Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.01.2015, Page 2

Fréttatíminn - 09.01.2015, Page 2
Ódýrari öpp fyrir Íslendinga Verð á öpp um í App store í Apple raf tækj um á Ís­ landi lækkaði um 1,5 pró sent um ára mót in vegna virðis auka skatts­ breyt ing a. Fengu all ir sem hafa for ritað fyr ir Apple til kynn ingu þess efnið fyr ir rétt fyr ir ára mót. Framlenging á fingrum skurðlæknis Í tilefni af 50 ára afmæli Oddfellow­ stúkunnar Þorgeirs nr. 11 var ákveðið að gefa 10 milljónir króna til söfnunar vegna kaupa á aðgerðarþjarka fyrir Landspítala. Gjöfin var afhent á afmælishátíð stúkunnar 22. nóvember 2014. Aðgerðarþjarki (róbót) er í notkun á helstu sjúkrahúsum í nágrannalöndunum og nýtist til marg­ víslegra skurðaðgerða, sérstaklega við þvagfæraskurðlækningar sem og aðgerðir á grindarholslíffærum kvenna. Inngripið verður minna en með hefðbundinni aðferð, hægt að hlífa betur nærliggjandi líffærum og viðkvæmri starfsemi og stuðla þannig að skjótari bata. Í tilkynningu frá Landspítalanum segir að þjarkurinn sé nánast framlenging á fingrum skurðlæknisins þannig að allar hreyfingar hans verði nákvæmari og sýn skurðlæknisins í aðgerðar­ þjarkanum er auk þess framúrskar­ andi góð. Toyota á Íslandi 50 ára Á nýbyrjuðu ári fagnar Toyota á Íslandi því að 50 ár eru liðin frá því fyrsti Toyotabíll­ inn var seldur hér á landi. Um 45.000 Toyotur eru nú í notkun á landinu, að því er fram kemur í tilkynningu, en Toyota hefur verið mest seldi bíllinn á Íslandi á hverju ári frá 1991. Fyrstu Toyoturnar sem komu til landsins árið 1965 voru Crown, Corona og Land Cruiser. Corolla bættist síðan við vörulínuna í kringum 1970. Fyrsta stórsýning Toyota á árinu verður hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota í Kauptúni Garðabæ, Reykjanesbæ, á Selfossi og á Akureyri á morgun, laugardaginn 10. janúar frá klukkan 12­16. Á sýningunni á laugardag verður Land Cruiser 150 kynntur með sérstökum afmælisbreytingapakka. Þrettándabrennur í Reykjavík Þrettándagleði Vesturbæjar verður haldin í dag, föstudaginn 9. janúar, og hefst við KR­heimilið klukkan 18, þar sem sungin verða nokkur lög. Gengið verður að brennunni við Ægi­ síðuna en það verður kveikt í henni um klukkan 18.30 og flugeldasýning mun hefjast stuttu síðar. Þrettán­ dagleði Grafarvogsbúa verður haldin á brennustæðinu við Gufunesbæinn laugardaginn 10. janúar. Gleðin hefst þar klukkan 17.15 með kakó­ og kyndlasölu við Hlöðuna, þar sem Skólahljómsveit Grafarvogs mun leika létt lög. Klukkan 17.50 leggur svo blysför af stað að brenn­ unni og kveikt verður í henni klukkan 18. Hátíðarhöldunum lýkur svo klukkan 18.30 með skottertusýningu. Þrettándagleðin í Grafarholti verður haldin á morgun, laugardaginn 10. janúar, og hefst við Guðríðarkirkju, milli klukkan 18­18.30, þaðan sem farin verður blysför í Leirdal þar sem brenna, söngur, jólasveinar, púkar, flug­ eldasýning og skemmtiatriði taka við. Áætlað er að tendra í brennunni um klukkan 19.30 og gert er ráð fyrir að formlegri dagskrá ljúki um klukkustund síðar.  