Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.01.2015, Qupperneq 22

Fréttatíminn - 09.01.2015, Qupperneq 22
Verðlaunahönnun frá Oticon Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | Sími 568 6880 | www.heyrnartækni.is | Framúrskarandi tækni í Oticon heyrnartækjum skilar þér bestu mögulegu hljómgæðum í ólíkum aðstæðum. Nýju designRITE tækin eru einstaklega nett og hafa hlotið alþjóðleg hönnunarverðlaun. Njóttu þess að heyra skýrt og áreynslulaust með heyrnartæki sem hentar þínum persónulegu þörfum. Fáðu þetta heyrnartæki lánað í 7 daga - án skuldbindinga Fullkomin þráðlaus tækni Engir hnappar Auðvelt að handleika Vatnshelt Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki til prufu í vikutíma Sími 568 6880 É g bý í Danmörku, er sálfræðingur og starfa sem slíkur í Kaup- mannahöfn,“ segir Ragga, Ragnhildur Þórðardóttir, sem er í heimsókn á Íslandi til þess að kynna nýút- komna bók sína, Heilsubók Röggu nagla. „Ég og maðurinn minn fórum í janúar 2009. Hann er arki- tekt og það var annað hvort að vera heima og vinna í Bónus eða bara fara, sem við gerðum. Mér leist ekkert á þetta en ég var sannfærð eftir viku í Kaupmannahöfn,“ segir Ragga. „Ragga nagli hefur verið til síðan 2005 þegar ég byrjaði að blogga,“ segir Ragga þegar hún er spurð hver þessi nagli sé. „Ég var í mast- ersnámi í heilsusálfræði í Edinborg og þessi bloggheimur á Íslandi var að opnast og ég ákvað að prófa þetta. Aðallega til þess að leyfa vinum og vandamönnum að fylgjast með, en svo varð bloggið bara alltaf eins. Alltaf sömu færslurnar og mér fannst þetta mjög leiðinlegt. Ég ákvað að byrja að skrifa um þá ástríðu mína fyrir hreyfingu og hollu mataræði,“ segir Ragga. „Þetta vatt upp á sig og fleiri fóru að fylgja mér og þannig varð Ragga nagli til. Naglanafnið kemur þó frá manninum mínum, einn morguninn þegar ég var að draga hann í rækt- ina með mér. Hann sagði „þú ert svo mikill nagli, aldrei neinar afsakanir í boði,“ svo það var hann sem festi þetta við mig,“ segir Ragga. Fann sig í lóðunum Ragga var vel í holdum á sínum menntaskólaárum og hreyfði sig ekkert, nema þá til þess að fara út að reykja en áhug- inn kviknaði þegar hún prófaði frekar að lyfta lóðum en að fara í ein- hverja leikfimi. „Ég fann mig í lyftingunum þegar ég var um tvítugt og það vatt bara upp á sig og hægfara varð þetta að brjálæðislegum lífsstíl,“ segir Ragga sem í dag er 35 ára. „Það var samt ógeðslega erfitt því ég var í svo lélegu ástandi. Ég þurfti hvíldarinnlögn á spítala og fékk næst- um bronkítis eftir fyrstu æfinguna. Í dag er þetta mín atvinna og gerir mig að þeirri manneskju sem ég er núna, en þetta er fíkn,“ segir Ragga og brosir. „Þetta er klárlega fíkn. Vellíðanin sem fylgir því að sigra sjálfan sig er svo góð, sigrast á eigin hindrunum. Vellíð- unarhormónarnir eru svo sterkir og ólýsanlegir og tilfinningin er svo góð. Maður sigrar heiminn á hverjum degi.“ 14 þúsund fylgjendur Í dag er Ragga með um 14 þúsund fylgjendur á Facebook og miðlar þar reynslu sinni og deilir áhuga- verðum greinum og uppskriftum. Hún er þó ekki í því að svara persónulegum spurn- ingum fólks sem leitar að ráðleggingum. Hún vill bara miðla áhuga- verðu efni. „Ég var með Mogga- blogg og færði mig svo yfir á Eyjuna og þaðan fór ég á Heilsupress- una þar sem ég var ritstjóri,“ segir Ragga. „Svo tók ég mér pásu frá þessu þar sem ég var á kandidatsári í klínískri sálfræði í Kaupmannahöfn og hafði engan tíma í þetta. Svo í janúar 2013 opn- aði ég Facebook síðuna og var kom- in með yfir 2000 fylgjendur á fyrsta sólarhringnum, sem hefur svo vaxið jafnt og þétt,“ segir Ragga. „Ég er með þá reglu að ég er ekki með neina leiki eða deilingar. Allir þeir sem fylgja mér á síðunni er fólk sem vill gera það til þess að lesa það sem ég skrifa, ekki vinna eitthvað eða deila eða hoppa á öðrum fætinum,“ segir Ragga. „Ég á yndislega fylgjendur og allt svo jákvætt. Ég tala eingöngu um það sem tengist heilsu, ekkert um mig persónulega. Bara allt sem tengist hreyfingu, mataræði og svo auðvitað sálfræðinni á bak við það, sem er það sem sker mig frá öðrum þjálfurum sem er bakgrunnur minn í sálfræðinni.