Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.01.2015, Page 37

Fréttatíminn - 09.01.2015, Page 37
námskeiðHelgin 9.-11. janúar 2015 37 Enskuskóli Erlu Ara býður upp á námsferðir til Englands fyrir 13-16 ára sumarið 2015. Gítarkennsla á netinu Fyrirtækið Guitarparty býður upp á gítar- og bassakennslu á heima- síðunni www.guitarparty.com. Gít- arkennslan hentar byrjendum sem og lengra komnum. Þorgils Björg- vinsson, gítarleikari í Sniglaband- inu og gítarkennari til 20 ára, kenn- ir uppbyggingu hvers lags fyrir sig, hljómana í laginu, ásláttinn og hvernig skipta skal á milli einstakra kafla í hverju lagi fyrir sig. Einnig kennir hann undirstöðuatriðin í gít- arleik, tækniatriði eins og tónfræði, tónstiga og ýmis „trikk“ sem hjálpa til og gera gítarleikinn einfaldari og ekki síst skemmtilegri. GuitarParty.com er vefur þar sem þú getur sótt lagatexta og gítargrip fyrir öll uppáhalds lögin þín, búið til söngbækur og fengið leiðbein- ingar um hvernig eigi að spila öll vinsælustu lögin á gítar. Allt þetta getur þú gert á þínum tíma, þegar þér hentar, hvort sem það er heima, á hótelherbergi eða í æfingapláss- inu í skúrnum. Á síðunni fer Þor- gils yfir grip og skiptingar í yfir 200 myndböndum og hægt er að nálgast hljóma og söngtexta fyrir bæði gít- ar og ukulele. Allar upplýsingar má finna um áskriftarleiðir á síðunni www.guitarparty.com munandi þjóðernum vinna saman. Þegar kennslu lýkur á daginn taka nemendur þátt í dagskrá á vegum skólans. Afþreyingin er af ýmsum toga, svo sem leiklist, tónlist, tenn- is, blak, fótbolti, keila, sund, dans, föndur og körfubolti. Á kvöldin er hægt að fara á diskótek, hlöðuball, sund, bíóferð og karokí. Nemendur dvelja hjá fjölskyld- um þar sem þeir fá morgunmat og kvöldverð alla virka daga en allar þrjár máltíðir um helgar. Nemand- inn dvelur í tveggja manna her- bergi og ef annar nemandi er í her- berginu er hann af öðru þjóðerni. Lögð er áhersla á að tveir nemend- ur af sama þjóðerni dvelji ekki hjá sömu fjölskyldunni nema þess sé sérstaklega óskað og skal tekið fram að það hefur reynst vel. Íslenskir hóp- stjórar fylgja nemendum út og heim aftur til Íslands auk þess að vera til staðar allan tímann. Nánari upplýsingar um námsferðina og verð má finna á heimasíðu skólans: www.enskafyriralla.is Enskunám í Hafnarfirði fyrir 35 ára og eldri Enskuskóli Erlu Ara býður einnig upp á 10 vikna námskeið sem haldin eru í húsnæði skólans í Hafnarfirði. Kennsla hefst 12. janúar næstkom- andi. Kennsla fer fram einu sinni í viku. Í boði eru 10 getustig, frá byrj- endum upp í framhaldshópa og er lögð áhersla á tal í öllum hópum. Einnig er boðið upp á námsferð til Englands fyrir þau sem þess óska. Nánari upplýsingar fást hjá Erlu í síma 891 7576 eða með því að senda tölvupóst á netfangið erlaara@gma- il.com. Unnið í samstarfi við Enskuskóla Erlu Ara Enskuskóli Erlu ArA kynnir: Námsferðir til Englands fyrir 13-16 ára.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.