Heilbrigðismál sjúkraHúsið á akureyri þarfnast endurnýjunar Legudeild geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri er í þannig ásigkomulagi að starfsmenn hennar telja öryggi starfsmanna og sjúklinga vera ógnað. Umfang deildarinnar hefur þrefaldast frá því að hún var stofnuð í bráðabirgðahúsnæði árið 1984. Athugun embættis landlæknis á starfsemi geðdeildarinnar árið 2012 leiddi í ljós að aðstaðan væri óviðunandi og óforsvaranleg til lengri tíma litið. l egudeild geðdeildar Sjúkra-hússins á Akureyri, meðferð-arúrræði fyrir íbúa Norður- og Austurlands, var stofnuð árið 1984 í bráðabirgðahúsnæði í aðal- byggingu sjúkrahússins. Þar rúm- ast í mesta lagi tíu sjúklingar í sólar- hringsvist í senn, en meðallegutími hefur síðustu ár verið um 12 dagar. Athugun embættis landlæknis á starfsemi geðdeildarinnar árið 2012 leiddi í ljós að aðstaðan á legudeild hennar væri óviðunandi og óforsvar- anleg til lengri tíma litið. Verkefni deildarinnar þrefaldast frá stofnun Sigmundur Sigfússon, forstöðulækn- ir geðlækninga sjúkrahússins, segir verkefni deildarinnar hafa þrefaldast frá því að hún var stofnuð, húsnæðið sé óhentugt og allt of lítið fyrir þá umfangsmiklu starfsemi sem þar fari fram. „Meðalnýting plássa er nálægt 100% og verður því oft erf- itt að raða sjúklingum í viðeigandi rými, t.d. með tilliti til kynferðis, svefnerfiðleika, óróleika, sjúkdóms- þyngdar og hættu á sjálfsskaða. Á þjónustusvæði Sjúkrahússins á Ak- ureyri búa aðeins um 45 þúsund íbúar. Á fjölmennari þjónustusvæð- um hafa sérgreinasjúkrahús fleiri en eina geðdeild sem eru sérhæfðar út frá þörfum notendanna, eins og á geð sviði Landspítala. Þar sem hér er aðeins ein geðdeild verður hún að vera þannig útbúin að unnt sé að meðhöndla þar samtímis sjúklinga með mjög mismunandi þarfir.” Ástand húsnæðisins óásættanlegt Auk þess að henta illa fyrir þá starf- semi sem þar fari fram segir Sig- mundur ástand húsnæðisins óvið- unandi. „Það er farið að láta á sjá og loftræsting og hreinlætisaðstaða eru óásættanleg. Þótt dagsjúklingar séu á deildinni er engin sérstök að- staða fyrir þá þar. Aðstaða starfs- fólksins til að sinna verkum sínum er bágborin og ófullnægjandi, og veldur þetta aukaálagi á fólkið. Út frá öryggissjónarmiðum er deildin illa hönnuð. T.d. getur öryggi sjúk- lings og starfsmanna stundum ver- ið teflt í tvísýnu þegar nauðsynlegt reynist að loka órólegan sjúkling af undir umsjá starfsfólks í innsta enda deildarinnar, þar sem sam- starfsfólkið á vaktinni hefur ekki tök á að fylgjast með því jafnóðum hvernig mál þróast þar.“ Vinna að tillögum til ráðherra Sigmundur segir starfsfólk geð- deildar og framkvæmdastjórn sjúkrahússins vinna nú að því að gera tillögur til ráðherra heilbrigð- ismála um byggingu nýrrar bráða- legudeildar fyrir geðsjúka, sem uppfylli nútímalegar kröfur um hönnun, mönnun og öryggi slíkra deilda. Bjarni Jónasson, forstjóri sjúkra- hússins, segir innspýtinguna sem spítalinn fékk eftir síðustu fjárlög hafa hjálpað til við endurnýjun á gömlum tækjabúnaði en nú sé brýnt að endurnýja gamlar deild- ir sem margar hverjar séu orðnar sextíu ára gamlar. Brýnast sé þó að endurnýja geðdeildina. „Marg- ar legudeildirnar eru orðnar mjög gamlar og uppfylla ekki þær kröfur sem gerðar eru til nútímans. Það kreppir helst að á legudeild geð- deildar og þar er mjög brýnt að leysa úr vandanum þó víða þurfi að gera betur. En undirbúningur við byggingu nýrrar deildarálmu er kominn í farveg og ætti að hefjast á næstu árum,“ segir Bjarni. