Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.01.2015, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 09.01.2015, Blaðsíða 16
Afgreiðir ís og æfir ólympískar lyftingar Helena Ingvarsdóttir er aðeins 15 ára gömul en sló þrjú met í ólympískum lyftingum á jólamóti Lyftingasambands Íslands. Hún heillaðist af lyftingum þegar hún sá mömmu sína lyfta hjá einka- þjálfara og byrjaði brátt sjálf að æfa af krafti. Helena er í 10. bekk í Seljaskóla, vinnur í ísbúð og nýtir allan frítíma sinn til að lyfta og vera með vinkonum sínum. R étta hugarfarið skiptir öllu. Þegar ég er að fara að lyfta nýjum þyngd-um segi ég bara við sjálfa mig að ég geti þetta og að þetta verði ekkert mál,“ segir Helena Ingvarsdóttir sem sló þrjú Ís- landsmet í meyjaflokki á jólamóti Lyftinga- sambands Íslands. Helena er 15 ára göm- ul, nemandi í 10. bekk Seljaskóla, og æfir ólympískar lyftingar hjá einkaþjálfaranum Jens Andra Fylkissyni í Sporthúsinu. Jóla- mótið var hennar fyrsta mót, þar keppti hún í flokki 17 ára og yngri í -58 kílóa flokki. Hel- ena sló þrjú met þegar hún snaraði 35 kíló- um, jafnhenti 55 kíló og lyfti þá samtals 90 kílóum. „Mamma er að æfa hjá Jens og ég sá hana einhvern tímann lyfta hjá honum. Mér fannst þetta svo áhugavert að ég fékk hann til að leyfa mér að prófa. Ég byrjaði síðan mjög fljótt í einkaþjálfun hjá honum,“ segir Helena sem byrjaði að æfa ólympískar lyftingar í septem- ber. Í gegnum tíðina hefur hún helst spilað fótbolta og æft heldur ómarkvisst í ræktinni, þar til hún byrjaði að lyfta. „Þetta er virkilega spennandi. Ég er alltaf að gera eitthvað nýtt og gaman að sjá árangurinn þegar ég er að lyfta þyngra en áður,“ segir hún. Jens Andri, þjálfarinn hennar, segist bæði láta hana gera tækniæfingar og styrktaræf- ingar. „Tækniæfingar skipta miklu máli í lyft- ingum, erum mikið að fara yfir tækni og ásamt styrktaræfingum. Líka æfingar til að halda lík- amsstöðu góðri. Vegna aldurs Helenu er ég ekki að setja mikið álag á hana,“ segir hann. „Mikilvægt að byggja upp góðan grunn hjá henni svo hún geti staðið undir því álagi sem mun koma, líka að hennar líkamsstaða haldist. Ég fylgist líka með því að hún borði nóg og rétt svo hún hafi orku á æfingu. Matarræði skiptir miklu máli,“ segir Jens. Hugmyndin að því að keppa kom upphaf- lega frá Jens þegar hann sá hversu vel Helenu gekk. „Ég varð fyrst svolítið smeik en síðan hefur þetta verið virkilega gaman,“ segir Hel- ena sem var staðráðin í að slá met á mótinu. „Ég var búin að lyfta meiru á æfingu en gild- andi met þannig að það var alltaf markmiðið að slá þessi met,“ segir hún. Það kom henni því ekki á óvart þegar það var niðurstaðan en hún hlaut fleiri verðlaun á mótinu. „Ég lenti í þriðja sæti í stúlknaflokki undir 20 ára. Það kom mér á óvart og mér brá svolítið þegar ég heyrði nafnið mitt kallað upp,“ segir hún. Hel- ena segist hafa fengið afar jákvæð viðbrögð frá vinum og ættingjum eftir að hún byrjaði að æfa ólympískar lyftingar, ekki síst eftir að hún fékk verðlaun í greininni. Hún þvertekur fyrir að þetta sé karlasport heldur séu ólympískar lyftingar fyrir alla. Auk þess að vera í grunnskóla og æfa er Helena að vinna í Ísbúðinni í Hagkaupum í Kringlunni og hún hefur því í nægu að snú- ast. „Ég eyði svo frítímanum með vinkonum mínum,“ segir hún en ein vinkona hennar ætlar að byrja að æfa ólympískar lyftingar á næstunni. „Hún ætlar allavega að prófa,“ segir Helena sem hefur skýr markmið og er löngu farin að lyfta meira en mamma hennar: „Ég ætla bara að halda áfram að æfa á fullu og taka þátt í fleiri mótum. Ég vonast til þess að mér gangi vel á Íslandsmeistaramótinu.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Helena Ingvarsdótt- ir byrjaði að æfa ólympískar lyftingar í haust. Hún er hjá einkaþjálfara og þar sem hún er aðeins 15 ára passar hann upp á að hún sé ekki undir of miklu álagi. Mynd/Hari ÓlympískaR lyftingaR Í ólympískum lyftingum er keppt í tveimur greinum og svo gildir einnig samanlögð út- koma úr þeim: Jafnhending (e. clean & jerk) er þegar stöng er lyft í tveimur hreyfingum upp fyrir höfuð. Snörun (e. snatch) er þegar stöng er lyft með útrétta arma frá gólfi og upp fyrir höfuð í einni samfelldri hreyfingu með því að toga í stöngina og beygja sig undir hana á réttu augnabliki. Kraftlyftingar er ekki það sama og ólympískar lyftingar en keppt er í því síðar- nefnda á ólympíu- leikunum. Í kraft- lyftingum æfir fólk hnébeygju, bekkpressu og réttstöðu. Mér brá svolítið þegar ég heyrði nafnið mitt kall- að upp. 16 viðtal Helgin 9.-11. janúar 2015 EINSTÖK TILBOÐ! Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ GERÐU FRÁBÆR KAUP SUBARU LEGACY Nýskr. 02/05, ekinn 163 þús. km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr. 1.380.000 TILBOÐSVERÐ! 890 þús. NISSAN QASHQAI SE Nýskr. 06/13, ekinn 63 þús km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr. 4.580.000 TILBOÐ kr. 3.970 þús. NISSAN PATHFINDER Nýskr. 05/11, ekinn 108 þús km. dísil, sjálfskiptur. Verð áður kr. 5.490.000 TILBOÐ kr. 4.890 þús. KIA SPORTAGE CRDi Nýskr. 06/07, ekinn 117 þús km. dísil, beinskiptur. Verð áður kr. 1.990.000 TILBOÐ kr. 1.390 þús. NISSAN NOTE VISIA Nýskr. 05/13, ekinn 31 þús km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr. 2.480.000 TILBOÐ kr. 1.990 þús. TOYOTA PRIUS PLUS SOL Nýskr. 02/13, ekinn 14 þús km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr. 4.990.000 TILBOÐ kr. 4.480 þús. HYUNDAI i40 WAGON PREMIUM Nýskr. 05/12, ekinn 79 þús km. dísil, sjálfskiptur. Verð áður kr. 4.690.000 TILBOÐ kr. 3.790 þús. Rnr. 120348 Rnr. 141841 Rnr. 281075 Rnr. 281442 Rnr. 141822 Rnr. 320107 Rnr. 270399 GÖNGUM FRÁ FJÁRMÖGNUN Á STAÐNUM WWW.BÍLALAND.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.