Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.01.2015, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 09.01.2015, Blaðsíða 34
námskeið Helgin 9.-11. janúar 201534 N ámskeiðin hjá Dale Carne-gie hafa hjálpað einstak-lingum að efla sjálfstraust, bæta mannleg samskipti og vinna á áhyggjum og kvíða í yfir 100 ár, en fyrsta námskeiðið var haldið af Dale Carnegie sjálfum árið 1912. Í dag er starfsemi Dale Carnegie virk í yfir 70 löndum og hafa áhersl- urnar breyst í takt við tíð og tíma. Nú er lögð meiri áhersla á markmið- asetningu og að efla leiðtogahæfi- leika fólks. Hvatning og hrós Dale Carnegie fyrir ungt fólk hefur verið í boði frá árinu 2004 og fagnar því 10 ára afmæli um þessar mund- ir. Anna Guðrún Steinsen er for- stöðumaður verkefnisins og hefur verið allt frá upphafi. „Námskeiðið er í raun þjálfun sem byggist upp á hvatningu, hrósi og jákvæðni,“ seg- ir hún. Námskeiðunum er skipt upp eftir aldri: 10-12 ára, 13-15 ára, 16- 20 ára og 21-25 ára. „Öll námskeið- in eru byggð upp með sama hætti og Dale Carnegie fyrir fullorðna, þau eru einfaldlega aðlöguð að lífi ungmenna. 10-12 ára námskeiðin eru reyndar aðeins öðruvísi, það er styttra og farið er í gegnum þætti eins og einelti, fordóma, umburðar- lyndi og hópefli,“ segir Anna. Námskeiðin hafa notið mikilla vin- sælda og segir Anna að það fari ekki á milli mála að þau ungmenni sem sækja námskeiðin fái heilmikið út úr þeim. „Þau eru jákvæðari og sjálfs- öryggið eykst og það er tekið eftir þessu og þannig spyrjast námskeið- in út. Í dag er þetta orðið þannig að krakkarnir koma með foreldrana með sér á kynningarfundina og eru mjög meðvituð um hvað þau vilja.“ 98% þátttakenda eru jákvæðari Á námskeiðunum er mikið unnið með markmiðasetningu, auk þess sem námskeiðið sjálft hefur fimm markmið sem tengjast því sem þátttakendurnir vinna að. Þau eru aukið sjálfstraust, bæting í mann- legum samskiptum, tjáning, efl- ing leiðtogahæfileika og að lokum aukið jákvætt viðhorf. Anna segir að mesta áherslan sé líklega á að styrkja stjálfstraustið því það er góður grunnur svo hægt sé að ná þeim markmiðum sem sett eru. „Þetta fyrirkomulag virkar vel og sést einna helst á því að 97% þeirra sem hafa farið á námskeið segja að sjálfstraust þeirra hafi aukist og 98% segjast vera jákvæðari eftir nám- skeiðin,“ segir Anna. Næsta kynslóð er verkefni þar sem mikið er notast við hrós. „Okk- ur hættir til að einblína á það sem við þurfum að bæta okkur í, en ekki það sem við erum góð í nú þegar. Þess vegna erum við dugleg að hrósa og þannig styrkjum við þá þætti sem einstaklingar eru góðir í. Þegar viðkomandi þekkir eigin styrkleika verður sjálfstraustið meira,“ segir Anna. Yfir 5000 útskrifuð ungmenni Hvert námskeið stendur yfir í átta vikur og hittist hópurinn einu sinni í viku, í fjórar klukkustundir í senn. „Ástæðan fyrir lengd námskeiðs- ins er að það tekur tíma að breyta hegðun. Þetta er í raun eins og æfa hverja aðra íþrótt. Þetta er þjálfun og æfingin skapar meistarann,“ seg- ir Anna, en hún hefur nú ásamt öðr- um þjálfurum útskrifað yfir 5000 ungmenni og þeim fer ört fjölgandi. „Það eru bara bjartir tímar fram- undan hjá Dale Carnegie,“ segir Anna að lokum. Nánari upplýsingar um námskeið- in má finna á heimasíðunum www. dalecarnegie.is og www.naesta- kynslod.is Unnið í samstarfi við Dale Carnegie Vilt þú vera einbeittari í námi, geta staðið þig vel í vinnu, vera jákvæðari, eiga auð- veldara með að eignast vini og vera sáttari með sjálfan þig? Þá er Dale Carnegie mjög líklega svarið fyrir þig, en fyrir- tækið hefur staðið fyrir námskeiðum á Íslandi frá árinu 1965 og fagnar því 50 ára starfsafmæli á þessu ári. Bætt sjálfstraust og aukin jákvæðni Anna Steinsen og Jón Halldórsson, rekstraraðilar unglingasviðs Dale Carnegie. Mynd / Hari. Jákvæðni og hrós eru höfð að leiðarljósi á námskeiðum hjá Dale Carnegie. Háskólinn á Hólum, Hólum í Hjaltadal S: 455-6300 | www.holar.is Háskólinn á Hólum Sérhæft háskólanám • Ferðamálafræði • Viðburðastjórnun • Fiskeldisfræði • Reiðmennska og reiðkennsla Tækifærin eru í okkar greinum Bætt líðan með hugrænni atferlismeðferð Við Kvíðameðferðarstöðina er að heast námskeið í hugrænni atferlismeðferð (HAM) til þess að bæta almenna líðan. Námskeiðið hentar þeim sem nna fyrir vægum til miðlungs miklum kvíða eða depurð og vilja læra leiðir til að hafa áhrif á líðan sína. Á námskeiðinu er veitt fræðsla um kvíða og depurð, farið yr tengsl hugarfars, hegðunar og tilnninga og þátttakendum kenndar leiðir til að endurskoða hugarfar, auka virkni þegar við á, draga úr áhyggjum og takast á við það sem vekur kvíða. Námskeiðið hefst 4. febrúar nk. og stendur yr í sex vikur. Verðnámskeiðs er 39.000 krónur, sjúkrasjóðir stéttarfélaga kunna að niðurgreiða námskeiðið. Ekki er þörf á matsviðtali fyrir námskeið. Skráning og fyrirspurnir í síma 534-0110 eða kms@kms.is Nánari upplýsingar: www.kms.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.