Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.01.2015, Page 72

Fréttatíminn - 09.01.2015, Page 72
heilsa Helgin 9.-11. janúar 201512 V ið gáfum út tvær metsölu-bækur, Heilsurétti f jöl-skyldunnar, sem við skrif- uðum í kjölfar þess að fjölskyldan breytti um mataræði vegna sjúk- dóms sonar okkar,“ segir Berglind. Meðlimir fjölskyldunnar eru sex talsins og því fannst henni mikil- vægt að bókin myndi henta fjöl- skyldufólki. Í bókunum tveimur er því að finna uppskriftir að hollum og góðum mat sem börnin vilja líka borða. Í seinni bókinni eru auk þess reynslusögur um hvernig breytt matarræði hefur haft jákvæð áhrif á börn með ýmsa kvilla. Þrenns konar heilsuréttir án allra aukaefna Heilsuréttir f jölskyldunnar eru bragðgóðir og næringarríkir réttir sem eru tilvaldir fyrir þá sem eru stöðugt að en réttunum þarf aðeins að stinga inn í ofn og hita og þá eru þeir tilbúnir. „Eftir að bækurnar okkar: Heilsuréttir fjölskyldunnar og Nýir heilsuréttir komu út kom í ljós að fólk hefur því miður ekki alltaf tíma til þess að elda næring- arríkan mat frá grunni eins og það vildi gera, meðal annars til þess að forðast aukaefni og mikinn sykur,“ segir Berglind. Þau hjónin tóku því að sér að búa til heilsurétti án auka- efna og viðbætts sykurs. Sigurður var meðlimur í íslenska kokkalands- liðinu og því er um að ræða heilsu- rétti í hæsta gæðaflokki. „Við höfum útbúið þrjá nýja heilsurétti, Græn- metislasagna, Gulrótarbuff og Ind- verskar grænmetisbollur. Heilsu- réttir fjölskyldunnar eru hreinar og næringaríkar vörur. Það er í raun eins og ég og maðurinn minn hafi komið í eldhúsið þitt og eldað ofan í alla fjölskylduna,“ segir Berglind. Fleiri heilsuréttir væntanlegir Heilsuréttirnir voru lengi í þróun. „Það er ekki mjög auðvelt að fjölda- Hjónin Berglind Sigmarsdóttir og Sigurður Gíslason eru frá- bærar fyrirmyndir þegar kemur að heilsu og hollu matarræði. Þau hafa gefið út tvær mat- reiðslubækur og hafa nú sent frá sér þrjá girnilega rétti undir merkinu Heilsuréttir fjölskyld- unnar. Þar að auki reka þau hollustuveitingastaðinn Gott í Vestmannaeyjum. framleiða mat sem er laus við öll rotvarnarefni, litarefni og allt þetta rusl sem maður vill ekkert hafa í matnum sínum. Þetta tók svo- lítið langan tíma en það er algjör- lega þess virði,“ segir Berglind, en þau hjónin vildu uppfylla þarfir viðskiptavina sinna að fullu. „Við viljum að fólk hafi ákveðið val og því látum við til dæmis jógúrtsósu fylgja með grænmetisbollunum í sérpökkuðum umbúðum og slepp- um að hafa ost með grænmetisla- sagnanu svo að einstaklingar með mjólkuróþol geti samt sem áður neytt varanna.“ Berglind og Sig- urður stefna á að auka úrvalið og koma fleiri heilsuréttum á markað á næstu misserum. Heilsuréttir fjölskyldunnar fást í flestum matvöruverslunum á höf- uðborgarsvæðinu og á landsbyggð- inni. Unnið í samstarfi við Heilsurétti fjölskyldunnar Hjónin Berglind Sigmarsdóttir og Sigurður Gíslason eru búsett í Vestmannaeyjum þar sem þau reka veitingastaðinn Gott. Þau hafa einnig sett á markað þrenns konar ljúffenga heilsurétti sem eru fáanlegir í öllum helstu matvöruverslunum.  Heilsuréttir fjölskyldunnar Hollur og fljótlegur valkostur Fróðleiksmolar úr bókinni n Bananar eru góðir við brjóstsviða, þeir eru í raun berjategund, eru lítillega geislavirkir, þroskast hraðar ef þeir eru settir í pappírspoka ásamt tómat eða epli og þeir innihalda vöðvap- rótín sem hjálpa gegn risvandamálum. n 50% af genamengi mannsins er sameiginlegt með banönum. n Epli virka betur gegn þreytu á morgnana en koffín. Epli, ferskjur og hindber eru rósa- tegundir og það eru 7.000 tegundir af eplum ræktaðar í heiminum. n Engifer er allra meina bót, afbragðsgott við kvefi, ógleði og öðrum meltingarkvillum. Ferskir djúsar sem hressa fólk við Djúsbók Lemon kom út á dögunum en í henni er að finna fjörutíu uppskriftir forvitnilegra djúsa sem smellpassa inn í fyrirheit fólks um breyttan lífsstíl á nýju ári. Félagarnir Jón Arnar Guðbrandsson og Jón Gunnar Geirdal reka tvo Lemon-staði og eiga heiðurinn af uppskriftunum í bókinni. Við fengum þá til að deila með okkur þremur skemmtilegum djúsum. Rétt er að taka fram að þeir nota alltaf bleik epli, til að mynda Pink Lady eða Honey Crisp. Jón Gunnar Geirdal og Jón Arnar Guðbrandsson hafa gefið út bók með 40 djúsupp- skriftum af veitingastaðnum Lemon. Ljósmynd/Hari Grænmetislasagnað inniheldur fullt af hollu grænmeti, m.a. sætum kartöflum, gulrótum, lauk og hvítlauk. Enginn bindiefni eru í honum og lasagnablöðin eru unnin úr heilhveiti.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.