Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.01.2015, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 09.01.2015, Blaðsíða 24
Opið hús á TöfrasTöðum V ið erum enn með samfélagið í mótun en stefnan er að þetta verði endur- vinnslubær þar sem reynt er að nýta þá hluti sem samfélagið sóar til góðra og nytsamlegra verka því í takt við hugmyndafræði vistræktunar þá viljum við valda sem minnstum skaða á umhverfi okkar,“ segir Mörður Gunnarsson Ottesen sem ásamt vini sínum, Hauki Gunn- ari Guðnasyni, vinnur að því að byggja upp vistræktunarsam- félagið Töfrastaði á Torfastöðum í Grímsnes- og Grafningshreppi. Ákvað að breyta lífi sínu „Á þeim tíma sem við Haukur kynntumst var ég inni og út af spítölum á þar sem ég var að glíma við óþekktan sjúkdóm sem hefur reyndar ekki enn verið greindur. Sjúkdómurinn lýsir sér þannig að ég fæ einskonar krampa og missi stundum stjórn á líkamanum svo ég get illa stundað venjulega vinnu. Ég var settur í endurhæfingu á Reykjalundi árið 2005 og þar hittumst við Haukur fyrst,“ segir Mörður sem fékk svo þær fréttir í miðju hruni árið 2008 að það eina sem hann gæti gert væri að læra að lifa með sjúkdómnum. „Taugalæknirinn sagði mér að nú væri ekki hægt að gera á mér fleiri rannsóknir og það var dálítið erfitt að kyngja því. Ég varð alveg óskaplega Nýtt vistræktunarsamfélag vill minni sóun og meiri samkennd Að sóa minna og að sýna meiri samkennd er það sem nýtt vistræktunarsamfélag stefnir að. Á Töfrastöðum vinna tæplega þrjátíu manns að því að gera heiminn að örlítið betri stað en það eru Mörður Gunnarsson Ottesen og Haukur Gunnar Guðnason sem reka bæinn og halda utan um uppbyggingu samfélagsins. Töfrastaðir stefna að því að vera með ýmis námskeið í sumar og þegar hafa nokkrir erlendir gestakennarar boðað komu sína á þau. Auk þess geta áhugasam- ir um starfsemina haft samband við félagið og fengið að gista á Töfrastöðum til að kynnast starf- seminni. „Við höfum það fyrir reglu að fólk geti komið og verið hjá okkur í allt að þrjá daga, greiði fyrir það með góðum samræð- um og þáttöku í því sem hér er að gerast. Þetta gerum við til að kynna fyrir fólki hvað við erum að gera og leyfa fleirum að njóta þess samfélags sem við erum að byggja upp. Töfrarnir koma þegar fólk með mismunandi bak- grunn og kunnáttu hittast og vinna saman að einhverju sem hvorugum gæti dottið í hug upp á sitt einsdæmi.“ Fyrir áhugasama þá er Vist- ræktunarfélag Íslands og Töfra- staðir á Facebook og svo eru þetta gagnlegar síður um efnið: permaculturemagazine.com og Permaculture.org.uk þunglyndur í kjölfarið og rosalega duglegur við það að tuða og röfla yfir ástandinu þangað til ég upp- götvaði að það gagnaðist engum, betra væri að þegja og reyna að laga vandann. Þetta var frekar erfitt tímabil en varð samt til þess að ég breytti lífi mínu.“ Fann hippann í sér í Noregi Hluti af breyttum lífsstíl Marðar var að fara í Garðyrkjuskólann í Hveragerði. „Þar fór ég að læra ilrækt og sameldi og kynntist vistræktun í fyrsta sinn. Og þá var ekki aftur snúið,“ segir Mörður en vistræktun gengur út á að láta alla þætti vistkerfis vinna saman á sem sjálfbærastan hátt. Öll heildin, bygging, plöntur, menn og dýr, verða að virka saman en ekki bara sem einstakir hlutir. Síðan Mörður kynntist þessari nálgun á náttúr- una og hugmyndafræðinni á bak við hana hefur hann ekki hætt að viða að sér þekkingu. Á vistrækt- unarhátíð í Noregi fyrir tveimur árum opnuðust augu hans svo enn frekar fyrir nýjum lífsstíl. „Mér fannst þetta voða sniðugt svona akademískt séð en þarna sé ég hippavinkilinn á þessu. Allir voru svo dansandi glaðir eitthvað þarna en ég var bara í mínum svörtu fötum og alls ekkert svo glaður og mér fannst ég bara vera að missa af einhverju í lífinu. Svo keypti mér bara stuttbuxur og var svona aðeins byrjaður að dilla mér þegar ég svo fór heim aftur.