Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.01.2015, Side 32

Fréttatíminn - 09.01.2015, Side 32
námskeið Helgin 9.-11. janúar 201532 M argt hefur átt sér stað í tölvu- og viðskiptaheim-inum á þessum tæpu 20 árum sem skólinn hefur starfað. Þróunin hefur orðið sú að nú býður skólinn nær eingöngu upp á starfs- nám, það er eins eða tveggja anna nám. Tveggja anna forritunarbraut er til dæmis orðin mjög vinsæl námsleið. Kerfisstjóranám er líka meðal vinsælustu námsleiðanna og er tengt alþjóðlegum staðli og er því góður stökkpallur út á hinn alþjóð- lega atvinnumarkað. Nám sem metið er til stúdents- prófs NTV er viðurkenndur af mennta- málaráðuneytinu sem einkaskóli á framhaldsskólastigi og gefur nám hjá NTV einingar til stúdentsprófs. NTV hefur ætíð haft það orðspor á sér að vera vinalegur og heimilis- legur skóli og nemendur hafa oft orð á að þeim líði vel í skólanum. Öll aðstaða skólans er til fyrirmyndar. Öflugar tölvur, 27” flatskjáir og skjá- varpar eru í öllum kennslustofum, gott loftræstikerfi er í öllum skól- anum og þægileg og heimilisleg að- staða fyrir nemendur. Námskeið í grafískri hönnun Fjöldinn allur af námskeiðum er að hefjast á næstu vikum og meðal þeirra er námskeiðið Grafísk hönn- un. Kennslan á því námskeiði er í höndum Þorsteins Aðalsteinsson- ar en hann er meðal reynslumestu kennara skólans. „Síðan í haust get ég sagt með réttu, eins og leigubíl- stjórinn í Spaugstofunni, að ég sé búinn að vera í þessum bransa í 25 ár, það er grafíska geiranum,“ segir Steini, eins og hann er ávallt kall- aður. Eins og nafnið á námskeiðinu gefur til kynna snýst það um graf- íska hönnun í víðu samhengi, en öll áhersla og verkefnavinnsla miðast eingöngu við það sem fer í prentun. „Fyrir utan verkfærin og tækni- legu hlutina er auðvitað líka fjallað um aðra hluti sem óhjákvæmilega tengjast eða eru hluti af konsept- inu eins og til dæmis markaðsmál, liti, letur, pappír, skipulag og sam- skipti,“ segir Steini. Námskeiðið er opið öllum, en nauðsynlegt er að nemendur hafi góða undirstöðu í almennri tölvu- notkun. Steini segir einnig að þó kennslan fari fram á „pésum“ í windows umhverfi þurfi makka- fólk ekkert að óttast. „Ég er sjálfur makkamaður fram í fingurgóma.“ Aðspurður hverjum námskeiðið henti einna helst segir Steini: „Það má kannski segja að í gegnum tíð- ina hafi nemendur mínir skiptst í þrjá hópa: Fólk sem er á leið í list- nám hér heima eða erlendis og nýtir þetta námskeið sem grunn, skrif- stofufólk hjá minni eða meðalstór- um fyrirtækjum sem er að víkka hjá sér starfssviðið og að lokum alls konar fólk sem á það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á grafískri hönnun.“ Skemmtilegt og lærdómsríkt ferli Næsta námskeið í grafískri hönnun hefst 12. febrúar og stendur fram í lok maí. Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum og hægt er að velja á milli dagskóla (frá kl. 13-17) og kvöldskóla (frá kl. 18-22). Kennslan fer fram í formi fyrirlestra, spjalls og fyrirspurna. Mikið er um verk- efni í tímum og námskeiðinu lýkur síðan með stóru lokaverkefni. „Ég legg mikið upp úr því að námskeið- ið sé lifandi og skemmtilegt, ekki síður en uppbyggilegt og lærdóms- ríkt,“ segir Steini. Skráning fer fram á heimasíðu skólans: www.ntv.is. Þar má einnig finna nánari upplýsingar um nám- skeiðið í grafískri hönnun og önnur námskeið sem eru í boði. Unnið í samstarfi við NTV Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn (NTV) hóf starfsemi sína í október 1996. Stofnendur voru bræðurnir Jón Vignir og Sigurður Karlssynir. Skólinn er staðsettur í Hlíðasmára í Kópavogi og þar er að finna sjö kennslustofur auk aðstöðu fyrir nemendur og starfsfólk. Lifandi og skemmtilegt nám í Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum Steini Aðalsteins kennir námskeiðið Grafísk hönnun hjá NTV. Mynd / Stefán Karlsson.  