Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.01.2015, Page 8

Fréttatíminn - 09.01.2015, Page 8
ALICANTE flug f rá F l júgðu með f rá mars t i l óktóber 17.999 kr. 20% afsláttur Lyfjaauglýsing Allar stærðir og styrkleikar Gildir til 31. Janúar Viðhorf gagnvart íslam  Hlutfall þeirra sem finnst íslam ekki samræmast vestrænni menningu. (dökkgrænt)  Hlutfall múslima í landinu, % af heildinni. (ljósgrænt) Spánn Ísrael Sviss Þýskaland (austur) Frakkland Þýskaland (vestur) Svíþjóð Bretland Bandaríkin 0 10 20 30 40 50 60 2 18 6 6 6 5 5 8 2 Íslam í Evrópu H eimurinn sameinast nú í sorg yfir árásinni á höfuð-stöðvar Charlie Hebdo skopmyndablaðsins í París á mið- vikudag þar sem 12 manns létust. Lögreglan hefur tvo menn grunaða um morðin en hafði enn ekki haft hendur í hári þeirra þegar Fréttatíminn fór í prentun svo ekki er hægt að gefa neitt upp um ástæðu verknaðarins að svo stöddu. Vitni náðu þó að taka það upp á myndband þegar einn árasarmannanna hrópaði á leið sinni frá vettvangi „Allahu akbar“, sem þýðir „guð er góður” á arabísku. Þetta hefur gefið sögum um að ofstækistrúarmenn standi á bak við verknaðinn byr undir báða vængi. Auk þess hefur blaðið legið undir árásum manna í nafni íslam til fjölda ára og var meðal annars sprengju hent inn í höfuðstöðvar þess árið 2011 eftir að einu tölu- blaðinu með-ritstýrt af Múhameð spámanni. Skopmyndir teiknar- anna sem létust voru beitt ádeila á fáránleika hverskyns ofstækis og voru þeir þekktir fyrir að gera grín að öllu og öllum, sama hvort það Samstaða gegn aðför að tjáningarfrelsi væri Múhameð spámaður, Jesús, Jósep eða María. Þúsundir manna hafa safnast saman, ekki bara í Frakklandi heldur víðsvegar um heiminn, til að votta minningu fórnarlambanna virðingu sína. Teiknarar alls staðar að úr heiminum keppast við að tjá hug sinn í myndum sem dreifast á ljóshraða um internetið og fjöl- miðlar víðsvegar um heiminn sýna samstöðu með starfsfólki Charlie Hebdo með því að birta myndir þeirra. Því rétt eins og myndin sem listakonan Lucille Clerc birti á Instagram síðu sinni í kjölfar árásarinnar lýsir svo vel, þá mun þessi aðför að tjáningarfrelsinu ekki verða til þess að raddir gagn- rýnnar hugsunar þagni heldur til þess að þær sameinist og tvíeflist gegn hverskyns aðför að tjáningar- frelsinu. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Teiknarar víðsvegar um heiminn hafa vottað minningu fórnarlamb- anna virðingu sína með myndum sem ferðast hratt um netið. Forsíða Charlie Hebdo hér til hliðar var sú fyrsta til að birtast eftir árásina á skopmyndablaðið árið 2011. Teikning að ofan: Lucille Clerc Hversu hátt hlutfall þjóðin telur vera mús- lima.  Hversu hátt hlutfall þjóðarinnar er múslimar.  Hlutfall múslima í nokkrum löndum Evrópu Frakkland 8 31 Ítalía 4 20 Spánn 2 16 Pólland 0,1 5 Ungverjaland 0,1 7 Svíþjóð 5 17 Brétland 5 21 Belgía 6 29 Þýskaland 6 19 Heimild: Economist 8 úttekt Helgin 9.-11. janúar 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.