Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.01.2015, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 09.01.2015, Blaðsíða 18
Á þessum tíma leit ég ekki á þetta sem einhverskonar heimkomu í Breiðablik. Það skipti mig engu hvort eitthvert annað lið var tilbúið að borga 100 þúsund kalli meira í laun eða slíkt. Ég er uppalinn Bliki og þetta var bara aug- ljóst. A rnar Grétarsson fór ungur til útlanda í atvinnumennsku. Fyrst til Skot- lands í eitt ár, svo til Grikklands í 3 ár og svo til Belgíu í 6 ár sem leik- maður. Hann kláraði svo sinn feril sem leikmaður þegar hann kom heim í Kópavoginn þar sem hann spilaði í 3 ár, en fluttist svo aftur til Grikklands árið 2010 þar sem hann var ráðinn yfir- maður knattspyrnumála hjá gríska stórliðinu AEK í Aþenu. Árið 2013 flutti hann svo til Belgíu til þess að gegna sömu stöðu hjá Club Brugge. Hann segir Breiðablik hafa haft samband og hann hafi strax orðið áhugasamur. „Við tókum þessa ákvörðun í sameiningu og erum öll bara ánægð og spennt,“ segir Arnar þar sem hann er staddur í Smáranum, félagsheimili Breiðabliks. „Ég er að fara í nýjan kafla, þar sem ég hef undanfarin ár verið mest í því hlutverki að semja við leikmenn og mynda stefnur fyrir þau félög sem ég hef verið að vinna fyrir. Núna er ég kominn í miðjuhringinn í knattspyrnunni, í starfið sem allt snýst um,“ segir Arnar og er ekki hræddur við starfið. „Þetta virkar þannig að ef þú nærð ekki árangri á vellinum þá verður allt í kringum félagið erfiðara,“ segir Arnar. „Um leið og árangur næst, verður allt annað auðveldara. Þegar ég fór til Grikk- lands 2010 var markmiðið að halda áfram að spila í einhvern tíma í viðbót, og það var rosalega erfitt fyrstu tvö árin að vera hættur. Ég finn það núna að ég fæ rosalega mikið út úr því að vera kominn aftur á völlinn,“ segir Arnar. „Þó ég sé ekki að spila sjálfur, en engu að síður í nánd við það sem er að gerast. Ég hef saknað þess mikið.“ Arnar var spilandi aðstoðarþjálfari fyrstu ár Ólafs Kristjánssonar hjá Breiðablik og var með þegar liðið vann sinn fyrsta stóra titil þegar það varð bikarmeistari árið 2009. Hamingjan mikilvægari en laun Í haust þegar Arnar tók þá ákvörðun að koma heim var hann nýhættur starfi sínu hjá Brugge, en var þó að leita sér að öðru starfi í Belgíu. „Ég hætti í haust hjá Club Brugge þrátt fyrir að vera með samning til ársins 2017,“ segir Arnar. „Skipulagið breyttist hjá félaginu. Staða mín, sem yfirmaður íþróttafélaga, átti nú að heyra undir þjálfarann og mitt starf færi meira í það að finna nýja leikmenn og bæta samskiptanetið við önnur félög. Þetta er fyrirkomulag sem þekkist víða, eins og á Englandi. Ég var þó ekki alveg tilbúinn í þessa breytingu þar sem ég var ráðinn í annað, svo ég hætti. Ný áskorun á gamla heima- vellinum Knattspyrnumaðurinn Arnar Grétarsson flutti heim til Íslands í haust eftir farsælan feril erlendis, bæði sem leikmaður og síðustu ár sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Club Brugge í Belgíu. Arnar er kominn til starfa hjá uppeldisfélagi sínu, Breiðablik í Kópavogi, og er ánægður að vera kominn heim. Hann segir þetta vera nýtt upphaf fyrir sig og fjölskyldu sína og segist aldrei horfa í baksýnisspegilinn. Það er meira en að segja það að taka ákvörðun um að flytja á milli landa. Ljós- mynd/Hari Ég var búinn að heyra þá af áhuga frá Breiðabliki og eftir smá umhugsunarfrest hjá mér og fjölskyldunni ákváðum við að slá til. Vissulega þurftum við að hugsa það, því það er meira en að segja það að flytja allt sitt á milli landa, segir Arnar. Hann er giftur Sigrúnu Hebu Ómarsdóttur og eiga þau tvö börn, Sigurð Örn sem er 23 ára og Sögu Lind 15 ára. Ég varð að hlusta á það sem hjartað vildi. Það er ekki aðalatriðið að fá vel borgað ef maður er ekki hamingjusamur með það sem maður er að gera.“ Belgar óútreiknanlegir Hvað segja drengirnir í liðinu um nýja þjálfarann? „Þeir þora ekki annað en að segja allt gott fyrir framan hann,“ segir Arnar. „Ég held að þeir séu bara sáttir. Það er gott að koma snemma inn í þetta undirbúningstímabil sem er mjög langt á Íslandi. Við erum með 6 mánuði á meðan önnur lönd eru með 6 vikur.