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Öryggi starfsmanna og sjúklinga ógnað á geðdeild Legudeild geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri var stofnuð í bráðabirgðahúsnæði árið 1984. Sigmundur Sigfússon, forstöðu­ læknir geðlækninga, segir öryggi sjúklinga og starfsmanna deildarinnar vera teflt í tvísýnu undir vissum kringumstæðum. „Æfingabúðirnar í fyrra gengu framar vonum og við höfum nú ákveðið að halda aðrar æfingabúðir í ár,“ segir María Helga Guðmunds- dóttir, formaður félagsins „Gettu betur stelpur“ sem var formlega stofnað í desember. Tæplega 50 stelpur komu í æfingabúðir sem haldnar voru í lok ágúst í fyrra. Hugmyndin að þeim kom upp eft- ir að tímabundinn kynjakvóti var settur í Gettu betur, spurninga- keppni framhaldsskólanna, þannig að þau lið sem keppa árin 2015 og 2016 mega ekki innihalda fleiri en tvo keppendur af sama kyni en þrír keppendur eru í hverju liði. Alla jafna hafa strákar verið í yfir- gnæfandi meirihluta keppenda en þetta verður fyrsta árið þar sem minnst ein stelpa verður í hverju liði. „Gettu betur er skemmtiþáttur í sjónvarpi og hjá mörgum heimil- um eini glugginn inn í framhalds- skólana. Mér hefur því þótt það skjóta skökku við að keppendur séu aðallega strákar. Mér finnst já- kvætt að stelpur heima í stofu sjái kynsystur sínar taka þátt,“ segir María Helga. Að félaginu Gettu betur stelpur standa fyrrverandi keppendur í Gettu betur sem eiga það sameiginlegt að vera kvenkyns. Gettu betur stelpur fengu styrk frá Hlaðvarpanum – menningarsjóði kvenna á Íslandi – á síðasta ári upp á 400 þúsund krónur, auk fleiri minni styrkja, og gerði það þeim kleift að halda æfingabúðirnar. Nú í janúar fengu þær að vita að fé- lagið fengi aftur úthlutað frá Hlað- varpanum og fjármögnun því tryggð fyrir aðrar æfingabúðir í sumar. „Við höfum reynt að höfða sérstaklega til stelpna úti á landi því skólar þar eru gjarnan síður virkir og þeir styrkir sem við höfum fengið hafa gert okkur kleift að bjóða stelpum utan af landi ferðastyrki til að sækja æfingabúð- irnar. Fjórðungur þeirra sem komu í fyrra voru utan af landi.“ -eh  jafnrétti Í fyrsta sinn er minnst ein stelpa Í Hverju liði Í gettu betur Gettu betur stelpur aftur með æfingabúðir 47 stelpur í 9. bekk, 10. bekk og í framhaldsskóla tóku þátt í æfingabúðunum Gettu Betur stelpur í fyrra, þeim fyrstu sem voru haldnar. 2 fréttir Helgin 9.­11. janúar 2015 advania.is/vinnufelagar Hafðu samband í síma 440 9010 eða í tölvupósti á sala@advania.is * Tilboð gilda til 31.01.2015 eða á meðan birgðir endast. á nýju ári Nýjar vélar JANÚAR TILBOÐ*

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.