Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.01.2015, Síða 10

Fréttatíminn - 09.01.2015, Síða 10
M aður sem telur sig föður barns sem hefur verið feðrað samkvæmt feðr- unarreglum barnalaga getur ekki stefnt í faðernismáli,“ segir Þórir Björn Sigurðarson sem í meistara- verkefni sínu í lögfræði við Háskóla Íslands rannsakaði málshöfðunar- aðild í faðernismálum og hvað barn- inu væri fyrir bestu í slíkum málum. „Með hliðsjón af ákvæðum barna- laga sem segja að börn eigi rétt á að þekkja uppruna sinn og 70. grein stjórnarskrárinnar, þar sem fjallað er um að öllum beri réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur, væri eðlilegt að opnað yrði fyrir þessa heimild manns til að fá úr því skorið hvort hann sé faðir barns sem er þegar feðrað,“ segir Þórir sem valdi sér þetta rannsóknarefni þar sem hann var einnig áhugasam- ur um að skoða hvað það er að vera foreldri og hvort líffræðilegir eða félagslegir þættir vegi þar þyngra. Tímamót í Hæstarétti Í öðrum kafla Barnalaga þar sem fjallað er um dómsmál til feðrunar barns segir: „Stefnandi faðernis- máls getur verið barnið sjálft, móðir þess eða maður sem telur sig föður barns, enda hafi barnið ekki verið feðrað...“ og því skýrt að maður sem telur sig vera föður barns sem þegar hefur verið feðrað getur ekki höfðað mál. Þórir vekur sérstaka athygli á Hæstarréttardómi sem féll árið 2000 þar sem talið var að löggjöf sem takmarkaði rétt manns til að fá úrlausn mála sinna fyrir dómstólum um málefni sem vörðuðu hagsmuni hans brytu gegn 70. grein stjórn- arskrárinnar, og þar með 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um sömu réttindi til að fá úrlausn sinna mála fyrir dómstól- um. „Í dómnum var einnig vísað til þeirra miklu hagsmuna sem barnið hefur af því að vera réttilega feðrað og hvort maðurinn gæti leitt líkur á því að hann væri faðirinn vó þungt. Ekki var talið að sú mismunun sem birtist í reglum barnalaga um máls- aðild væri byggð á nægilega mál- efnalegum forsendum,“ segir Þórir. Ótti við tilhæfulausar máls- höfðanir Hann bendir á að á undanförnum árum hafi orðið miklar breytingar á viðhorfum í barnarétti og í aukn- um mæli verið litið til hagsmuna barnsins af því að þekkja báða for- eldra sína og njóta samvista við þá. „Í ljósi þess fól dómsmálaráðherra sifjalaganefnd að endurskoða gild- andi barnalög árið 1999. Í sifjalaga- nefnd áttu sér stað miklar umræður um hvernig ætti að standa að því að veita þennan rétt, hvaða takmark- anir væri á honum og hvernig væri best að sporna gegn tilhæfulausum málshöfðunum. Lagði nefndin til að ákvæðið eins og það var í frum- varpinu: „stefnandi faðernismáls getur verið barnið sjálft, móðir þess eða maður sem telur sig vera föður barna“ yrði lögfest óbreytt. Með þessum breytingum er barn- ið í forgangi og mikil áhersla á að hagsmunir þess marki efni og form reglunnar,“ segir Þórir. Allsherjar- nefnd vildi þó takmarka þetta við þau tilvik þegar barn er ófeðrað og kom fram að megintilgangur breyt- ingartillögunnar væri að koma í veg fyrir tilhæfulausar málsóknir. Síðan þá hefur Dögg Pálsdóttir, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, tvisv- ar lagt fram frumvarp um að opnað væri fyrir málshöfðun þó barn sé feðrað og á síðasta ári lögðu fjórir þingmenn Samfylkingar og Bjartrar framtíðar fram frumvarp um sams konar breytingar og í greinargerð með frumvarpinu stóð: „Ætla verð- ur að ótti við tilhæfulausar máls- höfðanir sé ástæðulaus og að dóm- stólum ætti að vera fullkomlega treystandi til að stöðva tilhæfulaus barnsfaðernismál..