Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.01.2015, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 09.01.2015, Blaðsíða 58
 LeikList Björn thors fór með BuBBa á hraunið á aðfangadag Kenneth Máni aftur á Hraunið Hefð er fyrir því á aðfangadag að Bubbi Morthens haldi tón- leika á Litla-Hrauni og taki með sér einhverja gesti í hvert sinn. Á nýliðnum aðfangadegi var engin breyting þar á og með Bubba í för voru rithöfundurinn Einar Kárason og lífskúnstner- inn Kenneth Máni. Fangar Litla- Hrauns fögnuðu komu Kenneths það mikið að nú stendur til að hann haldi einkasýningu á ein- leik sínum úr Borgarleikhúsinu á Litla-Hrauni um mánaðamót- in. Björn Thors leikari sagði það hafa verið magnaða upplifun að fara á Hraunið með Bubba. Þ etta var furðulega hátíð-legt,“ segir Björn Thors leikari um ferð sína með Bubba Morthens á Litla-Hraun á aðfangadag. „Það er sannur jólaandi í loftinu þarna hjá þeim sem eru í þessum sporum og á sama tíma merking- arþrungið fyrir okkur sem eru að koma í heimsókn á þessum tíma. Fangarnir fögnuðu Kenneth mjög og þetta gekk mjög vel,“ segir Björn, „það vel að við ákváðum að setja upp sýninguna fyrir þá um mánaðamótin, og því var fagnað vel og innilega. Kenneth hafði gam- an af því, enda maður gleðinnar,“ segir Björn. „Honum leið mjög vel þarna og var greinilega á heima- velli. Hann var jafnvel með þá hug- mynd að hefja landssöfnun undir nafninu Kenneth heim.“ Bubbi Morthens hefur farið á hverjum jólum á Litla-Hraun til tónleikahalds í rúm 30 ár og segir Björn það hafa verið magnað að fá að fara með. „Það var gaman að fylgjast með Bubba þarna og manni líður eins og maður sé að gera samfélagslegt góðverk,“ segir Björn. „Það var sérstök tilfinning að borða grjónagraut með vörðun- um og stíga svo á svið til þess að skemmta föngum. Það er nauðsyn- legt að leyfa fólki að hlæja og jafn- vel láta þeim líða eins og frjálsum í nokkrar mínútur.“ Sýning Kenneths Mána, sem enn gengur í Borgarleikhúsinu við góðar undirtektir, verður sýnd á Litla-Hrauni í kringum mánaða- mótin og segir Björn að verið sé að finna réttu dagsetninguna. „Það er sýnt svo ört í leikhúsinu og það er verið að finna rétta daginn. Ég hlakka mikið til, Kenneth varð til á Hrauninu og honum líður vel þar. Hann var samt ósköp feginn að stíga upp í bíl á aðfangadag og keyra í bæinn,“ segir Björn Thors. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Það er nauðsynlegt að leyfa fólki að hlæja aðeins, segir Björn Thors leikari sem skemmtir föngum á Litla-Hrauni með Kenneth Mána-sýninguna. Ljósmynd/Hari Kenneth Máni varð til á Litla-Hrauni í sjónvarpsþáttunum Fangavaktin. Elín Sif Halldórsdótt- ir er 16 ára og tekur þátt í Söngvakeppn- inni. Ljósmynd/Hari  sjónvarpið tiLkynnt um höfunda og fLytjendur í söngvakeppninni 16 ára nýliði í Söngvakeppninni Tilkynnt var í gær, fimmtudag, hvaða höfundar verða með lög í Söngvakeppni Sjónvarpsins sem fer fram í lok mánaðarins, og hverjir það eru sem flytja lögin. Lögin eru 12 og höf- undateymin eru 11. Bræð- urnir Pálmi Ragnar og Ásgeir Orri Ásgeirssynir og Sæþór Kristjánsson eiga tvö lög í keppninni, en þeir hafa komið fram undir nafninu StopWaitGo í fyrri keppnum. Lög þeirra verða í flutningi Friðriks Dórs annars vegar og ungrar versl- unarskólastúlku, Maríu Ólafs- dóttur, hinsvegar. Karl Olgeirsson á lag í ár en hann átti lagið Lífið kviknar á ný sem komst í úrslit í fyrra. Haukur Heiðar, söngvari Diktu, flytur lag Karls. María Björk á lag í ár eins og undan- farin ár og er það Regína Ósk sem flytur. Þá spreytir Bjarni Hall, söngvari Jeff Who?, sig í fyrsta sinn í keppninni. Það vekur athygli að nýtt nafn skýtur upp kollinum í ár og er það hin 16 ára gamla Elín Sif Halldórsdóttir sem flytur eigið lag og texta, sem nefnist Í kvöld. Elín er á fyrst ári í Menntaskólanum við Hamrahlíð og verður gaman að fylgjast með hennar frumraun. Undanúrslitin verða 31. janúar og 7. janúar og úrslitakvöldið er 14. febrúar. Keppnin mun fara fram í Háskólabíói. -hf TENNIS er skemmtileg hreyfing Nú er rétti tíminn til að panta fastan tíma í tennis. Eigum nokkra tíma lausa. Skemmtilegu byrjendanámskeiðin fyrir fullorðna eru að hefjast. Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 eða á tennishollin.is Jón Óttar á ensku Þættir Jóns Óttars Ragn- arsson, Dulda Ísland, hafa farið vel af stað á Stöð 2. Meðal gesta í þeim eru Gísli Gíslason, tilvonandi geimfari, Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnumaður, Yoko Ono og Magnús Scheving athafnamaður. Sam- kvæmt upplýsingum Fréttatímans voru viðtöl í þáttunum tekin upp bæði á íslensku og ensku. Það er því viðbúið að Jón Óttar ætli sér að ná til stærri hóps með þáttinn á næstunni en áskrifenda Stöðvar 2. Gus Gus í Gamla bíói Hljómsveitin Gus Gus heldur tónleika í nýju og endurnýjuðu Gamla bíói laugardags- kvöldið 24. janúar. Hljómsveitin hefur nýlega lokið löngu tónleikaferðalagi um Evrópu og Bandaríkin og er í frábæru formi. Miðasala hefst í dag á Miði.is en miðaverð er 5.900 krónur. Aldurstakmark er 18 ár. Biðlistar í bókabúðum Mikill áhugi var á bókinni Sveitin í sálinni eftir Eggert Þór Bernharðsson sem kom út fyrir jólin. Sem kunnugt er féll Eggert Þór frá á gamlársdag, langt fyrir aldur fram. Eftir fráfall hans hefur áhugi á bókinni síst minnkað og eru biðlistar í bókabúðum eftir þeim bókum sem skilað er. Útgefandi bókarinnar, Forlagið, er nú að skoða endurprentun. Tökulið á vegum Wachowski-systkinanna, Lönu og Lawrence, er nú hér á landi við tökur á áhættuatriðum fyrir þættina Sense8. Wachowski-systkinin voru við tökur á þáttunum hér í haust og höfðu ráðgert að koma aftur í vetrartökur og til að ná norður- ljósunum. Ekki er vitað hvort þessar tökur á áhættuatriðum séu þriðja heimsóknin eða hvort þeim er slegið saman við áðurnefndar vetrartökur. Wachowski- systkinin eru þekktust fyrir að hafa skrifað hand- rit Matrix- myndanna. Netflix hefur keypt réttinn af þáttunum Sense8. Taka áhættuatriði á Íslandi 58 dægurmál Helgin 9.-11. janúar 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.