Fréttatíminn - 09.01.2015, Blaðsíða 40
námskeið Helgin 9.-11. janúar 201540
Menntaáætlun
Nordplus
Auglýst eftir styrkumsóknum til
menntasamvinnu á Norðurlöndum
og Eystrarsaltslöndum
Nordplus, menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar, býður kennurum og öðrum sem starfa
við menntamál að sækja um styrki til samstarfs og þróunar í menntamálum. Heildarupphæð
styrkja til úthlutunar á árinu 2015 er um 9 miljónir evra, eða tæplega 1,4 milljarður íslenskra króna.
Umsóknarfrestur er til 2. mars 2015
Umsóknir eru opnar öllum þeim sem vinna að kennslu eða menntamálum og styrkir eru veittir
til ýmis konar námsheimsókna, samstarfsverkefna og samstarfsneta. Farið er fram á samstarf á
milli menntastofnanna og/eða annarra þátttakenda í Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi,
Íslandi, Lettlandi, Litháen, Noregi, Svíþjóð eða Álandseyjum.
Nánari upplýsingar á www.nordplus.is
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
sk
h
ön
nu
n
Nemum í alþjóðlegum fagháskólum gefst
einstakt tækifæri til að kynnast suðupotti
hugmynda, með stefnum og straumum
víða að úr heiminum. Nám erlendis opnar
einnig möguleika á að hitta „rétta“ fólkið
og komast áfram á alþjóðlegum markaði.
LYON flug f rá
F l júgðu með f rá jún í t i l ágúst
24.999 kr.
E gils saga varð fyrir valinu vegna þess að hún er vel þekkt, áhugaverð og hent-
aði nýjum kennarahópi vel,“ segir
Ármann, en hann segir jafnframt
að Egill Skalla-Grímsson hafi mjög
höfðað til Íslendinga alla tíð eins og
rækilega verður fjallað um í nám-
skeiðinu. Námskeiðið er staðarnám-
skeið eingöngu og hægt er að taka
við allt að 300 nemendum. „Nám-
skeiðið er ætlað alls konar fólki,
bæði kennurum, leiðsögumönnum,
listamönnum, bókavörðum, þeim
sem vinna við söfn og öðrum sem
vinna með íslenskan menningararf
en einnig öllum almenningi,“ segir
Ármann.
Endurmenntunarstofnun hefur
staðið fyrir menningarnám-
skeiðum um Íslendingasögur
og aðrar miðaldabókmenntir í
hartnær 30 ár. Í þetta sinn er
viðfangsefnið Egils saga sem
áður hefur verið kennd en fyrir
alllöngu. Ármann Jakobsson,
prófessor í íslenskum bók-
menntum fyrri alda, sér um
kennslu.
Námskeið um Egils sögu
á vegum Endurmenntunar
HÍ nýtur mikilli vinsælda
Ármann Jakobsson tekur við keflinu af Magnúsi Jónssyni og kennir nú námskeið í
Íslendingasögum við Háskóla Íslands.
Kafa djúpt í efnið
Í Egils sögu er ekki aðeins rakin
ævi aðalpersónunnar heldur eru
sagðar sögur af fjölda áhugaverðra
persóna og greint frá merkum við-
burðum á borð við ofríki Haralds
hárfagra, landnám Íslands og orust-
una á Vínheiði. Ferðalög eru tíð og
sögusviðið því fjölbreytt. Enn frem-
ur er Egill talinn til stórskálda fyrri
alda og sagan er rík af kveðskap.
Markmið námskeiðsins er að kafa
dýpra í meginpersónur og atburði
sögunnar í því augnamiði að setja
hana í víðara samhengi. Textinn
verður skýrður, athygli vakin á ýms-
um rannsóknum tengdum sögunni
og reynt að varpa ljósi á viðfangs-
efni sögunnar með ýmsum hætti.
Dæmi um að fyrrverandi ráð-
herrar sitji námskeiðið
Námskeið af þessu tagi hafa notið
mikilla vinsælda um árabil. Sumir
sækja námskeiðið með skýrt mark-
mið í huga en aðrir eru fyrst og
fremst að sækja sér fróðleik og
skemmtun. „Tímarnir á miðvikudags-
morgnum hafa verið mjög vinsælir
af eftirlaunafólki með margs konar
bakgrunn og þar má meðal annars
sjá lækna, verkfræðinga, kennara og
fyrrverandi ráðherra,“ segir Ármann.
Magnús Jónsson hefur annast þessi
námskeið með stakri prýði í rúman
áratug en vildi nú láta af störfum.
„Ég tók við keflinu vegna þess að
mér finnst mikilvægt að starfsmenn
Háskóla Íslands taki þátt í miðlun
fræðanna og það var auðvitað mikil
áskorun að hitta fyrir svona stóran
hóp í einu,“ segir Ármann.
Námskeiðið hefst 20. janúar.
Kennt er einu sinni í viku, á þriðju-
dögum milli klukkan 19.30 og
21.30. Skráning fer fram á heima-
síðu Endurmenntunar, www.endur-
menntun.is. Ásamt Ármanni munu
þær Kolfinna Jónatansdóttir og Þór-
dís Edda Jóhannesdóttir, doktors-
nemar í íslenskum bókmenntum,
aðstoða við kennsluna.