“ Þetta frumvarp náði heldur ekki fram aðganga. Stöðugleiki í lífi barns Þórir segir mikilvægt að hafa í huga aldur barns ef og þegar maður sem telur sig vera föður feðraðs barns höfðar faðernismál. „Það er mikil- vægt að skoða vandlega hvaða áhrif það hefur á líf barnsins og gera ráð fyrir því að tilheyrandi breyting á faðerni barnsins og þar af leiðandi réttarstöðu barnsins gæti haft afdrifarík áhrif á tengsl, stöðugleika og tengslamyndun í lífi barns. Eiginmaður eða sambúðar- maður sem í mörgum tilfellum væri skráður faðir barns yrði ekki lengur lagalegur faðir barns. Við- komandi hefur líklega verið álitinn faðir að barni árum saman og myndi barnið missa réttinn til forsjár og umgengni og missa allt lagalegt samband og einnig réttinn til fram- færslu og erfðarétt. Í einhverjum til- fellum gætu atvik verið með þeim hætti að það væri gegn vilja móður- innar, barnsins og skráðs föður og erfitt að sjá hvernig annar og nýr líffræðilegur og lagalegur faðir myndi getað axlað skyldur sínar og beitt rétti sínum þannig það sam- ræmdist hagsmunum barnsins og þörfum þess og nyti þannig góðs af því,“ segir hann. Þórir bendir á að faðernisreglur laga hafa ætið lit- ast af sjónarmiðum um hagkvæmni og aldrei tekið eingöngu mið af líf- fræðilegum tengslum, en þó erfitt sé að halda því fram að líffræðileg tengsl séu það eina sem geri foreldri að foreldri sé mikilvægt að tryggja jafnræði í lögum. Með hliðsjón af ákvæðum barna- laga um að börn eigi rétt á að þekkja uppruna sinn, sem og 70. grein stjórnarskrárinnar telur Þór- ir engu að síður eðlilegt að opnað yrði fyrir þessa heimild manns til að fá úr því skorið hvort hann sé faðir barns sem hefur þegar verið feðrað. „Hinsvegar er nokkuð óljóst hvernig best væri að framkvæma það með tilliti til þarfa barna til þess að lifa við stöðugleika og öryggi og þannig að friðhelgi einkalífs þeirra yrði tryggð,“ segir hann en ein leið- in sem hann bendir á er að skoða þyrfti við lagasetningu hvort nauð- synlegt væri að erfðafræðilegur faðir yrði sjálfkrafa dæmdur faðir í lagalegum skilningi með hliðsjón af því hvað sé barninu fyrir bestu. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  DóMsMál Meinað að fara í faðernisMál vegna feðraðra barna Ótti við tilhæfulausar málshöfðanir í faðernismálum Maður sem telur sig föður barns sem hefur þegar verið feðrað getur ekki stefnt í faðernismáli. Þórir Björn Sigurðarson sem rannsakaði málshöfðunaraðild í faðernis- málum í meistaraverkefni sínu í lögfræði segir þetta brjóta gegn stjórnarskránni og sömuleiðis Mannréttindasátt- mála Evrópu. Á undanförnum árum hafa þrisvar verið lögð fram frumvörp á Alþingi til að breyta þessu en þau hafa ekki náð fram að ganga, meðal annars af ótta við tilhæfu- lausar málshöfðanir. Þórir Björn Sigurðarson sem í meistaraverkefni sínu í lögfræði við Háskóla Íslands rannsakaði málshöfðunaraðild í faðernismálum og hvað barninu væri fyrir bestu í slíkum málum. Ætla verður að ótti við tilhæfu- lausar máls- höfðanir sé ástæðulaus. AMSTERDAM flug f rá F l júgðu með f rá jún í t i l október 14.999 kr. BARCELONA flug f rá F l júgðu með f rá maí t i l október 19.999 kr. Sýningar eru hafnar að nýju 10 fréttaviðtal Helgin 9.-11. janúar 2015
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.