Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.01.2015, Page 44

Fréttatíminn - 09.01.2015, Page 44
44 ferðalög Helgin 9.-11. janúar 2015  Breskum ferðamönnum fjölgar hratt Í vetur hafa fjögur flugfélög skipt á milli sín nærri sextíu ferðum í viku frá Keflavík til Bretlands. Svo mikil gróska var ekki í samgöngum milli landanna fyrir nokkrum árum síðan. u m árabil var svo lítil eftir­spurn eftir ferðum milli Íslands og Bretlands að f lug til Manchester og Glasgow voru sameinuð. Þeir sem ætluðu til skosku borgarinnar urðu þá að bíða í vélinni í Manchester á meðan farþegar á leið þangað fóru frá borði og aðrir komu inn. Icelandair hætti þessu hringflugi milli Íslands, Eng­ lands og Skotlands haustið 2011 og síðan hefur framboð á flugi héðan til Bretlandseyja margfaldast. Í dag er til að mynda flogið beint héðan til níu breskra flugvalla en þeir voru fjórir fyrir fjórum árum. Loftbrú til London Flug til höfuðborgar Bretlands var lengi vel í föstum skorðum. Vélar Ice­ landair flugu þangað tvisvar á dag og Iceland Express bauð upp á nokkrar ferðir í viku. Fyrstu mánuði ársins 2012 voru til að mynda farnar nítján ferðir í viku héðan til flugvallanna í nágrenni við London. Núna eru þær meira en tvöfalt fleiri og suma daga geta farþegar valið úr sex áætlunar­ ferðum milli Keflavíkurflugvallar og Heathrow, Gatwick og Luton. Gefið í hjá easyJet Vorið 2012 hóf breska lágfargjalda­ flugfélagið easyJet að fljúga til Ís­ lands. Til að byrja með voru ferð­ irnar aðeins þrjár í viku en þeim hefur fjölgað hratt síðan. Í desem­ ber síðastliðnum tóku vélar breska félagsins til að mynda hundrað og einu sinni á loft frá Keflavík, sam­ kvæmt talningu Túrista. Skiptust ferðirnar á milli sex breska flug­ hafna. Bretar fjölmennari en Íslend- ingar Eins og gefur að skilja er ferðagleði Íslendinga ekki helsta ástæðan fyrir þessum tíðum samgöngum milli Íslands og Bretlands. Bresk­ um ferðamönnum hefur nefnilega fjölgað hratt hér á landi síðustu ár og sérstaklega á veturna. Í janúar á síðasta ári komu til að mynda tvö­ falt fleiri Bretar hingað en í maí. Þau tíðindi urðu svo í febrúar að þá innrituðu fleiri Bretar sig í flug á Keflavíkurflugvelli en Íslendingar. Íslenskir farþegar höfðu þangað til verið langstærsti farþegahópurinn á Keflavíkurflugvelli, samkvæmt mánaðarlegum talningum Ferða­ málastofu. Eins ber að taka með í reikninginn að stór hluti farþega Icelandair í Bretlandi er á leið yfir hafið. Það verður áhugavert að sjá hvert framhaldið verður í flugi milli Ís­ lands og Bretlands og hvort ferð­ unum og áfangastöðunum fjölgi eða fækki. Það er ekki heldur útilokað að fleiri flugfélög blandi sér í slaginn. Norska lággjaldaflugfélagið Nor­ wegian fékk til að mynda leyfi til að fljúga hingað frá Gatwick í vetur en nýtti það ekki. Flugfloti Ryanair mun stækka í ár og í kjölfarið gætu forsvarsmenn félagsins á ný kann­ að flug til Íslands. British Airways flaug eitt sinn hingað en hætti vegna skorts á flugvélum. Kannski tekur félagið upp þráðinn á ný. Hvað sem þessum vangaveltum líður er ljóst að íslenskir túristar hafa úr mörgum kostum að velja þegar þeir ætla að sækja Breta heim eins og taflan sýnir. Áætlunarflug til Bretlands næstu mánuði: Belfast: easyJet tvisvar í viku. Birmingham: Flybe þrisvar í viku og Ice- landair tvisvar frá 5. febrúar. Bristol: easyJet þrisvar í viku Edinborg: easyJet þrisvar í viku Glasgow: Icelandair fimm ferðir í viku London: easyJet 5 til 7 ferðir í viku til Luton og þrisvar til Gatwick. Icelandair tvisvar á dag til Heathrow og allt að sex sinnum í viku til Gatwick. WOW air allt að 10 ferðir í viku til Gatwick. Manchester: easyJet og Icelandair þrisvar í viku. Margfalt fleiri ferðir til Bretlands Í vetur hefur Flybe boðið upp á áætlunarflug hingað frá Birmingham og í byrjun febrúar fer Icelandair jómfrúarferð sína til borgarinnar. Þar með fjölgar ferðunum til Bretlands enn frekar. Mynd Ferðamálaráð Birmingham Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is Vantar þig gistingu í útlöndum? Gerðu Verðsamanburð á hóteltilboðum út um allan heim oG bókaðu haGstæðasta kostinn á túristi.is. T Ú R I S T I MÍL ANÓ flug f rá F l júgðu með f rá maí t i l september 17.999 kr. PARÍS flug f rá Við verðum á ferð og flug i a l l t á r ið ! 12.999 kr. RÓM flug f rá F l júgðu með f rá jún í t i l ágúst 18.999 kr.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.