Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.01.2015, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 09.01.2015, Blaðsíða 26
26 fjölskyldan Helgin 9.-11. janúar 2015 Samvera með börnum eftir skilnað eða sambandsslit Ó hætt er að fullyrða að aðal áhyggjuefni foreldra við skilnað og sambands-slit snúa að börnum þeirra. Hvernig megi lágmarka áhrif skilnaðarins á líðan barnanna er þeim ofarlega í huga. Góð samskipti foreldra og regluleg samvera foreldra og barna skiptir þar öllu máli. Í sumum tilvikum verða samskiptin hinsvegar mjög lítil, jafnvel engin um lengri tíma. Óútskýrð fjarvera foreldra veldur börnum sorg og þau upplifa höfnun. Að auki hafa þau tilhneigingu til að kenna sér um hluti sem þau hafa ekkert með að gera eins og skilnað eða drykkju foreldra og því hætta á að bagginn verði enn þungbærari fái þau ekki viðunandi skýringu á framferðinu. Ýmsar ástæður eru fyrir því að foreldri hverfi, til lengri eða skemmri tíma úr lífi barns. Í sumum tilvikum er ástæðan erfið samskipti foreldra sem verður til þess að ann- að foreldrið gefst upp. Oftast er það faðirinn sem gefst upp á að reyna að vera í sam- bandi við barnið sökum erfiðrar hegðunar móður eða það er móðirin sem gefst upp á að reyna fá föður til að sinna barni sínu. Hvort heldur sem er, er það barnið sem tapar. Í deilum er auðvelt að kenna hinum aðilanum um hvernig málum er háttað og telja sér trú um að það sé aðeins hann sem þarf að breytast en ekki maður sjálfur, eigi að bæta samskiptin. Sjálfsagt á það við í einhverjum tilvikum, en oft er það nú svo að báðir aðilar eiga sinn þátt. Endalaust nudd um að foreldrið sé ekki að standa sig, þöggun eða sýna yfirlæti og hroka, að standa ekki við það sem lofað er eða leyfa hinum aðilanum aldrei að njóta vafans er allt hegðun sem er í valdi hvers og eins að takast á við hjá sjálfum sér og hefur ekkert með hinn aðilann að gera. Við berum ábyrgð á okkar eigin framkomu. Fleiri ástæður geta að sjálfsögðu legið að baki fjarveru foreldris eins og alvarlegir geðrænir erfiðleikar, misnotkun áfengis, fíkniefnanotkun eða fangelsisvist. Hver svo sem ástæðan er þurfa börn viðeigandi skýringu á fjarveru og eða erfiðri hegðun foreldris. Börn skilja oft meira en fullorðnir gera sér grein fyrir. Þó foreldri hafi ekki tök á vera í reglulegum samskiptum við börn sín er ekki ástæða til að sleppa þeim alveg. Hægt er að sýna barni ást og umhyggju á margvíslegan máta. Að eiga stutta stund á kaffihúsi með foreldri eða heima hjá ættingjum skiptir barn máli sé ekki annað mögulegt að sinni. Foreldri getur hringt eða lesið bækur inn á disk eða sent slóð sem spila má fyrir háttinn, póstkort og tölvupóstur duga líka vel. Nú, svo mega börn líka heimsækja foreldra á sjúkrahús og í fangelsi að ákveðnum reglum uppfylltum. Það er aldrei of seint að bæta samskipti eða taka upp þráðinn, hafi hann slitnað. Í þeim tilvikum sem foreldrar hafa glatað trausti barna sinna og hins foreldrisins, t.d. vegna áfengisneyslu eða neyslu vímuefna er mikilvægt að sýna því skilning að það geti tekið tíma að byggja upp traust að nýju og stundum þarf hjálp utanaðkomandi aðila. Sé hægt að vera í beinu sambandið við geimstöðvar á tunglinu og fá reglulega myndir frá Mars, ætti að vera hægt að finna leið til að láta barn vita að mamma eða pabbi elski það og það skipti máli, jafnvel þó svo foreldrið hafi ekki tök á að hitta það í eigin pers- ónu. Ert þú búin/n að láta heyra í þér? Góð samskipti foreldra og regluleg samvera foreldra og barna skiptir þar öllu máli. Hefur þú heyrt í barninu þínu? Valgerður Halldórs- dóttir félagsráðgjafi og kennari heimur barna Það er aldrei of seint að bæta samskipti eða taka upp þráðinn, hafi hann slitnað. Börn þurfa að hreyfa sig Eftir mikil hátíðahöld er fullorðna fólkið með hugann við ræktina svo það er ekki úr vegi að minna það á hversu mikilvæg dagleg hreyfing er börnum jafnt sem fullorðnum. Það er til mikils að vinna því hreyfing barna skapar tækifæri til að þjálfa hreyfifærni, bæta líkamshreysti, eignast vini, auka félagslega færni og efla sjálfstraust. Hreyfing er börnum nauð- synleg fyrir eðlilegan vöxt, þroska og andlega vellíðan. Mikilvægt er að kyrrseta barna sé tak- mörkuð og venjulega er talað um að það sé börnum hollast að hreyfa sig rösklega í minnst 60 mínútur daglega. Börn eru jafn misjöfn og þau eru mörg en þau sem eru frekar róleg í tíðinni ættu að fá hvatningu frá foreldrum til að hreyfa sig. Á vef land- læknisembættisins er að finna mörg góð ráð varðandi hreyfingu barna. Þar eru foreldrar hvattir til að takmarka kyrrsetu barna sinna með því að minnka notkun tölvuleikja og takmarka sjónvarpsáhorf og hvetja þess í stað barnið til frjálsra leikja og mögulega til þátttöku í skipu- lögðu tómstundastarfi sem felur í sér hreyfingu. Ein besta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi, barna jafnt sem fullorðinna, er að nota eigin orku til að ferðast á milli staða en svo er sund eða skíði góð hreyf- ing sem fjölskyldan getur stundað og átt saman tíma sem er annar mikilvægur þáttur í að efla heilsu barna. DÜSSELDORF flug f rá 14.999 kr. F l júgðu með f rá jún í t i l ágúst – fyrst og fre mst – fyrst og fre mst ódýr! Blandaðu í kassann 24 stk. af þínum uppáhalds bragðtegundum! 3299kr.kassinn Verð áður 4416 kr. kass inn Hámark próteindrykkur með súkkulaði-, jarðarberja- eða kaffi- og karamellubragði, 24x250 ml 25%afsláttur Meðan birgðir endast! Laugavegi 53 Sími 552 3737 opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 Iana Reykjavík Haust/Vetur 2014 ÚTSALAN er han 40-50% afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.