“ Er ekkert erfitt að halda þetta út? Koma ekki einhverjir dagar sem þig langar bara að fá þér Ritz-kex og rækjusalat? „Herra Skíttmeðða kemur oft í heimsókn,“ segir Ragga. „Það er bara partur af því að vera mannleg- ur. Við ráðum samt hvað við segj- um þegar hann kemur í heimsókn. Ég fæ mér alveg kökusneið, enda hleypur maður ekkert í spik, eins og aligæs, af einni kökusneið, en ef maður fer í einhvern refsingargír eftir eina sneið sem kallar á aðra þá er fjandinn laus,“ segir Ragga. „Herra Skíttmeðða kom kannski í heimsókn í dag en maður hleypir honum ekkert inn á morgun í staðinn.“ Rétti tíminn fyrir bók Ragga byrjaði að vinna í bókinni fyrir sléttu ári og segir hún vinn- una hafa verið frábæra og er strax komin með hugann að annarri. „Það voru margir búnir að nefna þetta við mig í gegnum tíðina og ég var búin að skrifa milli 7 og 800 pistla sem mig langaði að gera eitthvað meira með,“ segir Ragga. „Ég hafði samt aldrei tíma í þetta vegna náms og vinnu í gegnum tíðina. Svo í janúar 2014 var ég með fyrirlestur í Jónshúsi í Kaupmanna- höfn og þar hitti ég Önnu Margréti Marínósdóttur frá Sögum útgáfu sem spurði mig hvernig mér litist á að skrifa bók. Ég sagði henni að ég væri klár í slaginn því ég var nýbúin að skila mínu síðasta verk- efni,“ segir Ragga. „Ég hélt að þetta yrði ekkert mál og bókin kæmi út fyrir jól. Svo var þetta aðeins meira en að segja það og við ákváðum að janúar væri rétti tíminn, sem er rétt. Heilsurækt er ofarlega á blaði hjá öllum í janúar. Bókin er blanda af léttum pistlum í bland við þyngri texta tengda sálfræðinni,“ segir Ragga. „Ég tala mikið um innri og ytri hvatningu. Ég er á móti því að fólk sé alltaf að láta spegilinn ráða, hlusti frekar á sína innri hvatningu og tilfinningar.“ Heldur áfram að tuða „Þetta verður að vera lífsstíll, ekki áhugamál,“ segir Ragga. „Ef maður er alltaf að detta inn og út þá er maður alltaf að byrja frá grunni sem er svo letjandi. Fyrstu skrefin eru þung og niðurrifið er svo mik- ið. Mikilvægast er að halda dampi og halda áfram. Ég æfi allsstaðar, líka þegar ég er í fríi erlendis,“ segir Ragga. „Mismikið, en einhver hreyfing er partur af mínum degi. Þetta er bara partur af líkamlegri hirðu.“ Ertu ánægð með bókina? „Ég er í skýjunum og líka ánægð að vera búin með hana,“ segir Ragga. „Nú get ég farið heim til Kaupmannahafnar til þess að sinna mínum skjólstæðingum af meiri krafti en ég hef getað að undan- förnu. Ætli maður geri svo ekki bara aðra bók, það er nóg til af efni en þangað til held ég áfram að tuða á samfélagsmiðlunum,“ segir Ragga nagli. Ragga verður með útgáfuhóf í Eymundsson Skólavörðustíg á morgun, laugardag, frá klukkan 14 til 16 og hægt er að fylgjast með henni á Facebook síðunni hennar www.facebook.com/RaggaNagli Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Ragga var vel í holdum á sínum menntaskólaárum og hreyfði sig ekkert, nema þá til þess að fara út að reykja ... „Það var samt ógeðslega erfitt því ég var í svo lélegu ástandi. Ég þurfti hvíldarinnlögn á spítala og fékk næstum bronkítis eftir fyrstu æfinguna.“ Maður hleypur ekkert í spik, eins og aligæs, af einni kökusneið. 20 viðtal Helgin 9.-11. janúar 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.