Fréttatíminn - 09.01.2015, Blaðsíða 46
46 heimili Helgin 9.-11. janúar 2015
1. Fylgihlutir
Með því að skipta út sturtu-
hengi, setja nýja baðmottu
eða handklæði er hægt að
koma með nýja liti á bað-
herbergið sem gera rýmið
frísklegra. Sama er hægt að
segja um tannburstaglös og
litlar krukkur eða skálar undir
smáhluti á baðherginu sem
geta gert það huggulegra.
2. Þrífðu burt allan kísil
Gott er að þrífa kísil sem gæti
hafa safnast fyrir í bað-
karinu, í sturtubotninum eða í
vaskinum. Það er mikið úrval
af góðum efnum sem vinna
verkið vel og án þess að skaða
umhverfið. Best er að þrífa
kísilinn reglulega svo hann
safnist ekki upp. Vel þrifið
baðkar getur litið út eins og
nýtt.
3. Pottaplöntur
Plöntur geta fegrað og frískað
upp á allt rými og er baðher-
bergið engin undantekning.
Fáðu ráðleggingar í blóma-
verslun um hvaða plöntur
henta best á baðherbergi.
4. Myndir og listaverk
Sniðugt er að hengja upp
myndir á baðherbergisveggina
eða listaverk, en þau verða
að þola raka. Landakort eða
annað slíkt sem gaman er að
skoða þegar setið er á kló-
settinu henta vel.
5. Málning
Einfaldasta leiðin til að fríska
upp á herbergi er að mála
það. Það eru engar reglur sem
segja til um að baðherbergi
eigi alltaf að vera hvít eða
grá. Hægt er að gerbreyta
veggjum, skápum og jafnvel
flísum og baðkerum með nýrri
málningu.
Fimm atriði sem fríska upp á baðherbergið
Baðherbergið er ekki
endilega sá staður
sem við eyðum löngum
stundum, nema kannski
þeir sem njóta þess að
liggja lengi í baði. Það er
þó engin ástæða til þess
að vanrækja baðher-
bergið. Hér eru nokkur
góð ráð til að gera bað-
herbergið huggulegra
án þess þó að rífa allt út
úr því og endurnýja.
Húsgögnin
máluð
Málmur málaður
Það er hægt að mála húsgögn úr málmi
en fyrst þarf að bera grunnmálningu
á málminn. Best er að leita ráða í
málningarverslun um hvaða grunnur
hentar best.
Grunnur
Það þarf ekki alltaf að grunna húsgögnin
sem á að mála. Stundum er nóg að þrífa
þau vel og pússa með sandpappír. Það
er alltaf góð hugmynd að leita ráða hjá
fagmanni í málningarverslun um hvort
það þurfi að grunna. En það mikilvæg-
asta við að mála húsgögn er að tryggja
að málningin nái að festast og það sé
ekkert sem valdi því að hún flagni.
Sandpappír
Góð tækni með sandpappírinn skiptir
heilmiklu máli. Oftar en ekki er betra
að verða sér úti um lítinn handhægan
rafdrifinn slípara. Þá er hægt að leigja
hjá byggingarvöruverslunum. Hinsvegar
ef húsgögnin eru með slétt yfirborð þá
getur verið nóg að nota bara hendurnar
til að slípa með sandpappír. Aðalmálið
er að fara jafnt og vel yfir allan flötinn
og ná vel í öll horn til að ná gamalli
málningu eða lakki af. Ekki má þó slípa
of mikið og fletta meira en efsta laginu
af viðnum.
Vandvirkni
Til að ná sem bestum árangri er mikil-
vægt að vera vandvirkur og nákvæmur
og fjarlæga til dæmis höldur og annað
sem skrúfað er fast við húsgögnin og
mála undir þær. Þetta eru svæði sem
verða fyrir mestu hnjaski og því líklegt
að málningin geti flagnað af. Það kostar
smá aukavinnu og tíma en er vel þess
virði.
Málning
Að finna réttu málninguna er mikilvægt
en það þarf ekki endilega að þýða að
dýrasta málningin sé sú besta. Ágætt er
að fá prufur og mála lítinn hluta til að sjá
útkomuna. Um leið of rétta málningin er
fundin er hægt að blanda hana í hvaða lit
sem er. Ágætt að hafa í huga hvort það
þurfi að vera auðvelt að þrífa húsgagnið
eða hvort það muni verða fyrir miklum
ágangi.
Bursti
Góður bursti getur skipt sköpum því það
getur eyðilagt áferðina þegar burstinn
skilur eftir hár í málningunni. Góður
bursti er dýrari en hann getur enst
í mörg ár ef hann er skolaður vel og
þrifinn eftir notkun.
Þolinmæði
Málningin þarf að þorna vel á milli um-
ferða því skiptir máli að sýna þolinmæði.
Þumalputtareglan er að láta 24 tíma líða
á milli umferða en því meiri tími sem
líður því betra. Ef málningin er ekki alveg
þurr áður en hafist er handa við næstu
umferð getur hún flagnað af.
Gleði
Mestu skiptir að hafa gaman af verk-
efninu og leika sér með liti. Það er alveg
víst að útkoman er misjöfn og óttinn
við að gera mistök ætti ekki að stoppa
neinn.
Gömul húsgögn sem eru á leiðinni á
haugana geta reynst mesta gersemi og
það eina sem til þarf er ný yfirferð af
málningu til að gefa þeim nýtt líf. Hvort
sem málað er með einum lit eða fleirum
þá eru góður undirbúningur lykillinn að
góðum árangri. Hér eru nokkur ráð um
hvernig á að gefa gömlum húsmunum
nýtt líf með málningu.
10-70%
afsláttur
af völdum vörum
Barskápar
Glerskápar
Skenkar
Speglar
Sófaborð
Bókahillur
Púðar
Sófasett
Tungusófar
Hornsófar
Stakir sófar
Borðstofuborð
Sjónvarpsskápar
Fjarstýringavasar
Sjónvarpsskápur Salsa Stól á hjólum Meubar
Verð áður 44.900 kr.
15.900 kr.
*Verð á dýnu
Verð með botni 99.000 kr.
69.900 kr.
Dýnustærð 193x200
Barnarúm stærð 106x213
Verð 221.900 kr.
155.330 kr. Skenkur 216,5x55x84 cm
Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is
Opið virka daga kl. 10-18
laugard. 11-16
ÚTSALA
Þú sparar 34.900 kr.
5.000 kr.
*Verð án dýnu
Verð áður 284.900 kr.
139.900 kr.
Verð áður 83.900 kr.
7.500 kr.frá
Verð áður 40.900 kr.
19.900 kr. frá
Borð