Fréttatíminn - 09.01.2015, Blaðsíða 68
Helgin 9.-11. janúar 20158
S ú staðreynd að hreyfing bæti lífið eru engar nýjar fréttir árið 2015. Fyrsti mánuður
ársins 2015 er genginn í garð og
hafa eflaust margir sett sé ný mark-
mið fyrir árið. Ég gerði það en aðal-
markmiðið er að allt sem ég geri á
að vera gaman og ég ætla að njóta
þess.
Allir vita að hreyfing er góð og
að stóllinn drepur. Líkamsræktar-
stöðvarnar eru um það bil að fyll-
ast og ákafinn skín úr hverju and-
liti. Það strengdu
örugglega margir
nýársheit um ára-
mót og ætla sér að
taka ábyrgð á eig-
in heilsu og gera
eitthvað gott fyrir
líkama og sál. En
það eru ekki allir
sem geta stígið
út fyrir þæginda-
hringinn og bætt
hreyfingu inn í líf
sitt. Fyrir því eru
margar ástæður;
ekki tími, lítil börn á heimili, mikil
vinna og hreinlega of stuttur sólar-
hringur. Ég þekki sjálf dæmi um
fyrirmyndar fólk sem hefur keyrt
heilsu sína á bólakaf vegna „tíma-
skorts“ eða rangrar forgangs-
röðunnar. En þetta þarf ekki að
vera flókið eða gerast í átaki eða
einhverskonar áhlaupi. Hreyfing
á að vera skemmtileg og jafnvel
notaleg. Fyrir margar mömmur er
hreyfistundin hvíld þar sem batt-
eríin eru endurhlaðin. Hver vill
ekki eiga mömmu sem er stútfull
af orku og gleði eftir gönguferð eða
jógatíma?
Sú staðreynd að meðalaldur
sjúklinga sem eru í endurhæfingu
á Reykjalundi er 48 ár segir okkur
að það tekur ekki langan tíma að
rústa einum líkama en endurhæf-
ingin getur tekið óralangan tíma.
Þetta er fólk á besta aldri sem hefur
lent í slysi eða áfalli eða bara gleymt
sér og þá fer sem fer. Þess vegna er
talað um hreyfingu sem forvarnir
og forvarnir eru fyrirhyggjusemi.
Við erum að verja okkur fyrir veik-
indum, bæði andlegum og líkam-
legum.
Líkamann
á hreyfingu
árið 2015
Kolbrún G.
Þorsteinsdóttir
lýðheilsufræð-
ingur
Fyrir þá sem eiga erfitt með að koma sé af stað þá eru hér nokkrar staðreyndir
um hvað 30 mínútna gönguferð daglega gerir líkamanum gott:
Heilinn: Minnkar hættuna á að fá heila-
blóðfall.
Minnið: Bætir minni og styrkir heilann.
Skapið: Hálftíma gönguferð á dag getur
komið í veg fyrir þunglyndi og kvíða.
Heilsan: 30 mínútna gönguferð á dag
getur komið í veg fyrir sykursýki.
Langlífi: Bætir a.m.k tveimur góðum
árum við lífið.
Þyngdin: Kemur í veg fyrir ofþyngd og
offitu.
Hjartað: Minnkar hættuna á hjartasjúk-
dómum.
Beinin: 30 mínútna gönguferð á dag
kemur í veg fyrir beinþynningu og mja-
ðamavandamál.
Þetta er ekki spurning, farðu í góða skó
og farðu út að ganga með hundinn jafn-
vel þótt þú eigir engan.
O rðið yoga á rætur sínar að rekja til orðsins yuj úr sans-krít, en það þýðir meðal
annars að sameina. Til eru margar
gerðir af yoga og er engin þeirra
réttari en önnur, þú einfaldlega
finnur þá tegund sem hentar þér.
Yogastöðin Yoga Shala er staðsett
við Engjateig í Reykjavík. Stöðin
var stofnuð af Ingibjörgu Stefáns-
dóttur, yogakennara og leikara, árið
2005 og fagnar því 10 ára afmæli á
þessu ári. „Við erum stolt af þess-
um tímamótum. Við höfum stækkað
og þroskast jafnt og þétt í takt við
stöðina og fram undan eru nýir og
spennandi tímar,“ segir Ingibjörg.
