Fréttatíminn - 09.01.2015, Blaðsíða 4
Túrmalín, silfur og gull
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur
Éljagangur eða snjókoma s- og V-lands,
en þurrt og kólnandi na-til.
HöfuðborgarsVæðið: Snjókoma um tíma,
einkum framan af degi.
Víðast Hægur Vindur. Él eða snjókoma.
aðeins á stöku stað.
HöfuðborgarsVæðið: Smáél og Síðar
úrkomulauSt. kólnandi.
snjóar um sunannVert landið, en síður n-til.
Vaxandi a-Vindur.
HöfuðborgarsVæðið: meira og minna
Snjókoma eða éljagangur.
snjóar sunnan- og
vestantil um helgina
um þetta leyti árs er hávetur á norðurhveli
jarðar og lægðirnar verða að hálfgerðum
tröllskessum eins og við höfum séð að
undanförnu. Þó flokkast hún til smá-
lægðar sú sem spáð er á föstudag undan
SV-landi og með snjókomu.
aðgerðarlítið veður á
laugardag og kólnar nokkuð.
norður- og austurland
sleppa að mestu við
ofankomu að sinni, en nýr
snjókomubakki kemur
úr suðri á sunnudag ef
marka má spár.
-1
-2 -5
-6
-1
-5
-3 -9 -10
-5
-3
-6 -11
-13
-4
einar sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is
vikan sem var
samið í læknadeilu
Skrifað var undir kjarasamning
lækna á Landspítalanum
aðfaranótt miðvikudags.
Skurðlæknar fylgdu svo
í kjölfarið sólarhring
síðar. alls var 586
aðgerðum á Land spít
al an um frestað vegna
verk fallsaðgerða
lækna og skurðlækna
síðan 27. októ ber. auk
þess er áætlað að 786
aðgerðir hafi fallið niður
vegna verk falls ins.
Aukin velta á fasteignamarkaði
Heildarveltan á íslenska fasteigna-
markaðinum á síðasta ári var nærri
300 milljarðar króna, en árið á undan
var veltan 250 milljarðar. Þinglýstir
kaupsamningar voru um 9.400 og
fjölgaði um nærri 700 á árinu.
Númerið hjá Saffran?
Hátt í 100 milljónir síðuflettinga
eru framkvæmdar á já.is árlega.
230 þúsund stakar heimsóknir eru
á vefinn í hverri viku. Meðal vinsæl-
ustu leitarorða á síðunni voru 365,
domus medica, lyfja og Heilsugæslan.
Jáappið nýtur sömuleiðis mikilla
vinsælda. mest er hringt í veitingastað-
inn Saffran úr appinu. Notendur sækja
sér vegvísun úr appinu á staði á borð
við dýragarðinn í Slakka, kringluna og
Bogfimisetrið.
37.000
manns hafa staðfest höfuðstólslækkun
húsnæðislána. Það eru um 43% af
þeim 86 þúsund sem fengu samþykkta
umsókn sína.
Sviptingar á fjölmiðlamarkaði
Þórunn elísabet Bogadóttir hefur verið
ráðin aðstoðarritstjóri Kjarnans. Hún
starfaði síðast á Viðskiptablaðinu en
lauk nýverið meistaranámi í alþjóð-
legum og evrópskum stjórnmálum frá
edingborgarháskóla. Þórunn er dóttir
hins kunna fréttamanns Boga Ágústs-
sonar. Þá hafa nokkrir
fyrrum starfsmenn dV
stofnað fjölmiðilinn
Stundina og í vikunni
náðust áform um
fimm milljón króna
fjármögnun í
gegnum karol-
ina fund.
v ið erum að skoða þetta mál. Mögulega er ekkert sem stendur tæknilega í vegi fyrir því að þetta sé fyrirkomulagið en mín tilfinning er sú að
líklega væri betra að útfæra þetta öðruvísi,“ segir Þór-
gnýr Thoroddsen, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs
Reykjavíkur, um fyrirkomulag dósa- og jólatrjáasöfn-
unar ungmenna í íþróttafélaginu Val. „Mögulega er
þarna verið að mismuna börnum eftir stöðu og efnahag
foreldra,“ segir hann.
