Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.01.2015, Page 52

Fréttatíminn - 09.01.2015, Page 52
 menning Sýning á mokka Litabók um Grjóta- þorpið endurútgefin Litabók Gylfa Gíslasonar um Grjótaþorpið hefur verið endurútgefin en myndirnar úr henni voru fyrst sýndar á Mokka árið 1980, þar sem höfundurinn var fastagestur. Gylfi var afkastamikill listamaður og þekktur dagskrárgerðarmaður en auk þess myndskreytti hann fjölda bóka. Það eru börnin hans fimm sem standa að endurútgáfu bókarinnar. á rið 2008 gáfum við systkinin út bók um pabba sem Forlagið dreifðu fyrir okkur. Þar er farið er yfir öll hans helstu verk og af því tilefni var stór yfirlitssýning á myndlist hans í Ásmundarsal. En auk þess að vinna í myndlist gaf hann út barnabækur og þjóð- sögur,“ segir Kristín Edda, dóttir Gylfa, sem ásamt systkinum sínum fjórum hefur nú gefið út litabókina um Grjótaþorpið en allar bækur Gylfa eru fyrir löngu upp- seldar. Skapandi kennslubók Gylfi titlaði sig sjálfur alltaf sem teikn- ara og myndlistarmann en hann var líka myndlistarkennari og rétt eins og Kristín bendir á kemur það skýrt fram í bókinni um Grjótaþorpið sem er sett upp eins og kennslubók, en á mjög skapandi hátt. „Það er miklu meiri vinna á bak við bók- ina en fólk kannski gerir sér grein fyrir. Pabbi var allt í allt um þrjú ár að vinna í þessari bók, teiknaði allar myndirnar og lá yfir alls konar textum til að geta sagt sögu Grjótaþorpsins á skýran hátt,“ segir Kristín en í bókinni rekur Gylfi sögu mið- bæjar Reykjavíkur í máli og myndum frá því að Ingólfur Arnarson settist að á óbyggðu nesi og byggði bæ sinn í gróinni kvos við tjörn. Gylfi segir söguna með sérstakri áherslu á húsagerðarlist og allar myndirnar eru einfaldar teikningar hugs- aðar til þess að fylla inn í með lit og læra um leið söguna. Fastagestur á Mokka „Pabbi fæddist á Laugavegi 4 og bjó lengst af í miðbænum. Það var gengið inn í húsið hans frá Skólavörðustíg, í gegnum lítið port sem lá við hlið Mokka sem var alla tíð hans kaffihús. Hann lærði upphaflega að verða smiður, eins og pabbi hans, afi og langafi,“ segir Kristín, en bókina um Grjótaþorpið tileinkar Gylfi einmitt handverksmann- inum pabba sínum. Gylfi var félagi í Torfusamtökunum og má segja að litabókin um Grjótaþorpið sé hans framlag til baráttunnar um friðun húsanna í miðbænum. Í bókinni kemur vel fram hversu vönduð mörg húsanna voru sem nú eru horfin, hönnuð og smíðuð af mikilli verkkunáttu og listfengi. En Gylfi segir líka frá lífinu í húsunum og sýnir fram á ógnina sem að þeim steðjar, stein- steypuarkitektúr og bílaflota sem ryður Grjótaþorpinu úr vegi til að fá meira pláss. Eins og Kristín Edda, dóttir hans, bendir á þá á þessi bók ekki síður við í dag, þar sem enn er verið að ryðja gömlum húsum úr vegi og enn rísa stórir turnar í gamal- grónum hverfum. Bókina er hægt að nálg- ast í öllum bókaverslunum og listasöfnum. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Kristín Edda, dóttir Gylfa Gíslasonar, á Mokka þar sem sýning á teikningum Gylfa stendur nú yfir. Gylfi fæddist í húsinu við Laugaveg 4 og flutti aldrei úr miðbænum. Mokka opnaði árið 1958 við hlið æskuheimilis hans og Gylfi var fastagestur þar frá fyrsta degi. Ljósmynd/Hari  BorgarleikhúSið hundur í óSkilum kominn að norðan 21. öldin á hundavaði Félagarnir í Hundi í óskilum stíga á Nýja svið Borgarleikhússins og sýna nýjasta verk sitt, Öldina okk- ar, í kvöld, föstudaginn 9. janúar. Leikritið var frumsýnt á Akureyri 30. október síðastliðinn. Félagarnir Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson í hljómsveitinni Hundur í óskilum setja upp, í tilefni af 20 ára afmæli sveitarinnar, glænýtt leik- og tónverk sem kallast Öldin okkar. „Hundinum er náttúrlega ekkert ís- lenskt óviðkomandi; hann gefur sig í tali og tónum að mannlífinu til sjávar og sveita,“ segir meðal annars í til- kynningu Borgarleikhússins. „Öldin okkar er á ákveðinn hátt framhald á Sögu þjóðar sem sýnt var 80 sinnum fyrir fullu húsi á Akureyri og í Borgarleikhúsinu 2012-2013, hlaut þrjár Grímutil- nefningar og hlaut eina Grímu,“ segir enn fremur. „Saga þjóðar var sýnd á RÚV nú á nýársdag. Þar fóru þeir félagar, Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson, á hundavaði í gegnum Íslandssöguna en skildu þó eftir smábút frá aldamótum 2000 fram á okkar dag. Í Öldinni okkar ljúka þeir loks verkinu með því að spóla sig í tali og tónum í gegnum samtímasöguna, ris og fall fjármála- kerfisins og ýmsa gjörninga sem sett hafa svip á hina viðburðaríku 21. öld á Íslandi.“ Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir. Hundur í óskilum, félagarnir Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson. Pabbi var allt í allt um þrjú ár að vinna í þessari bók ... til að geta sagt sögu Grjóta- þorpsins á skýran hátt. 52 menning Helgin 9.-11. janúar 2015 Sími 551 5103 · kramhusid.is Kramhúsið ORKUSTÖÐ Í MIÐBÆNUM DANSNÁMSKEIÐ: Afró Contemporary Magadans Bollywood Beyoncé dansar Tangó Balkan Housedance BARNANÁMSKEIÐ: Skapandi dans Tónlistarleikhús Break Popping Afró börn + foreldri ORKA: Jane Fonda Zumba Yoga Pilates Músíkleikfimi Tryggið ykkur pláss! Við gerum tilboð fyrir stærri þorrablót Nánar á noatun.is H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t VARSJÁ flug f rá F l júgðu með f rá mars t i l október 22.999 kr.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.