Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.01.2015, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 09.01.2015, Blaðsíða 38
námskeið Helgin 9.-11. janúar 201538 WASHINGTON flug f rá WOW hei l sársflug f rá maí 2015! 18.999 kr. LONDON flug f rá Við verðum á ferð og flug i a l l t á r ið ! 9.999 kr. Frístundastyrkir gjaldgengir á tækninámskeið F lest sveitarfélög á höfuðborg-arsvæðinu styrkja íbúa sína á aldrinum 5-18 ára til íþrótta- eða tómstundaiðkunar af einhverju tagi. Menntafyrirtækið Skema er með samning við sveitarfélögin um ráðstöfun á frístundastyrknum til tækninámskeiða á vegum fyrirtæk- isins. Þannig geta foreldrar barna á aldrinum 6-16 ára nýtt styrkinn sem stóran hluta af greiðslu á tíu vikna námskeiðum sem haldin eru í fjöl- mörgum grunnskólum á svæðinu yfir vetrartímann. Stór hópur for- eldra hefur verið að nýta frístunda- styrkina sem greiðslu en þó eru þó fjölmargir sem gera sér ekki grein fyrir þessum möguleika. Tæknikennsla í nýju tækni- setri og fjölda grunnskóla Skema verður með tíu vikna for- ritunarkennslu á átta mismunandi stöðum á vorönn 2015 og fara þau fram víðs vegar á höfuðborgarsvæð- inu. Auk þess verður fjöldi styttra og lengri námskeiða í boði í nýja tæknisetri Skema að Síðumúla 23. „Með því að færa forritunarkennsl- una einnig út í hverfin viljum við koma til móts við fleiri foreldra og börn og gera stærri hópi kleift að sækja námskeiðin okkar. Áhugi og frábært samstarf við grunnskóla hefur gert okkur þetta mögulegt,“ segir Árdís Ármannsdóttir, fram- kvæmdastjóri Skema. Skemmtileg námskeið í for- ritun og appþróun Dæmi um námskeið sem í boði verða eru byrjendanámskeið í forritun og appþróun (Kodu GameLab, Alice og GameSalad), tækjaforritun, Minec- raft og forritun fyrir lengra komna (Unity 3D og vefsmíði). „Á námskeið- unum snýst lífið hins vegar ekki bara um tölvurnar heldur ekki síður um skapandi hugsun og samveru með öðrum sem deila sömu áhugamál- um og leik,“ segir Árdís. Hjá Skema er jafnframt mikið lagt upp úr net- öryggi og ábyrgri tölvunotkun. Hér má sjá hluta af leiðbeinendahópi og starfsmönnum Skema sem kemur til með að sjá um tæknikennslu næstu annar. Leiðbeinendur Skema eru fimmtán talsins og aðstoðarkennarar á aldrinum 7-19 ára í kringum tuttugu. Lífið á námskeiðunum snýst ekki bara um tölvurnar heldur ekki síður um skapandi hugsun, samveru með krökkum sem deila sömu áhugamálum og leik. V ið Háskólasetrið sjál f t starfa um tíu manns auk lausráðinna kennara. Í húsnæði Háskólaseturs starfa í heild yfir 50 manns við rannsókn- ir, kennslu og þjónustu hjá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum. Há- skólasetrið er fjarnámssetur sem þjónustar um 100 fjarnema, það starfrækir meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun og meistara- nám í sjávartengdri nýsköpun fyrir um 50 meistaranema auk þess að bjóða upp á margs konar sumar- námskeið. Nýsköpun í fiskeldi Á þessari önn mun Háskólasetrið bjóða upp á opin vettvangsnám- skeið sem eru hluti af meistara- námi í sjávartengdri nýsköpun, en það er hagnýtt, einstaklingsmiðað meistaranám um gæði hafsins. Það að námskeiðin séu opin merkir að þátttakendur úr atvinnulífinu og nemendum sem hafa lokið bakkal- árprófi eða eru komnir vel áleiðis í námi sínu er einnig velkomið að sækja námskeiðin. Í ár munu vettvangsnámskeiðin fara fram í fyrsta skipti fyrir utan Ísafjörð og segir Peter Weiss, for- stöðumaður Háskólasetursins, það vera mikið gleðiefni. „Tálknafjörður er staðurinn þar sem hlutirnir ger- ast þessa dagana á Vestfjörðum, í nánd við þau fyrirtæki sem eru þar að byggja upp mikið fiskeldi.