Fréttatíminn - 09.01.2015, Blaðsíða 62
heilsa Helgin 9.-11. janúar 20152
Berocca® Performance inniheldur öll B vítamínin
í ríkulegu magni en einnig C vítamín, magnesíum og zínk.
Bættu frammistöðu þína með Berocca
- rannsóknir hafa sýnt að það ber árangur.
uPP á þitt Besta!ÞÚ
Sykur
lauSt
5 hollráð Júlíu sem bæta heilsuna:
1. Auktu vatnsinntöku.
Ég veit þetta hollráð gæti hljómað eins og
biluð plata því þú hefur líklega heyrt það
svo oft, en sannleikurinn er sá að vatn er
eitt það nauðsynlegasta sem við getum
gefið líkama okkar þar sem það flytur
næringu milli líffæra og styður við losun
eiturefna. Byrjaðu á að drekka 1-2 stór
vatnsglös strax á morgnana og alveg upp
í 2 lítra af vatni yfir daginn.
2. Bættu við meira af ávöxtum og
grænmeti.
Epli, jarðarber, bananar, sætar kartöflur
eða rófur eru góð dæmi um fæðu sem
getur hjálpað við að minnka sykur-
þörf eftir hátíðirnar þar sem þessar
fæðutegundir hafa náttúrulega sætu
og trefjar. Að fá þér ávexti og grænmeti
sem millimál yfir daginn er góð byrjun á
heilsusamlegra mataræði.
3. Taktu inn magnesíum.
Magnesíumskortur getur leitt til
sykurlöngunar. Svo er magnesíum mjög
hreinsandi fyrir líkamann og nauðsynlegt
fyrir taugastarfsemi og vellíðan. Hægt er
að taka inn magnesíum t.d. í duftformi
til að blanda við vatn. Gott að drekka að
kvöldi til.
4. Bættu við hollri fitu.
Holl fita er nauðsynleg fyrir þyngdartap
og eðlilega starfsemi hormóna og orku.
Holl fita rík af omega fitusýrum hjálpar til
við að halda blóðsykursjafnvægi í líkam-
anum og eykur seddu. Gott getur verið
að auka holla fitu í mataræði t.d. með því
að bæta við avókadó eða kókosolíu út í
boozt drykkinn(uppskriftin hér að neðan
inniheldur einmitt avókadó).
5. Hreinsaðu sykur algerlega úr
líkamanum.
Sykur er ávanabindandi og tekur að
meðaltali 2-3 vikur að hreinsast úr líkam-
anum! Hvort sem þú vilt taka sykur alveg
út eða treystir þér aðeins að taka hann
út að hluta geturðu byrjað á að bæta við
einni sykurlausri uppskrift á dag sem
hjálpar þér að slá á sykurlöngun.
Heilsa sykur er ávanabindandi og skaðlegur Heilsunni
Sykurlaus
nýársáskorun
Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi
segir Íslendinga neyta gríðarlegs
magns af sykri og stendur hún fyrir
sykurlausri áskorun sem hefst 19.
janúar. Rannsóknir sýna að
sykur er enn skaðlegri en
áður var talið og sumir
sem jafnvel upplifa hann
jafn ávanabindandi og
fíkniefni.
e f stefna þín fyrir 2015 er að léttast, auka orkuna eða bæta þol og kraft, þá er stórt skref
í rétta átt að minnka sykur“, segir
Júlía Magnúsdóttir, heilsumark-
þjálfi og næringar-og lífsstílsráð-
gjafi Lifðu til fulls. „Íslendingar eru
einna mestu neytendur sykurs meðal
Norðurlandabúa og koma rétt á eftir
Bandaríkjamönnum þegar kemur að
sykurneyslu. Það þarf vart að minn-
ast á skaðsemi sykurs en viðbættur
sykur orsakar til dæmis fitumyndum
og hefur skaðleg áhrif á skammtíma
og langtíma heilsu okkar,“ segir hún.
Júlía heldur nú 21 dags sykurleysis
áskorun þar sem hún gefur fríar upp-
skriftir, innkaupalista og hollráð fyr-
ir sykurlausan lífsstíl. Áskorunin er
ókeypis, hefst 19. janúar og eru yfir
9000 Íslendingar búsettir hérlendis
og erlendis þegar skráðir. Skráning
í áskorunina fer fram á www.lifdutil-
fulls.is en hér deilir hún nokkrum
hollráðum og uppskrift af sykurlaus-
um boozt.
Júlía Magnúsdóttir, stofnandi Lifðu til fulls, segir að margar konur sem hún vinnur með sem
heilsumarkþjálfi tali um að þeim finnist erfitt að halda sig frá sykri.
Dásamlegur og sykurlaus – boozt
Uppskrift fyrir 2
1/2 avókadó
1/2 banani 2 tsk acai duft
4 handfylli af spínati*
Handfylli kakónibbur eða hrátt lífrænt
kakó
3 msk hreinar kasjúhnetur
4 dropar stevia
1 bolli bláber
1 1/2 bolli kalt vatn og nokkrir klakar
*Fyrir þá sem eru með vanvirkan skjald-
kirtil; notið lambhagasalat í stað spínats.
Blandið öllu saman þangað til booztinn
verður mjúkur og kekkjalaus og njótið
strax.
Önnur skemmtileg leið að njóta booztsins
er í skál með skeið og þá toppaður með
ferskum berjum og/eða uppáhalds
múslíinu þínu (gott er þá að hafa hann í
þykkari kantinum).
Boozt með avókadó, bláberjum og spínati.