Fréttatíminn - 09.01.2015, Blaðsíða 71
heilsaHelgin 9.-11. janúar 2015 11
Ég er stöðugt að re
yna að forðast öll a
ukaefni
í því sem ég læt of
an í mig. Terranova
uppfyllir
þau skilyrði og got
t betur. Þau eru ek
ki einungis
laus við öll bindi- o
g fylliefni heldur inn
ihalda
þau líka lífrænar fr
ostþurrkaðar plönt
ur og
lækningajurtir sem
auka virknina og t
ryggja góða
upptöku.
Ég nota sjálf og mæ
li eindregið
með Terranova.
Hrönn H.
Probiotic Complex
Ég tek alltaf inn góða gerla en
góð melting og heilbrigður ristill
er undirstaða þess að okkur líði
vel á líkama og sál og að við
séum heilsuhraust.
Terranova stendur fyrir gæði, hreinleika
og hámarks virkni. Inniheldur engin
fylliefni, bindiefni eða önnur aukaefni.
Terranova bætiefnin sem virka.
Heilsumarkþjálfi
Avena Sativa & Tart Cherry
Það er ekkert sem kemur í staðin
fyrir góðan svefn og þar sem ég
á það til að sofa mjög laust er
magnað að geta notað svona
náttúruafurð til að ná betri svefni.
Hér eru á ferðinni græn hafrafræ
og kirsuberjavínsteinn sem hefur
góð áhrif á taugakerfið og
inniheldur náttúrulegt melatónín.
Full Spectrum Multivitamin
Það er mælt með því að við
tökum eina fjölvítamín daglega
og því tek ég Multivitamin full
spectrum. Þar má finna öll
þau vítamín og steinefni sem
við þurfum á að halda ásamt
ýmsum kraftmiklum jurtum.
Calsium Magnesium Complex
Magnesíum hef ég tekið inn í áraraðir
og blandan frá Terranova er algjör
snilld. Calsium Magnesium Complex
er einstaklega vel samsett blanda
sem hentar fullkomlega. Í henni er
m.a. nettlulauf sem inniheldur öll réttu
efnin til að auka upptökuna og þar
á meðal er t.d. boron, zink, K og D
vítamín. Þetta bætiefni inniheldur
einnig klóelftingu sem eykur virknina
enn frekar og svo engifer og alfaalfa
til að auka upptökuna enn meir.
TERRANOVA VÍTAMÍN
HREINLEIKI-GÆÐI-VIRKNI
Heilsuhúsið | Lifandi Markaður | Gló Fákafeni | Blómaval,
Lyfja Smáralind | Lyfja Smáratorg | Lyfja Laugavegi | Lyfja Lágmúla | Lyfja Keflavík
Nánar á facebook - Terranova Heilsa
V olgt sítrónuvatn á fastandi maga virðist allra meina bót. Kolbrún Björnsdóttir
grasalænir hefur drukkið sítrónu-
vatn á morgnana í áratug og telur
það ástæðuna fyrir því að hún fær
aldrei kvef. Sítrónuvatnið hreinsar
meltingarveginn, það hefur vírus-
drepandi og bólgueyðandi áhrif.
Kolbrún segist ráðleggja öllum sem
til hennar leita að drekka sítrónu-
vatn á morgnana til heilsubótar.
„Það fyrsta sem ég fæ mér á
morgnana er sítrónuvatn. Ég hef
gert það í mörg ár,“ segir Kolbrún
Björnsdóttir, grasalæknir og eig-
andi Jurtaapóteksins. „Sítrónur
innihalda mikið af virkum efnum
og hafa marga heilnæma eigin-
leika. Þær eru bakteríudrepandi,
vírusdrepandi og bólgueyðandi.
Ég ráðlegg öllum sem leita til mín
að drekka sítrónuvatn á morgnana.
Þetta gerir öllum gott,“ segir hún.
Á hverjum morgni setur Kolbrún
kalt vatn í bolla og blandar sam-
an við það soðnu vatni þannig að
vatnið sé volgt. Út í það bætir hún
nýkreistum safa úr hálfri lífrænni
sítrónu og drekkur. Þetta er það al-
fyrsta sem hún gerir alla morgna
og hefur gert reglulega í um áratug.
„Þetta hreinsar algjörlega melting-
arveginn eftir nóttina. Ég tel mér
líka trú um að þetta sé ástæðan
fyrir því að ég fæ aldrei kvef,“ segir
hún. Kolbrún gerir síðan jógaæfing-
ar, fer í bað og borðar um hálftíma
eftir að drekka sítrónuvatnið en al-
mennt er ráðlagt að bíða í minnst
korter þar til matar er neytt. Mikil-
vægt er að bursta tennurnar þar á
eftir þar sem sítrónusafinn getur
skemmt glerung tannanna. „Ég er
komin upp í vana með að drekka
þetta þannig að það snertir tenn-
urnar lítið. Sumum finnst líka gott
að drekka sítrónuvatnið með röri,“
segir Kolbrún. Hún leggur áherslu
á að safi úr nýkreistum sítrónum sé
það albesta. Sumum vex þó í augum
að kreista sítrónusafa nývaknaðir á
hverjum morgni. „Sumir vilja ekki
það besta og þá er hægt að notast
við það næstbesta. Yfirleitt er búið
að bæta óæskilegum aukaefnum út
í tilbúinn sítrónusafa en það er hægt
að fá góðan sítrónusafa, til dæmis
frá Sollu hjá Himneskt, sem hægt
er að blanda út í vatn á morgnana.
Ég mæli frekar með því að fólk noti
góðan sítrónusafa úr flösku en að
drekka þetta alls ekki,“ segir hún.
Þar sem bragðið af sítrónu er súrt
halda margir að neysla þeirra hafi
súr áhrif á líkamann en í raun hef-
ur sítróna basísk áhrif á blóðið. „Sí-
trónuvatn minnkar þannig brjóst-
Sítrónuvatn minnkar brjóstsviða.
Sítrónuvatn
alla morgna
sviða og það hjálpar lifrinni að
framleiða gall sem meltingin þarf
á að halda,“ segir Kolbrún. Annað
sem tengt er við reglulega neyslu
á sítrónuvatni er sterkt ónæmis-
kerfi, geislandi húð og góða skapið.
„Lyktin af sítrónu er svo frískandi
að maður verður eiginlega bara
svolítið kátur að finna hana,“ segir
hún. Kolbrún bendir á að í alfræði-
orðabókum um lækningajurtir sé
sérstaklega fjallað um sítrónur.
„Þær hafa marga heilnæma eigin-
leika. Appelsínum er ekki hampað
á þennan hátt heldur eru sítrónur
alveg sérstakar.“
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Kolbrún Björnsdóttir, eigandi Jurta-
apóteksins, hefur drukkið sítrónuvatn
á fastandi maga í áratug og finnst
það mikilvægur hluti af daglegu lífi til
heilsubótar. Mynd/Hari
Best er að nota nýkreistan safa úr líf-
rænni sítrónu.