“ Nýting hafsins – nýsköpun og sjálfbærni Á síðara námskeiði er fjallað ítarlega um notkun sjávargróðurs, þangs og þara. Námskeiðið fer fram í Reyk- hólasveit, en þar starfa einmitt fyr- irtæki sem nýta þörunga, svo sem Þörungaverksmiðjan og Sjávar- smiðjan/Þaraböð, en þar á svæð- inu fer líka fram saltframleiðsla. „Það má huga að fleiri möguleikum þegar kemur að þörungum, en þá má til dæmis nota í mat, fóður og bætiefni,“ segir Peter, en á nám- skeiðunum er einmitt farið yfir þá möguleika sem afurðir hafsins hafa upp á að bjóða. „Ætlunin er að vera ekki bara með fyrirtækjaheimsóknir, heldur viljum við einnig fá reynslubolta á vettvangi til að heyra þeirra reynslu og sýn og hver möguleg úrlausnar- efni eru, enda gætu þau verið upp- spretta nýsköpunar,“ segir Peter. Mælt er með því að nemendur þekki megin forsendur viðkomandi greinar áður en námskeið hefst. Námið felst svo í að finna helstu úrlausnarefni núverandi starfsemi sem og að gera sér grein fyrir fram- tíðarmöguleikum starfseminnar, þar er gneisti að nýsköpun. Nem- endur velja sér svo nýsköpunar- verkefni og vinna úr því samkvæmt ákveðinni aðferðafræði í samvinnu við kennara og samnemendur. Nám- skeiðinu lýkur svo með því að nem- endur kynna verkefni sín. Reyndir kennarar Kennarar eru dr. Peter Krost og María Maack. Peter Krost er dokt- or í sjávarvistfræði og hefur sinnt rannsóknum í nokkrum löndum, meðal annars í Ísrael, en aðallega við Eystrasaltið. Árið 1995 stofnaði hann ráðgjafafyrirtækið Coastal Research and Management, sem sérhæfir sig í umhverfismati sjávar, sjálfbæru fiskeldi og „affitun“ sjáv- ar, sem felst í því að draga næring- arefni úr sjó. Auk þess hefur hann séð um rekstur þörungaframleiðslu frá 1998 og skeldýraframleiðslu frá 2010. María Maack vinnur að dokt- orsritgerð í visthagfræði. Hún hefur unnið fyrir Íslenska nýorku og hef- ur ríka reynslu á að leiða nýsköp- unarverkefni og á sviði nýsköpunar- ferla. Námsleiðin í sjávartengdri ný- sköpun er í samstarfi við Háskól- ann á Akureyri og Nýsköpunarmið- stöð Íslands. Skráningargjaldi er haldið í lágmarki og frítt er fyrir nemendur innan samstarfsnets opinberra háskóla. Allar nánari upplýsingar má nálgast á heima- síðu Háskólasetursins: www.uw.is Þar má til dæmis finna upplýsingar um fjöldann allan af lotunámskeið- um hjá Háskólasetri Vestfjarða, en þau henta til dæmis vel til endur- menntunar. Öll námskeiðin hafa þverfaglega nálgun og höfða því til fólks með ólíkan bakgrunn og úr mörgum starfsstéttum. Unnið í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða Háskólasetur Vestfjarða er lítil stofnun á háskólastigi sem hefur starfað frá árinu 2006. Háskólasetur Vestfjarða býður upp á opin vettvangsnámskeið Dr. Peter Krost, fyrir miðju, ásamt nemendum í vettvangsferð í fiskeldisnámskeiði, vorið 2013.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.