“ Almenn uppbygging, hænur og svett Stuttu eftir heimkomuna hittust þeir Mörður og Haukur aftur á námskeiði í vistræktun. „Þá var Haukur nýbúinn að leigja þennan sveitabæ hér á Torfastöðum og ég bauð mér að sjálfsögðu í heim- sókn. Fjórum dögum síðar var ég fluttur inn hér inn og síðan þá höfum við verið að byggja saman þetta samfélag upp,“ segir Mörður en auk hans og Hauks búa fjórir aðrir á bænum. „Svo eru um tutt- ugu manns hér sem við köllum heimaalninga en það er fólk sem getur komið hér og gist um helgar og tekið þátt í því sem við erum að gera. Hingað kemur fólk til að hjálpa við uppbygginguna, laga að- búnaðinn hjá hænunum, smíða úr vörubrettum, dytta að húsinu og aðstoða við svettið,“ segir Mörður en svett eru einskonar athöfn þar sem hópur fólks kemur saman í þartilgerðu tjaldi og svitnar við hitann frá glóandi heitum steinum. „En svo verður auðvitað meira að gera við að rækta upp landið í sumar, og nú þegar er fólk farið að sækja um að vera hér í einhvern tíma yfir sumarið.“ Byrja alla daga á knúsi Vistræktunarsamfélagið hefur hlotið þó nokkra athygli erlendis og nú þegar hafa þeim borist um- sóknir frá fólki sem vill koma og taka þátt auk þess að hafa fengið blaðaumfjöllun um samfélagið. „Við stefnum ekki að því að leysa öll vandamál en okkur langar að sýna fram á að það er hægt að leysa einhver vandamál. Við viljum ekki bara vera ábyrg gagnvart um- hverfinu heldur líka manneskjunni og sýna meiri samkennd. Hópur- inn sem hér mætist er í raun orðin eins og stór fjölskylda. Við lentum í því til að byrja með að hingað fór að streyma fólk sem var eitthvað að misskilja okkar forsendur og eftir það höfum við sett strangt bann við öllum vímuefnum hér á Töfrastöðum. Annars eru hér fáar reglur en það er þó ein og hún er sú að við byrjum alla daga á því á knúsa hvert annað því það er vísindalega sannað að það auki lífshamingjuna. Okkur líður bara alveg æðislega hérna.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Mörður Gunnarsson Ottesen og Haukur Gunnar Guðnason vinna að því í samstarfi við hóp fólks að stofna vistræktunarsamfélagið Töfrastaði á Torfastöðum í Grímsnes- og Grafningshreppi. Ljósmynd/Supriya Sunneva Kolandavelu. www.fi.is Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Lýðheilsu- og forvarnar verkefni Ferðafélags Íslands Ferðafélag Íslands heldur úti nokkrum fjallaverkefnum sem öll eiga það sammerkt að vera lokuð verkefni sem ganga út á reglulegar fjallgöngur, heilsubót og góðan félagsskap. Verkefnin byrja í upphafi árs þegar þátttakendur fá í hend- urnar fyrirfram ákveðna fjalladagskrá fyrir allt árið. Meginmarkmið allra þessara verkefna er útivera, náttúru- upplifun, gleði og góður félagsskapur. Eins og í öllum ferðum Ferðafélags Íslands er mikil áhersla lögð á uppfræðslu þátttakenda og sögulegan fróðleik ásamt því að stuðla að öryggi á fjöllum. Árgjald Ferðafélags Íslands er innifalið í þátttökugjaldi. Eitt fjall á viku Umsjón: Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir Eitt fjall á mánuði: Létt Umsjón: Ævar Aðalsteinsson og Örvar Aðalsteinsson Eitt fjall á mánuði: Erfiðara Umsjón: Ævar Aðalsteinsson og Örvar Aðalsteinsson Tvö fjöll á mánuði Umsjón: Örvar Aðalsteinsson og Ævar Aðalsteinsson Alla leið Umsjón: Hjalti Björnsson The Biggest Winner Umsjón: Páll Guðmundsson og Steinunn Leifsdóttir Bakskóli FÍ Umsjón: Páll Guðmundsson og Steinunn Leifsdóttir Sjá nánar á www.fi.is Skráðu þig inn – drífðu þig út 24 fréttaviðtal Helgin 9.-11. janúar 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.