Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.01.2015, Síða 66

Fréttatíminn - 09.01.2015, Síða 66
heilsa Helgin 9.-11. janúar 20156 Óskar Jón Helgason, forstöðumaður heilbrigðisþjónustu og hjúkrunarfræðingarnir Maríanna Csillag og Hildur Ýr Guðmunds- dóttir, starfsmenn Heilsuskóla Heilsuborgar. Mynd/Hari Að læra á sjálfan sig H eilsuskólinn í Heilsuborg er að fara af stað um þessar mundir og þar ríkir mikil eftirvænting að byrja nýja önn. „Það eru talsverðar breytingar að eiga sér stað hjá okkur og við erum mjög spennt að sjá hvernig þær koma út,“ segir Óskar Jón Helgason, skóla- stjóri Heilsuskólans. „Það má segja að við séum að breyta úr bekkja- kerfi í áfangakerfi. Nú er hægt að velja um að vera í fullu námi eða velja stök námskeið.“ Hægt er taka bara á hreyfingunni en þá býðst að vera í æfingahópi sem æfir á föstum tíma þrisvar í viku. Einnig er hægt að velja einungis fræðsluhlutann og læra þar svolítið á sjálfan sig. Hvert fræðslunámskeið tekur átta vikur. Á þeim er meðal annars farið mark- visst í gegnum hvaða breytingar er æskilegt að gera á mataræði og neyslumynstri og þátttakendur eru síðan leiddir í gegnum innleiðingu á þessum breytingum. Auk þess býður Heilsuborg upp á námskeið um eldamennsku, svefn, núvitund, streitu og sjálfstyrkingu. Fullt nám „Þeir sem eru í „fullu námi“, fara á námskeið sem kallast Heilsu- lausnir. Það er ársprógram og í því felst meðal annars hreyfing þrisvar í viku auk fimm heilsunámskeiða sem eru átta vikur hver. Tvö þessara námskeiða, Borðum betur og Nær- umst betur, eru svokölluð skyldu- fög sem allir fara á en á seinni hluta námskeiðsins getur svo hver á einn valið sjálfur á hvaða námskeið hann vill fara á, allt eftir því hvaða heilsufarsþætti menn velja að leggja áherslu á,“ segir Óskar. Hjúkrunar- fræðingar hitta auk þess meðlimi skólans reglulega og hjálpa þeim að innleiða þær breytingar sem nauð- synlegar eru. Óskar segir að um sé að ræða námskeið fyrir venjulegt fólk en venjulegt fólk er því miður oft að borða vitlaust, hreyfa sig lítið eða sofa illa. Á námskeiðinu gefst tækifæri til að laga þetta og hafa svolítið gaman af því í leiðinni. Fjölbreytt námskeið fyrir alla Auk Heilsulausnanámskeiðsins býður heilsuskóli Heilsuborgar meðal annars upp á námskeiðin Offitulausnir fyrir fólk í mikilli of- þyngd, Orkulausnir fyrir fólk sem þarf að fara rólega af stað, Stoð- kerfislausnir fyrir fólk með stoð- kerfisvandamál og Hugarlausnir fyrir fólk sem glímir við þunglyndi, kvíða og/eða streitu. Nánari upp- lýsingar um starfsemi Heilsuborg- ar má finna á heimasíðunni www. heilsuborg.is Unnið í samstarfi við Heilsuborg Rau ðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér • Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er • Hnoðar deig • Býr til heita súpu og ís • Uppskriftarbók og DVD diskur fylgja með Lífstíðareign! Tilboðsverð kr. 105.622 Með fylgir Vitamix sleif drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 124.262 Meira en bara blandari! Hreyfing hægir á öldrun Regluleg hreyfing getur verið lykillinn að eilífri æsku bæði fyrir mýs og menn. Vísindamenn við McMaster há- skólann í Kanada komust að því að æfingar sem styrkja þolið hægðu á öldrun hjá hópi músa sem höfðu verið erfðabreyttar til að eldast hraðar. Mýsnar voru látnar hlaupa á hlaupabretti í nokkrar mánuði sem virtist koma í veg fyrir öldrun í líf- færum músanna. Vísindamennirnir sögðu að líkamsræktarprógramið veitti næstum hundrað prósent vörn gegn gránandi feldi, hárlosi, heila- og vöðvarýrnum og fleira. Góðu fréttirnar eru þær, að mati þeirra sem fram- kvæmdu rannsóknina, að það aldrei of seint að byrja að hreyfa sig og þeir sem hafa stund- að kyrrsetu alla æfi geta notið góðs af hreyfingu, ver- ið orkumeiri, bætt liðleika og styrkt innri líffæri.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.