Fréttatíminn - 09.01.2015, Blaðsíða 56
Í takt við tÍmann arnar Freyr Frostason
Dáist að kynþokkafullri dulúð Mads Mikkelsens
Arnar Freyr Frostason er 26 ára Sauðkrækingur og rappari í hljómsveitinni Úlfur Úlfur. Hann er auk þess nemi á
lokaári í viðskiptafræði í HÍ. Úlfur Úlfur sendir frá sér aðra plötu sína á næstunni en þangað til reynir Arnar að
þyngja sig með lyftingum og hafragrautsáti.
Staðalbúnaður
Ég bind mig ekki við nein merki eða
búðir þegar ég kaupi föt, ég reyni bara
að ganga í einhverju sem mér finnst nett.
Þeir hlutir koma alls staðar að. Og litrófið
er allt frá hvítu yfir í grátt og yfir í svart.
Hugbúnaður
Ég reyni að mæta í World Class 4-5
sinnum í viku og svo æfi ég körfubolta
einu sinni í viku með félögum mínum.
Vonandi fer draumurinn um að við
keppum í utandeildinni að rætast, ég held
að við séum tilbúnir. Ég djamma minna í
bænum nú en áður en þegar ég fer í bæ-
inn fer ég á Prikið og Dollý. Þar eru vinir
mínir og allir sem mér þykir vænt um.
Á barnum panta ég mér bjór, helst sem
dekkstan og þykkastan. Ég horfi á gam-
anþætti eins og 30 Rock, Always Sunny
og Workaholics og svo var ég að byrja að
horfa á Hannibal með kærustunni. Mads
Mikkelsen er náttúrlega fallegasti maður
á plánetunni, það er kynþokkafull dulúð
yfir honum. Litla leyndarmálið mitt er
svo hvað ég horfi mikið á teiknimyndir,
ég gæti talað í allan dag um þær en við
skulum sleppa því í þessu viðtali.
Vélbúnaður
Ég á bæði iPhone og Macbook Air. Ég á í
haltu mér-slepptu mér sambandi við sam-
skiptamiðla. Ég er þarna, á Facebook, In-
stagram og Snapchat, en það eina sem ég
fíla í botn þessa dagana er Twitter. Ég hef
gaman af að dunda mér við að lesa eitt-
hvað sniðugt sem fólk skrifar þar.
Aukabúnaður
Ég er fínn kokkur. Það var eitt það fyrsta
sem ég tamdi mér þegar ég flutti að
heiman, að elda sjálfur. Ég hef bæði gam-
an af því að elda og svo er ákveðið hag-
ræði að kaupa ekki skyndibita of oft. Ég
geri alveg geggjaðan hafragraut. Þetta
er „unreal“ hafragrautur, eins asnalega
og það hljómar. Hann er soðinn upp úr
möndlumjólk, og er með rosalegu hnetu-
smjöri og stöppuðum banana. Grautur-
inn hentar mér vel því ég er að reyna að
þyngja mig, ég vil lyfta þungu og vera
feitur og sterkur. Ég keyri um á Peugeot
206, 99 árgerð. Hann er rosalega ljótur
en kemur mér oftast frá a til ö. Þegar ég
útskrifast vonast ég samt til að geta keyrt
hann fram af klettum og keypt mér nýjan
og flottan bíl.
Lj
ós
m
yn
d/
H
ar
i
Norski spennusagna-
höfundurinn Jo Nesbø
hefur skrifað tíu bækur
um lögreglumanninn
Harry Hole. Níunda
bókin kemur út á
íslensku í lok mánaðar-
ins. Ljósmynd/NordicPho-
tos/GettyImages
Bækur Löng Bið krimmaaðdáenda senn á enda
Aðdáendur norska spennusagnahöfundarins Jo
Nesbø hafa þurft að bíða lengi eftir nýrri bók
eftir hann á íslensku. Tvö ár eru síðan Bryn-
hjarta kom út hjá Uppheimum en það bóka-
félag hefur lognast út af. Á þeim tíma hafa
þrjár bækur um Harry Hole verið gefnar út um
allan heim, tvær nýjar og
önnur bókin í seríunni
endurútgefin. Auk þess
kom á síðasta ári út bókin
Sonurinn, spennusaga þar
sem Hole er víðs fjarri.
Nú hefur Forlagið
tryggt sér útgáfuréttinn
að bókum Jo Nesbø og
kemur fyrsta bókin út í
lok þessa mánaðar. Hún
kallast Afturgangan, Gen-
gångare á frummálinu
og Phantom upp á ensku.
Þetta er níunda bókin um
Harry Hole en í henni
hefur söguhetjan komið
sér fyrir í Hong Kong og
gefið upp á bátinn starf
sitt sem lögreglumaður í
Osló. Hann snýr aftur á
heimaslóðir þegar Oleg,
fyrrum fóstursonur hans,
er handtekinn fyrir morð.
Í hönd fer æsispennandi
atburðarás þar sem Harry
reynir að leysa morðgát-
una um leið og hann kynnist nýjum veruleika í
eiturlyfjaheimi Osló.
Bækur Jo Nesbø hafa notið mikilla vinsælda
hér á landi og um heim allan. Alls hafa yfir 23
milljónir eintaka af bókum hans selst í heim-
inum og þær hafa verið þýddar á yfir 40 tungu-
mál.
„Við bindum að sjálfsögðu vonir við þetta
enda hann í gríðarmiklum metum hjá íslensk-
um lesendum,“ segir Egill Örn Jóhannsson,
framkvæmdastjóri Forlagsins, um þann feng
að tryggja sér útgáfuréttinn að bókum Nesbø.
-hdm
Jo Nesbø kemur
aftur út á íslensku
Rekstrarvörur til fjáröflunar
– safnaðu peningum með sölu á fjáröflunarvörum frá RV
FÓ
TB
O
LT
I
BA
D
M
IN
TO
N
SU
N
D
H
A
N
D
BO
LT
I
KÖ
RF
UB
O
LT
I
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665
sala@rv.is • www.rv.is
RV
1113
Er æfingaferð,
keppnisferð,
útskriftarferð eða
önnur kostnaðarsöm
verkefni framundan?
Síðustu 30 árin hafa félagar í
íþróttafélögum, kórum og öðrum
félagasamtökum aflað sér fjár
á einfaldan hátt með sölu á WC
pappír, eldhúsrúllum, þvottadufti og
öðrum fjáröflunarvörum frá RV.
56 dægurmál Helgin 9.-11. janúar 2015