“ Arnar var atvinnumaður í knattspyrnu í 10 ár og kláraði sinn feril með Breiðabliki fyrir 5 árum síðan. Stóð aldrei annað til en að spila með Breiðablik? „Nei í rauninni ekki,“ segir Arnar. „Ég talaði bara við Breiðablik. Á þessum tíma leit ég ekki á þetta sem ein- hverskonar heimkomu í Breiðablik. Það skipti mig engu hvort eitthvert annað lið var tilbúið að borga 100 þúsund kalli meira í laun eða slíkt. Ég er uppalinn Bliki og þetta var bara augljóst,“ segir Arnar. „Maður þarf ekkert að lifa með þeim ákvörðunum sem maður tekur eða horfa í baksýnisspegilinn.“ Arnar fór svo aftur til Grikklands þar sem hann kann vel við sig. „Mér líkar vel við Grikkina. Innviðirnir eru samt ekki nógu góður þar, þ.e.a.s. fjárhagslega. Það eru miklir peningar á Grikklandi, en þeir eru á fárra hönd- um,“ segir Arnar. „Þess vegna á ríkið enga peninga og staðan er eins og hún er. Okkur fannst þetta frábær tími og ég átti mjög góðan tíma sem leikmaður hjá AEK. Við unnum einn bikar og náðum langt í Evrópukeppninni. Við höfum farið oft í frí til Grikklands og ég þekki marga þarna. Það er sárt að sjá hvernig fór fyrir landinu í kjölfar hrunsins,“ segir Arnar. Arnar spilaði í 6 ár í Belgíu og segir hann Belgíu líka Grikklandi að mörgu leyti. „Belgía er svona litla Grikk- land,“ segir Arnar. „Þar er hægt að fara endalaust í kringum hlutina og smákóngar í hverju umdæmi sem vilja sýna hvað þeir eru flottir. Það er hár „lifistandard“ í Belgíu og mjög háir skattar. Gott skólakerfi og góð heil- brigðisþjónusta. Hugarfar Belga er þó mjög frábrugðið því sem gerist hjá okkur Íslendingum. Belgar fara mikið í kringum hlutina og eru óútreiknanlegir á margan hátt,“ segir Arnar. Hugarfar stærsti kostur Íslendinga Á undanförnum árum hefur belgískum fótbolta mikið verið hampað og það eru fjölmargir Belgar sem spila í öllum bestu liðum heims. Arnar segist ekki geta bent á neitt sérstakt þegar hann er spurður út í þennan upp- gang. Hann segir ákvarðanirnar í kringum uppganginn á Íslandi vera miklu skýrari en í Belgíu. „Stundum er það nú þannig að það koma bara góðir árgangar upp, en ég veit ekki til þess að Belgar hafi gert nokkurra naflaskoð- un eins og ég vil meina að hafi verið gerð hér heima,“ segir Arnar. „Ég tel að ráðning Sigurðar Ragnars Eyj- ólfssonar hjá KSÍ á sínum tíma hafi haft mikið að segja. Hann setti ákveðin standard með þjálfaranámskeiðum sem gerði það að verkum að hlutirnir bötnuðu mjög mikið, ásamt því að fá öll húsin að sjálfsögðu. Þetta hefur haft áhrif í öllum flokkum. Belgar hafa vissulega tekið í gegn sínar akademíur, en að mestu leyti er þetta bara kynslóðatengt,“ segir Arnar. „Belgar hafa að vísu verið duglegir að leyfa mjög ungum strákum að spila með aðalliðunum sem skilar sér oft í góðum knattspyrnu- mönnum fyrr en ella. Hugarfarið er líka mjög mikilvægt og á Íslandi er meirihluti leikmanna með frábært hugarfar, sem sést best á árangri landsliðsins. Við erum ekki endilega með bestu leikmennina, en liðsheildin er frábær.“ Engin ein leið rétt Hvenær varstu bestur? „Það er nú það. Ég átti frábært tímabil í Grikklandi þar sem við áttum að fara í undanúrslitin í Evrópukeppni bikarhafa og töpuðum á grátlegan hátt gegn Lokomtiv Moskvu. Þetta var 1998. Svo átti ég frábært tímabil með Lokeren þegar ég skoraði rúm tuttugu mörk sem miðjumaður og við enduðum í þriðja sæti,“ segir Arnar. „Þetta var 2003 og var mjög gott tímabil, eins og þau öll í Belgíu.“ Arnar segist ekki vera vanur því að horfa til baka með eftirsjá en hann segist þó sjá á eftir einu tækifæri sem hann fékk ekki. „1998 frekar en 1999 fékk AEK tilboð í mig frá Paris Saint Germain sem þá var risaklúbbur,“ segir Arnar. „Þeir buðu 1 milljón dollara en AEK vildi 3 milljónir, sem var alltof mikið. Þeir fóru ekki í neinar við- ræður við PSG, því miður, því ég er viss um að það hefði verið hægt að semja um þetta,“ segir Arnar. „Það hefði verið magnað að fá tækifæri hjá PSG á þessum tíma.“ Arnar segist vera búinn undir alla þá gagnrýni sem þjálfararnir í Pepsi-deildinni fá yfir sumartímann. „Ég hlakka til, segir hann. „Þetta er allsstaðar eins. Gagn- rýnin er í öllum löndum. Það eru rosalega margir með skoðanir á öllu og það þarf að virða þær, en ég tek þær ákvarðanir sem ég tel bestar með mitt lið. Það eru marg- ir þjálfarar í stúkunni og það er það sem gerir þennan leik skemmtilegan. Það er engin ein leið rétt í fótbolta,“ segir Arnar Grétarsson. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is DUBLIN flug f rá WOW hei l sársflug f rá jún í 2015! 12.999 kr. 18 viðtal Helgin 9.-11. janúar 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.