NáMskeið skrif og sköpuN – ritsMiðja í jaNúar Soffía og Halla Margrét með námskeið í skapandi skrifum Þær Halla Margrét Jóhannesdótt- ir, leikari og rithöfundur, og Soffía Bjarnadóttir rithöfundur standa fyrir kröftugu námskeiði í skap- andi skrifum nú í janúar. Nám- skeiðið kalla þær Skrif og sköpun – ritsmiðja og er kennt á þremur kvöldum. Á námskeiðinu fá þátttakendur að kynnast vinnulagi hins skap- andi skrifara, læra að fylgja inn- blæstri sínum og þroska vinnu- aðferðir. „Hugrekki og sjálfstæð vinnubrögð verða höfð að leiðar- ljósi við að þróa eigin rödd í skrif- um. Þá vinna nemendur fjölbreytt verkefni til að efla sköpunarkraft,“ segja þær Halla Margrét og Soffía. Námskeiðið er ætlað jafnt byrj- endum sem lengra komnum. Fjöldi þátttakenda er takmark- aður við fjórtán manns. Halla Margrét er leikari og rit- höfundur sem hefur leikið, skrifað og kennt um árabil. Hún lék meðal annars í og skrifaði, ásamt fleir- um, leikritið Dauðasyndirnar sem sýnt var í Borgarleikhúsinu 2008 til 2009. Ljóðabók hennar 48 kom út á sumarsólstöðum 2013. Soffía er bókmenntafræðingur og rithöfundur sem hefur skrifað margvíslega texta um bókmenntir og leikhúslist. Hún hefur meðal annars kennt námskeið í ritlist við Háskóla Íslands. Skáldsaga henn- ar Segulskekkja kom út haustið 2014. Skrif og sköpun – ritsmiðja verður haldin að Suðurgötu 35, Reykjavík miðvikudagskvöldin 14., 21. og 28. janúar 2015 klukk- an 19.30 til 22. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á skri- fogskopun@gmail.com og nánari upplýsingar er að finna á Facebo- ok síðunni Skrif og sköpun – rit- smiðja. Þátttökugjald er 24.000 krónur. Halla Margrét og Soffía standa fyrir rit- smiðju sem þær kalla Skrif og sköpun. Glerbræðsla Leirmótun Keramikmálun Tiany´s Glerskurður Skartgripagerð o.. Námskeiðin okkar eru að heast Höfum allt efni til glervinnslu, leirvinnslu, keramikmálunar og skartgripagerðar. Sjá nánar á www.glit.is Vinsælu hljómborðsnámskeiðin að hefjast • Börn, unglingar og fullorðnir. • Krakkatímar • Byrjendur velkomnir sem og lengra komnir. • Einkatímar. Ármúli 38 • 108 Reykjavík • Sími 691 6980 og 551 6751 pianoskoli@gmail.com • pianoskolinn.is Munið frístundakortið! Þetta er mitt líf Uppbyggjandi og áhugvert námskeið fyrir alla. Á námskeiðinu verður allað um forsendur lífshamingju, eingu sjálfsmyndar, undirstöðuatriði hugrænnar atferlismeðferðar og viðtalstækni. Þá verða kenndar leiðir til að losna undan stjórn annarra. og hvernig veita megi stuðning án stjórnunar og íhlutunar. Einnig verður m.a. allað um andlegt ofbeldi í daglegu lí, „ættarfylgjur“, fullkomnunaráráttu, „ertt fólk“ og andlegan þroska. Námskeiðið tekur átta klukkustundir, tvær klukkustundir í senn, tvisvar í viku og fer fram í Fjölskylduhúsi, Grensásvegi 16 a. Að námskeiði loknu geta þátttakendur skráð sig í vinnuhópa sem hittast einu sinni í viku í átta vikur Námskeiðið kostar 27.000 krónur og innifalið í verðinu er eitt einstaklingsviðtal sem tekið er áður en námskeiðið hefst, námsgögn og kaveitingar. Fyrsta námskeið ársins 2015 hefst 27. janúar og er skráning han. Hægt er að panta viðtal og/eða skrá sig á námskeið í síma 694-7997 eða senda tölvupóst á: astakro@ismennt.is Ásta Kristrún Ólafsdótttir Ráðgja og sálfræðingur. Einstaklings-hjóna-og ölskylduráðgjöf. Fyrirlestrar, námskeið og hópar.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.