Þórunni Eiríksdóttur. Tónlistin við jarðarför hennar, sem bamabam hennar stjóm- aði, fannst mér svo stórkostleg að seint mun gleymast.“ Félagslyndur einfari, en líka mikil keppniskona? Sig- urborg bendir á borðið sitt. „Sjáðu!“ segir hún. „Ég á bik- ara og verðlaunapeninga úr keppnum. Það er keppnisskap í mér. Ég hef gaman af að upplifa spennuna. Áskomn er fólgin í keppninni - að hætta ekki, gefast ekki upp í lífinu." 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.