Yoga í notalegu umhverfi
Yoga Shala býður upp á hefðbundið
Ashtanga vinyasa yoga frá Ashtanga
Yoga Institute í Mysore á Indlandi,
en Ingibjörg lærði einmitt þar hjá
hinum þekkta Ashtanga yoga Gúrú
Sri. K. Pattabhi Jois og er hún eini
Íslendingurinn sem hefur lært
hjá honum. Í Yoga Shala er einn-
ig að finna fjölbreytilega tíma líkt
og Yogaflæði, Yogastyrk og mjúkt
flæði. Áhersla er lögð á að bjóða upp
á notalegt og gefandi andrúmsloft í
fallegu, hlýju umhverfi.
Námskeið og opnir tímar
Í Yoga Shala eru haldin ótal mörg
námskeið. „Við erum ávallt með okk-
ar vinsælu byrjendanámskeið í yoga.
Þar er farið í helstu undirstöður As-
htanga vinyasa yoga,“ segir Ingibjörg.
Þetta námskeið er góður grunnur fyr-
ir alla tíma hjá okkur. Kennt er tvisvar
í viku, fjórar vikur í senn. Næstu nám-
skeið hefjast 12. janúar og 20. janúar
. Námskeiðin eru haldin í hverjum
mánuði og meðan á þeim stendur er
nemendum frjálst að mæta í alla opna
tíma í Yoga Shala. Kennarar í Yoga
Shala hafa sjálfir góða reynslu sem
yogaiðkenndur. „Kennarahópurinn
er alveg dásamlegur. Þau eru bæði
búin að læra hjá mér hérna heima
og úti. Ég hvet þau sérstaklega til að
fara eitthvert út því það er svo margt
hægt að læra í þessum fræðum. Síðan
erum við svo lánsöm að fá til okkar er-
lenda gestakennara í heimsókn reglu-
lega,“ segir Ingibjörg.
Yogaiðkun kvölds og morgna
Aðspurð hvernig til standi að halda
upp á 10 ára afmæli stöðvarinnar
segir Ingibjörg að auka eigi fjöl-
breytnina innan stöðvarinnar. „Við
höfum til dæmis verið að bæta við
tímum eins og fyrir 60 ára og eldri.
Við bjóðum einnig upp á svokallaða
mjúka tíma, en þeir henta vel þeim
sem hafa glímt við veikindi eða lent í
meiðslum.“ Um miðjan febrúar verð-
ur svo boðið upp á framhaldsnám-
skeið. „Það er tilvalið fyrir þá sem
hafa lokið byrjendanámskeiði en
vilja halda áfram í námskeiðsform-
inu,“ segir Ingibjörg. Hún vill einnig
vekja athygli á morguntímum sem
eru í boði. „Við vitum að fólk flykkist
í ræktina á morgnana og við viljum
innleiða þetta hjá okkur. Fólk heldur
að þetta séu svo rólegir tímar en það
er ekki raunin. Þeir sem komast
upp á lagið með að mæta á morgn-
ana elska það. Yoga styrkur eru til
dæmis tímar sem við bjóðum upp á
að morgni dags og þar ætti fólk að
svitna vel,“ segir Ingibjörg.
Yoga Shala hyggst flytja sig um
set á komandi misserum. „Það er
nokkuð ljóst að núverandi húsnæði
hentar ekki lengur undir starfsemi
okkar,“ segir Ingibjörg. Nánari upp-
lýsingar um starfsemi Yoga Shala og
námskeiðin má finna á heimasíðu
stöðvarinnar: www.yogashala.is og
í síma 553 0203.
Unnið í samstarfi við
Yoga Shala
Uppbyggjandi og jákvæð
efling fyrir líkama og sál
Yogastöðin Yoga Shala fagnar
10 ára afmæli
„Shala er úr sanskrít og merkir staður og Yoga Shala merkir í raun staðinn þar sem þú
iðkar þitt yoga,“ segir Ingibjörg Stefánsdóttir, eigandi og stofnandi Yoga Shala. Mynd Hari
UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA
897-2896 OG Á WWW.BAKLEIKFIMI.IS
Auktu þol og styrk
Fjörugir tímar undir leiðsögn sjúkraþjálfara.
Mánudaga kl. 17.45 og miðvikudaga kl. 18.00 í Grensáslaug
AQUA FITNESS
Ultra Cranberry
Trönuberjahylki – sterk blanda
Fyrirbyggjandi gegn þvagfærasýkingu
Inniheldur ekki C-vítamín
1 - 2 töflur á dag
Fæst í apótekum
TENNIS
er skemmtileg hreyfing
Nú er rétti tíminn til að
panta fastan tíma í tennis.
Eigum nokkra tíma lausa.
Skemmtilegu byrjendanámskeiðin
fyrir fullorðna eru að hefjast.
Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 eða á tennishollin.is