Foreldrar barna- og ungmenna í Val fengu nýverið
bréf vegna söfnunarinnar. Þar segir að ágóðinn af söfn-
uninni renni til barnanna eftir ákveðnu punktakerfi.
Þannig fáist 1 punktur fyrir mætingu barns, 1 punktur
fyrir hvert foreldri sem mætir í flokkun og/eða á bíl.
„Fyrir bíl sem lagt er til við söfnun fæst ½ punktur og
½ punktur fyrir kerru. Þannig fær barn sem mætir
með báða foreldra (eða forráðamenn) og
annað þeirra er á bíl með kerru en hitt
vinnur við flokkun, 4 punkta. Á hinum
skalanum ef barn mættir aðeins eitt,
fæst aðeins 1 punktur,“ segir í bréfinu.
Ólafur Örn Ólafsson, foreldri unglings í
Val, gerir málið að umtalsefni á Facebo-
ok-síðu sinni þar sem hann segir: „Börn
sem eiga bara eitt foreldri sem aðhyllist bíl-
lausan lífsstíl, nú eða hefur ekki ráð á að reka
bíl getur aldrei haft jafn mikið upp úr krafsinu
og börnin sem koma frá lánsamari heimilum
sem eiga nógu stóran bíl til að geta dregið
kerru og bæði foreldri búa á.“ Fjöldi fólks
hefur tekið þátt í umræðu um málið
og eru skiptar skoðanir um
ágæti þessa fyrirkomulags.
Þá bendir formaður ÍTR á
að sumir kjósi bíllausan
lífsstíl og þeir hafi því ekki
möguleika á að safna
fleiri punktum fyrir
söfnun barnanna
sinna.
Söfnunin er skipu-
lögð af Fálkum,
félagi feðra
sem vinna að
því í sjálfboða-
vinnu að styrkja
barna- og ung-
lingastarf
Vals.
Formað-
ur félags-
ins,
Benóný Valur Jakobsson, segir þetta fyrir-
komulag hafa verið við lýði undanfarin fjögur
ár og segist ekki hafa fengið athugasemdir við
það. „Þetta snýst allt um vinnuframlag,“ segir
hann og spurður hvort þarna sé um mismun-
un að ræða vegna stöðu og efnahag foreldra
spurði hann á móti: „Væri það ekki mis-
munun að þeir sem mæta með sex
vinnandi hendur, bíl, kerru
og útlagðan bensínkostnað
fengju jafn mikið og þeir sem
mæta einir?“ Benóný bendir
á að jólatjáasöfnunin væri
ekki möguleg nema
til kæmu foreldrar á
bíl með kerru. „Þetta
væri ekki hægt öðru-
vísi. Eitt barn og eitt for-
eldri fá minna en
eitt barn með
tvö foreldri og
bíl en það er
algjörlega í sam-
ræmi við vinnu-
framlag,“
segir
hann.
Félagsmál Félag Feðra barna í val skipuleggja söFnun
Börnin fá borgað eftir
vinnuframlagi foreldra
íþrótta- og tómstundaráð reykjavíkur hefur til skoðunar fyrirkomulag jólatrjáa- og dósasöfnunar
ungmenna í íþróttafélaginu Val. Söfnunin er skipulögð af feðrafélagi barna og unglinga í Val og
fá ungmennin greitt eftir því hvort annað eða bæði foreldri mæta, og meira ef foreldri mætir á
bíl með kerru. formaður ítr segir að mögulega sé verið að mismuna börnum eftir stöðu og efna-
hag foreldra.
Þórgnýr thoroddsen, formaður íþrótta- og
tómstundaráðs reykjavíkur.
Barn sem mætir með báða foreldra í
söfnunina þar sem annað þeirra er á bíl með
kerru en hitt vinnur við flokkun fær 4 punkta.
Barn sem mætir einsamalt fær 1 punkt.
erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
4 fréttir Helgin 9.11. janúar 2015